Misloðið hjá mér í dag

Sláttur er hafinn. Sú var tíðin að það þótti fréttnæmt og var sagt frá í stórum fjölmiðlum. Nú þykir þetta tittlingaskítur og ekki frásagnarhæft.

Slægjan mín er að vísu ekki stór á búmannlegan mælikvarða en þó í meira lagi þar sem kannski mætti alveg eins kalla jarðnæðið mini-búgarð eins og lóð.

Það var misloðið hjá mér í dag. Sums staðar var punturinn skriðinn en annars staðar nánast mosaþemba ennþá. Enda mosatíminn varla liðinn enn. Samt voru þetta einar 9 sláttuvélarkörfur af heyi. Jú, sláttuvélin er heldur af stærri gerðinni, samt ekki svo að ég geti setið á henni og þóst vera að slá með traktor. Ég verð að arka á eftir henni en hún er með drif á afturhjólunum svo erfiðið er ekkert óskaplegt.

Það kemur góð lykt af svona nýslegnu grasi.

Ég hef líka aðeins verið að fella tré og losa önnur við greinar sem ekki uxu eins og einlægast var. Í fáeina daga var gámur hér í hverfinu hjá okkur til að taka við svoddan úrgangi en nú er hann horfinn.

Maður verður að vera eldsnöggur ef maður ætlar að ná inn á þá örfáu daga sem hann fær að standa hér frammi við læk ár hvert.

Kannski hefur hans þótt meiri þörf annars staðar.

Á hverju vori langar mig að kurla þetta dót og nota innan búgarðs. En ég hef nokkrum sinnum reynt að leigja svoddan græjur, bæði hjá Húsó og Býkó, en þetta endemis drasl sem þó er leigt dýrum dómum er svo bitlaust að greinarnar koma út um óæðri endann á þeim japlaðar og marðar en ekki kurlaðar. Svo það er ekki um annað að ræða en koma þessu upp í Sorpu sem heldur er ekki nógu gott því það verður að lyfta greinunum svo hátt að það er varla á gamalmenna færi. Mér sýndist reyndar að sumir yngri kæmust að því fullkeyptu líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 306018

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband