7.6.2008 | 14:32
Huldukona með ippi
Á visir.is stendur í dag að Paul Newman sé kominn á banaleguna. Leggst fólk ekki banaleguna en fer ekki á hana??? Mér þætti vænt um að fá svar frá þér kæri Sigurður. Bestu kveðjur Anna
Þetta fann ég í athugasemd hjá mér og þó ég þekki ekki þessa Önnu (held ég, því hún er bara huldukona með ippi(=IP-tölu) gefur þetta mér tilefni til að víkja frá verkefni dagsins og blogga lítið eitt um banaleguna. Ég á eiginlega aldrei leið á vísi-punkt-is þannig að ég veit lítið um hvar þar stendur, en þykir sorglegt að heyra að Paul Newman skuli vera lagstur banaleguna -- því ég er sammála Önnu um að það sé viðeigandi orðalag þegar einhver er að berja nestið og lagstur á banabeð.
Beturvitringur sem bloggar undir nafninu ylhyra.blog.is nefnir nokkrar ambögur á bloggi sínu í gær sem mér þykir fáránlegar flestar -- þó er ég ekki alveg viss um hvað hún finnur athugavert við að vera með farþega innanborðs. Væri ég farþegi á skipi (sem mér er að vísu ekki mikið um gefið) vildi ég heldur vera þar innan borðs en utan.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef nú heyrt margt en aldrei það að einhver sé "að berja nestið" sem lagstur er banaleguna. -Veistu hvaðan það er til komið?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.6.2008 kl. 14:57
Að berja nestið -- ég veit ekki nákvæmlega hvaðan af landinu það er, en menn börðu sér hertan fisk til að hafa í nestið áður en þeir lögðu í langferðir. Þaðan í frá er þetta notað um þá sem lagstir eru banaleguna -- enda ekki vitað um öllu lengri ferðir en þá sem þá er framundan.
Sigurður Hreiðar, 7.6.2008 kl. 18:07
Sæll Sigurður,
æi, ég sá/sé ég ekki að "far"-þegi geti verið annars staðar en "innan-borðs" (nema e.t.v. þegar hann er í fangi fallhlífarstökkvara eða þ.u.l.) og burtséð frá því finnst mér alveg nóg að vera með "farþega" a
Kannski voru þetta hártoganir hjá mér :)
Beturvitringur, 8.6.2008 kl. 09:14
Sæll Sigurður
Tek undir athugasemd nöfnu. Þetta með að berja nestið þekki ég ekki, en þegar góður kennari minn var að deyja fyrir allt of mörgum árum, þá sagði mamma við mig: ,,Nú, er hann Ólafur að kroppa í nestið" og átti við að hann lægi banaleguna. Held að hún hafi notað þetta orðalag oftar, en þetta er mér minnisstætt. Hún er sunnlendingur og Borgfirðingur að ætt, af séra Árna kynininu, sem er mjg áhugasamt um íslenskt mál og alin upp við mjög mikla málvöndun, þannig að mér finnst líklegt að hún hafi þetta frá góðu fólki :-)
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.6.2008 kl. 11:03
Þakka fyrir þessar athugasemdir. Ég kýs helst að vita hverjir viðmælendur mínir eru, en ef þeir eru kurteisir eins og Anna með ippið tek ég því með jafnaðargeði, og já, Anna, mér líður alveg ágætlega, enda ekki annað hægt að sólbjörtum sunnudagsmorgni með 16° hita í forsælunni. Þakka þér fyrir að spyrja.
Anna mín Ól (sem ég veit vel hver er), þetta afbrigði að „kroppa í nestið" hef ég aldrei fyrr heyrt eða séð. Og þykir í raun eðlilegra að nesta sig til langferðarinnar, t.d. með því að berja nokkra harða fiska sem eru hið ágætasta ferðanesti. -- Kveðja í Ungverjalandið -- og gleymdu ekki að fá þér ungverska gúllassúpu meðan þú ert í færi.
Sigurður Hreiðar, 8.6.2008 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.