Með hryðjuverkatákn á hausnum

Það er spurning hvort ekki þarf að veita þessum mönnum varanlega hvíld. Fá þeim önnur störf að vinna en ráða á bílana menn sem ekki telja hag sínum best borgið með því að skemma fyrir almenningi.

Þeir sem eru hinir raunverulegu viðsemjendur bílstjóranna í hvíldartímamálinu sitja náðugt í sínum stólum og kemur ekki hót við hvort umferð er stífluð hér eða þar, eða hvort flautað er á forseta þjóðarinnar eða hvort baráttumaður bílstjóranna vefur hryðjuverkatákni um höfuð sér. -- Það verður þó líklega seint um hann sagt að hann villi á sér heimildir…


mbl.is Bílstjórar „taka hvíldartíma"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan dag, Sigurður !

Það er skömm, að þínum skrifum ! Ertu; af þrælum kominn ?

Þú ættir, að biðja bifreiðastjórana  afsökunar.

Með snautlegum kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 11:37

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Í hverju liggur skömmin, Óskar Helgi? Í því að kunna ekki að meta að saklaust fólk sé tekið í gíslingu? Skýrðu mál þitt!!

Sigurður Hreiðar, 23.4.2008 kl. 11:43

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst ómaklega vegið að heiðri þínum Sigurður.

Já þetta er ekki nógu gott. Þungaflutningabílstjórnarnir sem hafa verið í þessum aðgerðum mættu taka sér Gandhi til fyrirmyndar: Með ósköp friðsamlegum mótmælum knésetti hann heilt heimsveldi!

Ofbeldi á sér enga formælendur.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 23.4.2008 kl. 11:45

4 identicon

Sigurður og Guðjón !

Vaknið þið; í hvaða fílabeinsturni búið þið ?

''Skýra mál mitt'' ? Hvað áttu við Sigurður ? Hvar hefir þú búið, undanfarin ár ?

Bifreiðastjórar stjórna ekki aðgerðum lögreglu, svo þið komið því, inn fyrir hugskot ykkar ! Hvaða stjórnarfar, hefir ríkt hér, að undanförnu ? 

Vaknið !

Með enn; þurrlegri kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 12:02

5 identicon

Sæll Sigurður,

mig langar að varpa fram einni spurningu og hún er sú að hvar hyggist þér finna menn sem munu sáttir una við það að búa við ein verstu kjör manna í samskonar rekstri í heiminum?

Hvernig er hægt að segja að mennirnir sem stöðva umferð séu að skemma fyrir almenningi en segja svo í annarri setningu að "við almenningur" stjórnum landinu, að við kjósum jú yfir okkur þau stjórnvöld sem ríki. Ég get ekki séð aðgerðir vörubifreiðastjóra á annan hátt en sem þrýsting á landsmenn að láta í sér heyra, að segja þeim stjórnvöldum sem við kusum að við séum ósátt við stöðu mála eins og þau eru. Krefjast úrbóta.

Hvað hvíldartímann varðar verða stjórnvöld að velja og hafna, annað hvort að undanskilja bifreiðastjórana frá hvíldartímaákvæðinu eða að útvega þeim aðstöðu til þess að geta hlítt henni.

Einhverjir færa þau rök að ekki megi gefa eftir hvíldartímaákvæðið en þá gleymist að hugsa fyrir því að það er ekkert sem segir að mönnum sé skylt að sofa ákveðið lengi hvern sólarhring. Einn spurði hvað fólk segði ef flugmönnum væri líka heimilt að brjóta gegn hvíldarákvæðum, hvað ef flugmenn mættu fljúga tvær ferðir til Köben sama daginn tvisvar í viku og þar fram eftir götunum. Gleymist þá ekki að hugsa fyrir fólki sem vinnur yfirvinnu og keyrir svo heim til sín? Hvað með fólk sem vinnur 8 tíma vinnudag, þarf að vinna 6 tíma yfirvinnu einn daginn og keyrir svo heim? Á að banna það líka? Nei, því fólki er treyst til þess að meta hvort það er hæft til að aka bifreið eða ekki... Hvers vegna er ekki hægt að treysta atvinnubifreiðastjórum til að gera slíkt hið sama?

My point is... það er ekki allt svona svart og hvítt!

Lifðu vel, Íris.

Íris (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 12:19

6 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þú hefur ekki skýrt mál þitt, Óskar Helgi, bætir aðeins á svigurmælum. Þú kemur þó fram undir fullu nafni og það virði ég. Bifreiðastjórar stjórna ekki aðgerðum lögreglu. Það er rétt. Það gera lögbrjótar held ég aldrei. Talaðu skýrar og segðu mér í hverju skömm mín liggur eða eigðu skömm sjálfur.

Sigurður Hreiðar, 23.4.2008 kl. 12:44

7 identicon

Sigurður !

Skömm þín liggur í; að vera gersamlega úr tengslum, við atburðarásina í þjóðlífinu, undanfarin misseri, sem og að vera samþykkjandi gerræðis þess stjórnarfars, sem hér ríkir, eins og ráða má, af fyrztu færzlu þinni.

Hverra er ''varanlega hvíldin'' Sigurður ? Er það ekki duglausra stjórnmálamanna, hverjir sannast, að vera óhæfir sinna hlutverka ?

Við þurfum skikkanlega utanþingsstjórn, mætra manna- og kvenna, ekki þessi flón, sem mynda núverandi ''stjórnar'' meirihluta. 

Með hálfu þurrari kveðjum, á ný / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 13:19

8 identicon

Sæll; á ný, Sigurður !

Árni Guðmundsson ! Líklegast; er einkar þægilegt, að þegja sannleikann í hel, og stinga höfðum í sand, en, ............ það leysir engan vanda. Hugði; að þú Árni, hefðir lært af ýmsum þeim, sem hafa verið að segja þér til, hér á spjallsíðum Mbl., um algengasta, og skikkanlega framgöngu, í orðræðu allri.

Þótt þú vegir að mér, hér hjá Sigurði, þá sýnir það bezt, hvaða mann þú hefir að geyma. Að minnsta kosti fer ekki mikið, fyrir réttlætiskennd, í þínum ranni. Ég er nú svoddan miðalda - þurs, að ég ætlaði lengi vel, þjóðfélag okkar, mannlegra, en á daginn hefir komið.   

Skúli Skúlason stendur, jafnréttur eftir, orrahríð liðinna daga.

Sigurður Hreiðar ! Afsakaðu; illhryssing minn, í þinn garð, hér að ofan. Átti alls ekki, að beinast að þér, persónulega, miklu fremur, þeim undirtektum þínum, sem viðhorfum, til aðgerða bifreiðastjóranna. Getur hvesst, hressilega, hjá okkur Kveldúlfs niðjum, þá á lítilmagnann er hallað, að nokkru. 

Með kveðjum, á ný / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 14:33

9 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Kursteislegar afsökunarbeiðnir tek ég alltaf til greina, Óskar Helgi. En vita máttu að það er sitt hvað að hafa samúð með tilteknum málstað og að samþykkja þær aðferðir sem beitt er. Vænti að þú skiljir það. Ef frekari skýringa er þörf bend ég þér á athugasemd frá mér á bloggi Sigurðar Þórs Guðjónssonar, nimbus.blog.is.

Sigurður Hreiðar, 23.4.2008 kl. 15:26

10 identicon

Sæll; á ný, Sigurður !

Þakka þér; drengileg viðbrögð, en,...... að minni hyggju, munu skoðanir okkar verða skiptar enn, í þessum efnum. Að líkindum ræður þar, sterk þjóðernis- sem réttlætiskennd mín, að nokkru.

Mun samt; lesa athugasemd þína, á spjallsíðu Sigurðar Þórs.

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 19:27

11 Smámynd: Sævar Helgason

Þessir trukkabílstjórar hindruðu ferð mína um Hafnarfjarðarveg í á aðra klukkustund- ekkert hef ég gert þeim .

Þarna vorum með mér á annað þúsund manns (bílar ) - ekkert hafði það með þessi hvíldarmál þessara trukkabílstjóra að gera.

Hávaðaárás þeirra á forseta okkar og gesti hans frá Palestínu-  eru þeir aðilar að þessu hvíldatímaákvæði þessara trukkbílstjóra ?

Nú fá nokkrir þeirra að njóta hvíldar í steininum og trukkarnir þeirra hafa verið fjarlægðir úr umferðinni.

Er ekki orðið alveg tímabært að þessir trukkakarlar láti af þessum ólátum ?

Þetta er orðið heldur hvimleitt  og alveg ljóst að engu ná þeir að þvinga fram í styttingu á hvíldartíma- það atriði er stórt öryggismálfyrir okkur, hinn almenna ökumann að þessir menn séu ekki örvita af þreytu í umferðinni.

Sævar Helgason, 23.4.2008 kl. 21:44

12 identicon

Nú er hann stríðsbjörn(Björn Bjarnason) örugglega að skála í kampavíni til að fagna því að loks er hægt að nota þessa sérsveit á móti landslýðnum, sem hann er búin að vera að stofna til á undanförnum árum. Hann er búinn að eyða ótöldum milljónatugum í að kaupa alls konar varnarskyldi og piparúða handa þessum "wannabee counter terrorism" sérsveitarmönnum. BB vill endilega fjölga í þessu liði og stofna her það er hans draumur. Á meðan þurfum við saklaus landinn að sitja og standa eins og þessir herrar segja. Ef við vogum okkur til að mótmæla erum við miskunalaust barðir niður í svaðið "a la USA". Við erum víst búnir að kjósa þessi ósköp yfir okkur því miður og lítið sem við getum gert í því núna. Mikið vildi ég gefa fyrir að sjá þennan svokallaða "hættuleasta mann íslenska lýðveldisins" burtu úr pólitíkinni. Það væri virkilega ástæða til að lyfta glasi og drekka kampavín. . Með einlægri ósk um að landslýður sjái sér fært um að styrkja og styðja hetjur okkar á flutningarbílunum. Kveðja Þorvaldur.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 01:11

13 identicon

Eru allir búnir ad gleyma hvad BB fêkk margar útstrikanir í sídustu kosningum????

Eddi (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 02:11

14 Smámynd: Björn Júlíus Grímsson

Góðan dag og gleiðilegt sumar.

Ég veit ekki hvenær það er flokkað sem hriðjuverk að fólk komist ekki leiðar sinnar á 80 kílómetra hraða, allstaðar sem þessir menn eru að stoppa hafa verið hjáleiðir sem hægt hefur verið að nota ef fólk vildi.  Mér finnst það nokkuð merkilegt ef þetta teljast hriðjuverk er það þá sjálfsmorðsárás þegar fólk lætur lífið í bílslysum og stoppar alla umferð í nokkra klukkutíma. 

Það er engin gíslataka að vera lengi á leiðini eithvert frekar en það sé gíslataka fyrir bílstjóra að þurfa að taka hvíldartíma undir Esjuni í staðin fyrir að fá að klára ferðina niður í sundahöfn legja bílnum og halda heim til fjölskyldunar og hvíla sig í faðmi þeirra.

Kv Björn Júlíus. 

Björn Júlíus Grímsson, 24.4.2008 kl. 10:51

15 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Happy Summer

Gleðilegt sumar til þín og allrar þinnar fjölskyldu, yndislegi bloggvinur. Takk fyrir að vera þarna, ég lít ekki bara upp til þín með aðdáun og verðskuldaðri virðingu fyrir störfum þínum og verkum, heldur þykir mér bara afskaplega vænt um þig líka!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.4.2008 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 305962

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband