Mishreint mjöl

Það er varla von að þessum blessuðum manni verði mikið ágengt í að leita sér hælis, ef hann þarf að sitja á annan sólarhring á berangri í því helliregni sem verður hefur á suðvesturhorni landsins síðustu sólarhringa áður en hann hefur burði til að leita sér skjóls.

Ekkert hefur komið fram um það hvað bar hann að Íslands ströndum eða undan hverju hann er að leita hælis frá Íran. Maður getur giskað á að það sé klerkaveldið. Og ég er ekkert hissa á því að hann skyldi vilja fá aurana sína aftur, en þeir munu hafa verið teknir til handargagns þegar yfirvöld landsins tóku loks á sig þá rögg að kanna mjölið í pokum hælisleitendanna, það mun hafa verið mishreint. Og mér finnst hann hefði átt að fá til baka amk. það af aurunum sem sannanlega -- eða líklega -- var sá skerfur sem „við skattgreiðendur“ höfum lagt í vasa hans dag fyrir dag þann tíma sem hann hefur setið hér ókannaður.

Svo ætti hann að gleðjast yfir því að loks væri verið að gera eitthvað í málum hans.


mbl.is Hælisleitandanum ekið heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þegar fólk (íslenskir skattgreiðendur) sem vinnur baki brotnu nær ekki endum saman en hælisleitendur á framfæri þeirra ná að "leggja fyrir" þá held ég að einhvers staðar sé pottur brotinn. Mölbrotinn. Nema þetta fé hafi ekki verið "sparifé" heldur eitthvað allt annað fé. Þá er þessi pottur orðinn mósaík.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 14.9.2008 kl. 12:33

2 identicon

Er annars nokkuð í íslenskum lögum um að þeim sem leita hér hælis sé bannað að eiga peninga? Ég skil ekki hvernig lögreglan getur bara vaðið inn og tekið af þessu fólki peninga svo framarlega sem ekki liggur fyrir rökstuddur grunur um að þeir séu illa fengnir.

Væri ekki ástæða fyrir lögregluna að gera ærlega rassíu hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum til að athuga hvort þeir hafi komist upp með þá svívirðu að leggja fyrir peninga af greiðslum frá heiðvirðum skattborgurum?

Jón Bragi (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 12:56

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Já, Jón Bragi, hælisleitendur skrifa undir drengskaparyfirlýsingu þess eðlis að þeir geti ekki framfleytt sér sjálfir. Þar er sá lagabókstafur sem bannar þeim að safna fé í laumi eða eiga það í felum. Ef þeir geta svo nurlað saman tugum eða hundruðum þúsunda af þeirri ölmusu íslenska ríkisins, sem þeir kjósa að lifa á, er sá pottur mölbrotinn, eins og Helga Guðrún segir.

Sigurður Hreiðar, 14.9.2008 kl. 13:01

4 identicon

Hvaða sannanir hefur þú fyrir þessari drengskaparyfirlýsingu? Hér í Svíþjóð eru allir flóttamenn sem bíða eftir afgreiðslu settir í flóttamannabúðir burtséð frá því hvort þeir hafi einhverja aura með sér.

Vilja menn endilega að þetta fólk sé svo gjörsamlega staurblankt að það geti ekki kostað sig út aftur eða komið undir sig fótunum á Íslandi allt eftri því hvað endalok þeirra mál fá?

Má ekki alveg gera ráð fyrir að sá sem selur allt sitt heima reyni að komast með svo mikið af peningum og mögulegt er uppá framtíðina?

Jón Bragi (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 13:17

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hér heima á Íslandi er búið að lýsa því af opinberri hálfu hvernig tekið er á móti hælisleitendum, Jón Bragi. Ef þær lýsingar eru ekki viðunandi sannanir er ég mát.

Sigurður Hreiðar, 14.9.2008 kl. 14:39

6 identicon

Er hægt að komast í þessar lýsingar einhvers staðar?

Jón Bragi (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 15:44

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Jón Bragi, ég býð þér að lesa hérna nokkrar staðreyndir um hælisleitendur: www.blekpennar.com

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 14.9.2008 kl. 16:03

8 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Fróðlegur pistill þinn, Helga Guðrún! Jón Bragi: þú hlýtur að geta hlustað á útvarpið, gegnum tölvuna ef ekki vill betur til.

Sigurður Hreiðar, 14.9.2008 kl. 17:16

9 identicon

Já ég er búinn að lesa þessa dæmalausu skýrslu um fáeina af mörgum hælisleitendum en þú vilt greinilega láta í það skína að svona séu þeir allir.

Dæmi: " Hann var handtekinn í tilteknu Evrópuríki og endursendur til Íslands vegna brota hans á útlendingalöggjöf í því ríki og gegn broti á endurkomubanni er jafnframt var þar í gildi gagnvart honum" Skilur einhver þetta?!

Þessi skýrsla dómsmálaráðuneytisins er uppfull af fordómum og ósönnuðum kjaftasögum og bara almennu óskiljanlegu bulli. Og svo þetta: “…þeim vísað brott og bönnuð endurkoma til Íslands. Ekki var hægt að framkvæma flutning þeirra þar sem öflun ferðaskilríkja tókst ekki. Aðilarnir fóru að lokum af sjálfsdáðum eftir að hafa verið hér í rúmt ár. Þeim var boðið að fá atvinnu- og dvalarleyfi en neituðu því staðfastlega…” Er alltso bæði hægt að vísa mönnum á brott og banna þeim endurkomu jafnframt því sem þeim er boðið atvinnu og dvalarleyfi…? Nei þetta er bara venjulegt Björns Bjarna kjaftæði.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 18:01

10 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég hef ekki látið skína í eitt eða neitt. Það sem ég segi segi ég beinum orðum. Til dæmis að mér finnst þetta Jóns Braga kjaftæði heldur leiðinlegt og einfeldningslegt og mun ekki fjölyrða það frekar, þó IP tala sé skráð.

Sigurður Hreiðar, 14.9.2008 kl. 18:17

11 identicon

"en þú vilt greinilega láta í það skína að svona séu þeir allir." Þessu var reyndar beint til Helgu Guðrúnar.

"þó IP tala sé skráð"? Hvað áttu við með því? Segðu mér það með þínum frægu "beinu orðum"!

Jón Bragi (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 18:35

12 Smámynd: Yngvi Högnason

Alveg er það merkilegt, þegar einhverjum kjánanum dettur í hug að blaðra í athugasemdadálkum,þá getur hann ekki komið fram undir nafni.Heldur kalla þeir sig ýmsum nöfnum eins og t.d.:nábítur, viðrini,þjóðarsál eða kannski Jón Bragi. Skil ég vel að enginn nennir að taka mark á svona kjánum.

Yngvi Högnason, 14.9.2008 kl. 22:43

13 Smámynd: Quackmore

Ég held alveg áreiðanlega að fólk sem fær s.k. hæli hér á landi (en ekki bara atvinnu- og dvalarleyfi) vegna aðstæðna í heimalandi fái framfærslu (húsnæði, mat, íþróttaiðkun barna, leikskóla, o.fl. þessháttar) greidda af íslenska ríkinu fyrsta árið.

Þess vegna er það líklega eftirsóknarverðara að vera hælisþegi fremur en venjulegur launþegi sem þarf að standa í sama strögglinu og við hin, og spurning hvort þeir sem sætta sig ekki við að fá þó dvalar- og atvinnuleyfi (án ríkisstyrkja) séu hér kannski bara á þeim forsendum að láta einhverja halda sér uppi. Það er alveg skiljanlegt að fólk á flótta vilji taka með sér eins mikið af eignum og reiðufé og það getur, en það er spurning hvort hægt sé að gera þá kröfu á erlent ríki að það kosti uppihald manns í fleiri fleiri mánuði þegar maður hefur fé til þess sjálfur?

Jón Bragi: Hælisleitendur sem neitað er um hæli kosta sig ekki út aftur sjálfir, það er ég alveg viss um. Ef það ætti að senda þig úr landi gegn þínum vilja, myndirðu þá draga upp veskið og bjóðast til að borga farið sjálfur?

Quackmore, 14.9.2008 kl. 23:30

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er augljóst að Jón Bragi er enginn kjáni þó einhverjir séu honum ósammála. Að skrifa ekki undir fullu nafni gerir menn ekki sjálfkrafa að kjánum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.9.2008 kl. 00:24

15 identicon

Takk fyrir stuðninginn Sigurður og ef það skiptir máli uppá umræðuna þá heiti ég Jón Bragi Sigurðsson og finnst það ekkert kjánalegra nafn en að heita t.d. Yngvi Högnason.

Ég kysi heldur Sigurður Hreiðar að þú svaraðir mér málefnalega heldur en að sitja í einrúmi og skemmta þér við að rýna í IP-töluna mína.

Að öðru leiti vil ég segja, með fullri virðingu fyrir Njarðvíkingum, að ef ég væri á þeim buxunum að finna mér einhvern stað í heiminum til þess að geta þar lifað lúxuslífi á kostnað annarra þá held ég einhvern veginn að Njarðvík væri sá staður sem mér dytti síðast í hug...

Jón Bragi Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 06:10

16 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Mér dettur ekki í hug að fara að svara fyrir skýrslur ráðuneyta, hvorki málefnalega né öðru vísi, né heldur manni sem lætur frá sér „málefnalegt“ kjaftæði á borð við „Nei þetta er bara venjulegt Björns Bjarna kjaftæði.“ Og lítið segir það mér umfram IP tölu þína, Jón Bragi, þó faðir þinn reynist nafni minn.

Rétt er það, Sigurður Þór, að það gerir menn ekki sjálfkrafa að kjánum að skrifa ekki undir fullu nafni, en ólíkt þykir mér betra að vita við hverja ég tala. Hygg það muni eiga við um þig líka.

Sigurður Hreiðar, 15.9.2008 kl. 08:41

17 Smámynd: Yngvi Högnason

Nú er ég búinn að lesa fyrri athugasemd mína sautján sinnum og ekki get ég séð þar að ég segi eitt nafn kjánalegra en annað.En sá er ég sagði kjánalegan þar hefur sýnt það hér og á öðrum bloggsíðum að ég var ekki að fleipra.

Yngvi Högnason, 15.9.2008 kl. 10:02

18 identicon

Enda hefur enginn verið að halda því fram Yngvi. Þú tekur alla vega það mikið mark á mér að þú nennir að vera að strögla hérna

Jón Bragi Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 14:00

19 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Heill og sæll, Sigurður Hreiðar, góður pistill að vanda. 

Mig langar til þess að bæta aðeins við, ef Jón Bragi vinur okkar gæti eitthvað af því lært, að sorglegasta dæmið sem upp kom í þessari umræddu rassíu varðaði ungu kínversku konuna, sem var send hingað til geymslu og á  framfærslu íslenskra á meðan mansalsmaðurinn "hennar" var að útvega vegabréf  svo hún gæti hafið "störf sín " einhvers staðar úti í Evrópu.

Kolbrún Hilmars, 15.9.2008 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband