Færsluflokkur: Dægurmál
23.6.2011 | 16:44
Kvenskepnan bráðin
Ég er bara svo aldeilis hissa á svona fabúleringu. Eins og stelpan hafi ekkert um málið að segja. Er þetta gamla hugsunin, karlskepnan í hlutverki veiðimannsins en kvenskepnan bráðin -- eða svo aðeins sé komið nær í tímanum, að karlinn sé í hlutverki sölumannsins en konan í hlutverki kaupandans og verkefni sölumannsins að sannfæra kaupandann -- skiptir náttúrlega engu hvað kaupandinn kann að vera áfjáður í söluvöruna.
Hvað ætli femínistar segi um svona lagað?
Pippa og Harry í ástarhugleiðingum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2011 | 11:11
Framhjólsbremsa er stórhættuleg
Sárafá lögleg reiðhjól til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.6.2011 | 18:04
Snáka -- hvað?
Maður ætti nú að vera orðinn sæmilega verseraður í allkonar olíusulli. Samt er ein olía sem annað slagið kemur fyrir og virðist vera nokkuð afslöpp, amk. hef ég hvergi rekist á hvaðan hún kemur, hvert hún fer eða hvers eðlis hún er, eða hvort hún gerir yfirleitt nokkurt gagn. Þetta er snákaolía. Svoddan skepnur eru sem betur fer ekki skríðandi hér um allar koppagrundir svo ég veit ekki hvort þetta er eitthvað sem skepnan gefur frá sér eða hvort þetta er unnið úr henni dauðri. Því síður til hvers hún er notuð. Ég finn hana ekki í orðabók og ef ég gúggla hana fæ ég bara upp blogg ýmissa höfunda sem ég hef fengið nokkurn veginn nóg af að lesa gegnum tíðina og nenni ekki meir.
Hver ætli sé mesti snákaolíufurstinn hér? Vill hann leiðbeina mér? Eða er málefnið of skreipt?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2011 | 16:01
Engum skyldi aukin sekt. . .
Til er gömul vísa, ég ætla að hún sé eftir afa minn. Hún er á þessa leið:
Engum skyldi aukin sekt/né af því vera smáður/þótt hann noti nýtilegt/notað sem var áður.
Mér finnst það gott hjá Chatherine þessari að fara vel með, í fleiri en einni merkingu. Sannar bara að hún er hinn mesti kvenkostur.
Sláttuvilla löguð 17.38.
Katrín mætti í gamalli kápu í afmælið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.6.2011 | 11:20
Nauthóll einn af 10 bestu
Alltaf kítlar það litla Íslendingssál þegar kunnuglegir staðir á landinu fá lofsamleg ummæli í útlandinu, og það svo að það ratar hingað heim. Í morgun biðu mín í tölvunni þær þægilegu fréttir að Nauthóll í Nauthólsvík væri á lista yfir 10 bestu útiveitingastaða sem Tripadvisor.com telur ástæðu til að nefna umfram aðra.
Svona lítur listinn út:
Top 10 al fresco restaurants |
The perfect pairing: tasty cuisine in beautiful outdoor settings. | |
1. | Couleur France Alamcil, Algarve |
2. | The Fishermans Inn Tenerife, Canary Islands |
3. | Nauthóll Reykjavik, Iceland |
4. | Portes Chania Town, Crete |
5. | Nereids Restaurant & Bar Paleokastritsa, Corfu |
6. | Au Petit Paris Nerja, Costa del Sol |
7. | Canuleia Lucca, Tuscany |
8. | Agriturismo Le Coccinelle Alghero, Sardinia |
9. | Mozaik Bahce Fethiye, Turkish Aegean Coast |
10. | Ristorante Ribot Venice, Italy |
Ég held líka að nefndur Nauthóll sé eina veitingahúsið af þessum sem ég hef komið á, nema ef vera skyldi að ég hafi í eina tíð álpast inn á (eða út á? Þetta eru jú staðir fyrir útibeit gesta) Agriturismo Le Coccinelle á Sardiníu. Á þá fallegu og kyrrlátu eyju kom ég einu sinni í fylgd með fyrirmennum Opel og annað skipti með liði frá Lancia og þessir karlar eru lagnir að tína upp góða veitingastaði fyrir gesti sína. Svo mikið er víst að í annarri hvorri ferðinni höfðum við staldur í Alghero, líklega Lancia-ferðinni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2011 | 11:29
Lést á Kvíabryggju
Sennilega á maður eftir að sitja í tugthúsi nokkur ár. Það væri skemmtilegur endir á æviferlinum. Lést á Kvíabryggju, verður sennilega sagt í dánartilkynningunni.
Og ég sem hélt að það væri skortur á tugthúsplássi á landinu.
En nú á að fara að dæma mann í tugthús ef maður skilar ekki þeim afgangi sem maður hugsanlega á í lok utanferðar. Ekki nóg með að yfirfærslan sé skömmtuð sem skítur úr hnefa áður en maður leggur af stað; sennilega verða settir upp sérstakir skannar á komustöðum til landsins til að gá hve margar evrur eða danskar krónur maður hefur ekki notað í þetta skiptið.
Ég haf venjulega komið með einhvern afgangs gjaldeyri eftir mínar utanreisur. Og geymt þær til síðari nota við þær aðstæður sem þær henta. Rétt eins og klippimiða fyrir strætó sem ég get svo notað afganginn af næst þegar ég kem þangað.
Ég verð að segja að mér finnst þetta fáránleg tillaga og hugsa að ég sé ekki sá eini sem muni hunsa þessi lög algjörlega ef þau verða að lögum, eða stofna mér bankareikninga ytra þar sem ég kem oftast (kominn á þann aldur að nenna ekki að vera alltaf að skoða nýja staði). Eða stinga þeim í umslag og senda einhverjum vini mínum í útlöndum í pósti honum til hagnýtingar eða geymslu fyrir mig eftir því sem við á.
Og svo er náttúrlega sjálfgert að hætta allri ferðalagavitleysu þegar maður verður kominn á Kvíabryggju, því sennilega fæst ekki ferðaleyfi þaðan til útlanda.
Er ekki annars ágætt að vera á Kvíabryggju? Góður matur -- og góðar dýnur í rúmunum?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.6.2011 | 19:31
Munurinn?
Eldsneytisverð lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.6.2011 | 13:07
Tómstundahlaup um afmarkaðan skika
Verð að viðurkenna að ég hef lítið gaman af boltasparki. Skil ekki af hverju þessi tómstundahlaup fram og aftur um afmarkaðan skika velta þeim milljónum ef ekki milljörðum sem raun ber vitni. Skil ekki heldur af hverju er verið að efna til leika milli íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og landsliðum annarra landa.
Allra síst Danmerkur.
Aftur á móti fékk ég hugmynd áðan sem ég hefði gaman af að sjá hrint í framkvæmd. Myndi þá kannski fara á völlinn sjálfur væri hún gripin á lofti. Hún er þessi:
Hafa leik milli íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og íslenska kvennalandsliðsins. Hið síðarnefnda hefur sýnt sig að vera -- innan sinna kynmarka að vísu -- frambærilegt á móti liðum annarra landa.
Ég held að það myndi velja íslenska karlalandsliðinu undir uggum. Ekki einu sinni víst að strákarnir myndu þora að fara fram móti stelpunum.
(Ég setti strákana í gæsalappir hér að ofan af því sumir þeirra eru víst langt í miðaldra.)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2011 | 12:43
Furðufuglar og söngfuglar
Kannski hefði ekki verið voða vitlaust að geta um heimaland Cherylar þessarar. Það er ekki allir með ævisögu söngfugla á hreinu fremur en furðufugla.
Lærifaðir minn á sínum tíma sagði eitthvað á þessa leið: Skrifaðu stutt, knappt, en láttu lesandann alltaf hafa grundvallar bakgrunn fréttarinnar. Það er ekki víst að hann hafi hann annars staðar frá.
Af hverju var Cheryl rekin? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2011 | 12:05
Á meðan fjölgar hvítum krossum
Kastljós RUV hefur undanfarin kvöld fjallað faglega um fíkniefnaneyslu með sérstakri áherslu á svokallað læknadóp, þe. vímugefandi lyf sem fást aðeins út á lyfseðil en ógæfumenn hafa lært að útvega sér með það fyrir augum að selja öðrum. Sigmar ræddi þessi mál við landlækni á dögunum og staðhæfði að hægt væri að fara til læknis fyrir hádegi og fá lyfseðil upp á svona lyf og svo til annars læknis eftir hádegi og fá annan lyfseðil, og svo áfram daginn eftir og jafnvel daglega alla vikuna, að mér skildist.
Þetta hrakti Geir Gunnlaugsson landlæknir ekki.
Á tölvuöld á að vera tiltölulega auðvelt að setja undir þennan leka.
Með því að samtengja tölvur lyfsala, til dæmis.
Lyfseðill er gefinn út á kennitölu og sendur út í loftið. Kennitalan getur síðan farið í hvaða apótek sem henni sýnist og vitjað seðilsins. Viðkomandi apótek kallar upp kennitöluna í tölvunni og þá kemur lyfseðillinn fram.
Hvernig væri að samtengja tölvur lyfsalanna? Ef sama kennitala kemur upp með fleiri en einn lyfseðil sama daginn, jafnvel innan 10 daga, ætti tölvan að blikka á það til viðvörunar. Þá væri hægt að bregðast við þegar í stað og athuga hvað væri í gangi.
Svona forrit er örugglega tiltölulega einfalt að búa til. Og jafnvel þó það væri ekki alveg einfalt er það örugglega hægt og nógu mikið í húfi til að réttlæta að það væri gert.
Líka væri hægt að samtengja tölvur læknamiðstöðvanna með sama markmið. Að tölvurnar sjálfar sæju þegar sama kennitala fær lyfseðla hvern ofan í annan, hvort sem það er frá sama lækninum eða frá mismunandi læknum.
Þessa hluti verður að vinna hratt og samstundis. Samanburður löngu seinna er til lítils gagns.
Á meðan fjölgar hvítum krossum í kirkjugörðunum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar