8.6.2008 | 11:31
Kústskaftsdóttir
Ekki veit ég hvernig á því stendur en þegar ég vaknaði í morgun (ég vaknaði ekki „upp" því ég er ekki uppvakningur, held ég) og nennti ekki að reisa höfuð frá kodda strax rifjaðist upp fyrir mér hvað krakkar geta verið skemmtilega rökréttir. Einhverju sinni var kona nokkur Gústafsdóttir á sama stað og eldri dóttir mín og jafnaldra hennar á sama stað -- ætli þær hafi ekki verið svona 6 ára? Nafnið Gústaf var þeim báðum framandi en þær horfðu á konuna háa og tággranna og slógu því föstu án frekari málalenginga að hún væri Kústskaftsdóttir og þar með hafði föðurnafn hennar fengið skiljanlega merkingu. Fleiri nöfnum hagræddu þær að sínum barnaskilningi þarna á þessum stað en ég hirði ekki að tilgreina þau að sinni.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Man eftir mínum syni þegar við sögðum honum að einhver væri hjá Hirti, hann var öskureiður yfir því að við skyldum uppnefna Hjört hann heitir Hjörtur en ekki Hirti !!!!!
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 8.6.2008 kl. 11:51
Ómetanlegar elskur.
Já, oftast ræður rökhugsunin þegar merkingin er þeim framandi: Hvaða nafnleysa er líka Rakel (mér þykir fallegt nafn, en) - ein sagði hana heita "Rakvél" Önnur kona hét hjá henni "Olía" (Oliva, færeysk) - Ásbjörn varð "Ísbjörn".
Það ætti nú að bókfæra eitthvað af þessum gullmolum, að ekki sé minnst á misskilning á ljóða- og/eða lagatextum. Gaman væri að sjá e-u af þessu safnað saman t.d.: "Við leiðið hans lága, þar leysast ..." > Þá leið yfir lávarð. "... því ræningjar oss vilja ráðast á" > Því ræningjahross vilja ráðast á (ekki vildi ég mæta slíku stóði) : Að lokum bænin: "Það er vor, þú sem ert..."Beturvitringur, 8.6.2008 kl. 23:11
Eins og þér er nú auðvitað kunnugt þá ber einn af þínum gömlu skólafélögum nafnið Þráinn. Eitt sinn var dóttir hans, þá líklega fimm eða sex ára, nálægt útvarpstækinu og var þar verið að lesa tilkynningar. Þetta var á árunum í kringum 1970 og voru þá oft lesnar tilkynningar undir fororðunum "frá hinu opinbera". Þá segir hún eitt sinn við mig "mamma, hvað þýðir eiginlega þráinn opinbera?"
Ruth Fjeldsted (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.