Ljósmæður og sprúttsalar

Þegar nærkonur landsins krefjast þess að staðið sé við gamalt fyrirheit um að menntun þeirra sé metin að verðleikum er það kallað krafa um hærri laun. Sem kannski er tvær hliðar á sama peningi en þó stigsmunur á: ef ég vil fá hærri laun bara af því ég er orðinn leiður á þeirri hungurlús sem ég fæ er það krafa um hærri laun, ef ég vil fá meira fyrir vinnu mína af því ég hef orðið að leggja meira á mig til að afla mér þeirra réttinda sem þarf til að stunda hana er það leiðrétting en ekki launahækkun og hann Gvendur á Eyrinni sem ekkert hefur gert til að bæta getu sína og auka færni á engan rétt á leiðréttingu út á mína menntun. 

Sem sagt: Þó yfirsetukonurnar fái menntun sína viðurkennda í launum er engin ástæða til að það sama gangi yfir allan skala. Í gömlu starfsmati stóð að starf ljósmóður og afgreiðslumanns í vínbúð væri metið að jöfnu. Nú fær engin að verða ljósmóðir, nærkona eða yfirsetukona án þess að hafa 6 ára menntun til þess að baki -- gildir hið sama um sprúttsala ríkisins?

Og enn um ljósmæður: í útvarpinu í gær 11.09.09 fór fréttamaður í heimsókn á Fæðingardeild LHS. Í inngangi fréttarinnar sagði hann að svo og svo mörg börn hefðu fæðst síðan verkfall ljósmæðra hófst kvöldið áður -- ætli þau hafi verið 12? -- og bætti svo við að þar að auki væri fimm konur í fæðingu.

Hmm? Voru konur í fæðingu? Ef fimm konur voru þá stundina að fæða voru fimm börn í fæðingu. Og þó það hefðu allt verið stúlkubörn var of mikið að segja að fimm konur væru í fæðingu. Hvítvoðungarnir eiga allnokkurn þroskaferil eftir áður en þeir geta kallast konur.

En vonandi er viðunandi samningur við ljósmæður landsins í fæðingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Góður punktur, Sigurður. Launahækkun og launaleiðrétting er ekki hið sama. Meint launaskrið í kjölfar hækkunar hjá einni stétt á því ekki við í þessu tilfelli. Hvað er hann Árni annars að hugsa?

Já, fimm konur í fæðingu... Hver man ekki eftir textanum :Ég vil að börnin fái að fæðast stærri...?

Emil Örn Kristjánsson, 12.9.2008 kl. 15:57

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

"Ég vil að börnin fái að fæðast stærri."  Þetta myndu bara karlmenn segja. Við mömmurnar segjum bara: "Áts! Plís, nei!"  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.9.2008 kl. 02:57

3 Smámynd: Yngvi Högnason

Þegar fjallað er um launamál og samningafundi er það yfirleitt á þann veg að samninganefnd á vegum ríkisins er hinn vondi í málinu. Mér finnst samt alltaf að eitthvað hljóti að vera að þegar ekkert gengur í viðræðum.Hvort sem að um er að ræða launahækkun eða leiðréttingu. Er ekki hægt að fá menn í þessa nefnd sem að gera bara eins og krefjendur vilja og eru ekki með neitt múður?Það gengur ekki ár eftir ár að hafa svona vonda,já alvonda, menn í þessari samninganefnd sem að gera ekki strax eins og um er beðið. Ég geng nefnilega út frá því að ætíð er komið að þessari nefnd,eingöngu með kröfur sem að eigi bara að samþykkja.Umyrðalaust.Eða hvað?

Yngvi Högnason, 13.9.2008 kl. 05:15

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Það eru eldgömul vísindi, Yngi, að aldrei veldur einn þá tveir deila. En þegar kjaradeilur eru annars vegar er oft að mestu ljóst þegar í upphafi hvernig samið verður að lokum, eftir miklar yfirlegur og vandræði fyrir marga, og því óskiljanlegt hve langan tíma þetta þarf að taka. Ég hygg að ljósunum sé ljóst að þær ná ekki fyllstu kjarabót í einu skrefi og því muni þær taka því að fá ca. 75-80% ítrustu krafna núna, en því vill hin vonda samninganefnd ekki una, enda eru víst fáar konur í henni.

Það verður þó útfallið að lokum.

Sigurður Hreiðar, 13.9.2008 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband