Færsluflokkur: Dægurmál
27.5.2011 | 16:59
Samhljóða??
Lög um táknmál samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2011 | 14:24
Beint lýðræði??
Einhvern tíma meðan þjóðflokkur allaballa var uppi var þar í hópi maður sem hét Garðar Sigurðsson, ef ég man rétt, Vestmanneyingur að ég ætla. Svo háttaði til að við urðum samferða í hópi til útlanda í nokkra daga og höfðum ekki sést fyrr. Í flugstöðinni í upphafi ferðar leitaði hann mig uppi og las mér pistilinn fyrir eitthvað sem ég hafði skrifað í ritstjórnargrein þar sem ég starfaði þá, og skammaði mig gríðarlega fyrir hægrimennsku. Þetta þótti mér vænt um og sagði honum það, því á undan höfðu dunið á mér skammir úr hinni áttinni fyrir vinstrimennsku. Þegar svona er háttað, sagði ég Garðari, líkar mér lífið, því þá þykist ég mega álykta að ég sé svona nokkuð mitt á milli, sem sagt með báða fætur á jörðinni.
Einhver orðaskipti áttum við fleiri um þetta og þann tíma sem ferðalagið stóð fékk ég marga hnútuna frá honum og flestar skemmtilegar, reyndi að láta ekki mitt eftir liggja og sendi þær til baka eftir fremsta megni og sumar lítt nagaðar. Í heimfluginu kom hann til mín í flugvélinni, settist á bríkina hjá mér og sagði, heldur hógværlega eftir því sem honum var lagið: Ekkert skil ég, Sigurður, hvers vegna þú ert ekki í Alþýðubandalaginu. -- Þetta var svo milt að mér vafðist tunga um tönn og fann ekki í fljótheitum neitt hvasst til að senda til baka en spurði: Nú, hvers vegna? Og hann svaraði, jafn mildilega: Jú, þú ert ekkert vitlaus!
Ekki er að orðlengja að við Garðar skildum sem vinir og jafnvel mátar og vorum það svo lengi sem samskipti okkar eftir þetta entust, sem því miður var of stutt því þessi skemmtilegi maður varð ekki langlífur og gekk ekki heill til skógar síðustu misserin áður en hann lést. En minningin um hann og samskipti okkar yljar mér enn innan rifja.
Þetta rifjast upp fyrir mér núna af því að bloggvinur minn Sæmundur Bjarnason helgar mér að mestu bloggið sitt í dag, en hann bisast við af mikilli elju að blogga daglega og er nú að verða síðasti móhíkaninn með þvílíka þrautseigju. Hann flokkar mig til hægri og hefur til marks að ég setti athugasemd hjá honum, líklega í gær, um að ég hefði efasemdir um ágæti þess beina lýðræðis sem nú til dags þykir falleg pólitík. Um það gæti ég raunar sett saman heilt blogg ef ég nennti
-- en í fljótu bragði sé ég ekki alveg hvernig hægt er að skipta því upp í hægri eða vinstri hvort menn vilja leggja alla skapaða hluti undir beint lýðræði eða ekki.
Einhvers staðar minnir mig að standi vísdómsorð eitthvað á þessa leið: Því verr gefast heimskra manna ráð sem þau koma fleiri saman.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2011 | 18:34
Misloðið hjá mér í dag
Sláttur er hafinn. Sú var tíðin að það þótti fréttnæmt og var sagt frá í stórum fjölmiðlum. Nú þykir þetta tittlingaskítur og ekki frásagnarhæft.
Slægjan mín er að vísu ekki stór á búmannlegan mælikvarða en þó í meira lagi þar sem kannski mætti alveg eins kalla jarðnæðið mini-búgarð eins og lóð.
Það var misloðið hjá mér í dag. Sums staðar var punturinn skriðinn en annars staðar nánast mosaþemba ennþá. Enda mosatíminn varla liðinn enn. Samt voru þetta einar 9 sláttuvélarkörfur af heyi. Jú, sláttuvélin er heldur af stærri gerðinni, samt ekki svo að ég geti setið á henni og þóst vera að slá með traktor. Ég verð að arka á eftir henni en hún er með drif á afturhjólunum svo erfiðið er ekkert óskaplegt.
Það kemur góð lykt af svona nýslegnu grasi.
Ég hef líka aðeins verið að fella tré og losa önnur við greinar sem ekki uxu eins og einlægast var. Í fáeina daga var gámur hér í hverfinu hjá okkur til að taka við svoddan úrgangi en nú er hann horfinn.
Maður verður að vera eldsnöggur ef maður ætlar að ná inn á þá örfáu daga sem hann fær að standa hér frammi við læk ár hvert.
Kannski hefur hans þótt meiri þörf annars staðar.
Á hverju vori langar mig að kurla þetta dót og nota innan búgarðs. En ég hef nokkrum sinnum reynt að leigja svoddan græjur, bæði hjá Húsó og Býkó, en þetta endemis drasl sem þó er leigt dýrum dómum er svo bitlaust að greinarnar koma út um óæðri endann á þeim japlaðar og marðar en ekki kurlaðar. Svo það er ekki um annað að ræða en koma þessu upp í Sorpu sem heldur er ekki nógu gott því það verður að lyfta greinunum svo hátt að það er varla á gamalmenna færi. Mér sýndist reyndar að sumir yngri kæmust að því fullkeyptu líka.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2011 | 18:56
Ekki draumabílarnir
Ég óska sjúkraflutningamönnum til hamingju með nýju Benzana þó ég viti að þetta voru ekki þeir bílar sem þeir létu sig dreyma um. Þeir óskuðu nær allir sem einn eftir Econoline eða þeirra ígildi; bílum sem þeim höfðu reynst afar vel til sinna verkefna.
Þýðari en Benzarnir, lágu betur á vegi, fóru betur með þá sem í þeim þurfa að vinna hvort heldur er við akstur eða umönnun sjúklinga sem fluttir voru með þeim; fóru líka betur með farþegana/sjúklingana.
Þetta var nær einróma álit reyndra sjúkraflutningamanna þegar eftir var leitað á þeim tíma sem fyrirséð var að styttist í að endurnýja þyrfti sjúkrabíla.
Einhverra hluta vegna hefur sjónarmiðum þeirra sem eiga að vinna með bílana ekki verið sinnt.
Vonandi kemur það ekki að sök.
Sjúkraliðið á Benzum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2011 | 15:25
Skólasystkini
Mætti með vændiskonu í tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.5.2011 | 16:34
Brotist inn í ólæsta?
Brotist inn í bíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.5.2011 | 12:20
Hrollvekjandi tilhugsun
Stundum þegar ég hef ekkert að gera eða er bara latur (sem kemur óþægilega oft fyrir) sest ég hér við tölvuna og gúggla eitthvað. Oft bara mannsnafn, gjarnan nafn einhvers sem ég veit ekki til að sé víðfrægur jafnvel ekki um Ísland. Furðu oft kemur eitthvað gott út úr því.
Samt hef ég lítið gaman af að slá upp mínu eigin nafni/nöfnum, Sigurður Hreiðar. Þar kemur fátt upp nema fyrirsagnir af gömlum bloggum eins og ég hafi fátt annað mér til afreka unnið. Hins vegar kemur runa upp og runa ofan af allskonar fréttum og fári af Sigurði Einarssyni og Hreiðari Má Sigurðssyni (í eitt skipti fyrir öll: nei, hann er ekki sonur minn. Hann er að vestan einhvers staðar, ef ég man rétt). Fæstar eru færslur um þessa nafna mína áhugaverðar til aflestrar og fara versnandi, ef eitthvað er. Það er helst að gaman sé -- og grátbroslegt -- að lesa lofrollur um þá sem menn ársins og afburða-fjármálasnillinga meðan þjóðeyðingarbraskið var enn holtaþoku hulið og jafnvel vitrustu menn voru með aðdáunarglampa í augunum yfir afrekum þeirra nafna minna og settu þá á stall til átrúnaðar.
Það er svolítið hrollvekjandi að hugsa til þess að þau nöfn sem maður hlaut í skírnargjöf muni um aldir verða uppi með þjóðinni í gegnum þá kaupþingskumpána.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2011 | 12:43
Græðgisvæðing
Ég fæ stundum ónot fyrir bringspalirnar af auglýsingum þar sem þetta eða hitt kostar X-mörg þúsund og 999 krónur. Jafnvel þó það séu ekki nema 990 krónur. Mér finnst þess háttar verðlagning gera lítið úr viðskiptavininum, að hann láti glepjast af því að það vantar eina eða tíu krónur upp á næsta þúsund. Ef ég sé eitthvað auglýst á 2.990 krónur les ég það sjálfkrafa sem 3000 krónur, ekki sem 2000 krónur eins og mér virðist að auglýsandinn ætlist til að við fíflin viðskiptavinirnir lesum það. -- Og sneiði heldur hjá þeim sem auglýsa með svo mikilli lítilsvirðingu við viðskiptamenn sína.
Annað: Ég held að æði margir megi passa sig að verðleggja sig ekki út af markaðnum. Kom á dögunum við í gamla verkstæðinu neðan vegar móti Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, þar sem Óli á Eyri er búinn að koma upp minjasafni um gosið í Eyjafjallajökli, selur þar minjagripi og heimatilbúið kornmeti og sýnir bíó um gosið. Það er í sjálfu sér ágætis bíó og vel gerð mynd, þökk sé Sveini M. Sveinssyni. En að taka 800 krónur á mann fyrir tíu mínútna bíó eða þar um bil kalla ég að prísa sig út af markaðnum. Miði á alvöru bíó, 90 mínútna mynd, skilst mér að almennt kosti nú 1200 krónur eða þar um bil, svo Bíó Þorvaldseyri er alveg rándýrt. 250 eða í hæsta lagi 300 krónur væri enn dýrt en þó viðunandi. -- Svo kemur maður út af gamla verkstæðinu og þá sér maður heimabíla fyrir hátt í 20 milljónir á hlaðinu!!!
Við stöldruðum líka aðeins við á bændamarkaðnum á Hvolsvelli. Sá nú ekki margt þar í svipsýn sem heillaði mig, en innst inni í horni er haugur af gömlum bókum sem flestar hafa verið lesnar ofan í kjölinn. Svoddan bækur kosta í Góða hirðinum til dæmis 50 til 200 krónur, eða gerðu síðast þegar ég kom þar. En ekki á bændamarkaðnum á Hvolsvelli. Þar er ekki skilið milli bókverka eftir stærð eða merkilegheitum, þar kostar hver skrudda 650 krónur. -- Það er ekki von að stabbinn minnki.
Passið ykkur! Almenningur er ekki enn búinn að gleyma orðinu græðgisvæðing.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.4.2011 | 11:47
Konfekt fyrir augu og eyru
Síðasta færsla, um illfyglið í Noregi, kemur mér til að minnast annarra fugla
og þá helst þeirra sem komið hafa mér í gott skap undanfarna daga.
Þar kemur mér fyrst í hug rauðguli fuglinn sem er persónugerfingur ferðamiðlarans Iceland Express (sem ætti þó, miðað við sætaþrengsli í flugvélum Astraeus flugfélagsins, sem flýgur fyrir IE, að kallast Iceland Compress), sem er svo listilega vel gerður og skemmtilegur í fasi og háttum að ég lyftist alltaf upp í sjónvarpsstólnum þegar hann vappar um skjáinn.
Aldeilis frábær auglýsingahugmynd þegar bláa fuglshlussan sem þarna er tákngerfingur Icelandair hlammar sér ofan á hann, en þeim rauðgula tekst að hrista hann af sér og hefur þá náð að reita af honum nokkrar fjaðrir. Gaman væri að vita hvaða auglýsingastofa gerir svona snilldarverk -- bæði er hugmyndin skolli góð og útfærslan hreinasta konfekt fyrir augu og eyru.
Ef auglýsingastofa Icelandair væri álíka snjöll myndi hún henda hugmyndina á lofti og nota sér bláa fuglinn í sínar auglýsingar og þá gæti stefnt í bæði frjóan og skemmtilegan fuglaslag. Það væri akkúrat rétti tíminn núna, með hreiðurgerð, varp og útungun framundan.
-- sláttuvilla lagfærð kl. 13.02
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2011 | 15:37
. . . hengir þig og . . .
Einu sinni var ort, um frændfugl þessa illfyglis: Máski kemur einhver út / sem ekki sofið getur / bindur þér á hálsinn hnút / hengir þig -- og étur!
Svona fuglar eru ekki til annars. En kannski kann fólk ekki lengur að drepa hænu, hvað þá reita hana, taka innan úr henni og éta hana?
Fugl ofsótti íslenska fjölskyldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar