Verst aš mašur veršur aš velja eitt

Ef mašur er svo heppinn aš komast upp eftir įrunum viš sęmilega heilsu og nęr žvķ aš fį žaš sem ķ žżddum frįsögnum heitir eftirlaun en į ķslensku eitthvaš fyrir ellilķfeyris- og örorkužega (gamalt fólk og öryrkjar eru alltaf sett saman ķ eina kippu) stendur ekki į tilbošum af żmsu tagi: lęra śtskurš og postulķnsmįlun eša fara ķ feršalög til Fęreyja eša Gręnlands eša jafnvel upp ķ Kįrahnjśka sem enn kvįšu standa upp śr žó bśiš sé aš sökkva umhverfi žeirra. Allt ugglaust góšra gjalda vert

En

Stórum įhugaveršara žykir mér nįmskeiš sem bošaš er ķ Reykholti ķ Borgarfirši dagana 19.-23. maķ nk - eša réttara sagt syrpa af nįmskeišum: Ķ samvinnu viš Snorrastofu veršur bošiš upp į nįmskeiš ķ sögu Snorra Sturlusonar. 1. Fariš veršur ķtarlega ķ sögu Snorra Sturlusonar, sagt frį rannsóknum, gengiš um svęšiš og fleira og allt ķ leišsögn fęrustu vķsindamanna į žessu sviši. 2. Nįmskeiš ķ leikręnni tjįningu žar sem byggt veršur į ķslenskri sagnahefš. 3. Nįmskeiš ķ jóga žar sem fariš veršur ķ fręšin aš baki jógaiškun, mataręši og lķfsstķl og kenndar żmsar ęfingar.

Glęsileg nįmskeiš, finnst ykkur ekki? Verst aš mašur veršur aš velja eitt en getur ekki veriš meš ķ öllum. Ekki ķ sama skiptiš, en ef žetta gengur vel veršur sagan endurtekin.

Gist veršur į Fosshótelinu ķ Reykholti meš fullu fęši og öšru hóglķfi allan tķmann.

Fyrir utan žessa megindagskrį verša kvöldvökur tvö kvöldin og mį af lķtillęti geta žess aš ég hef tekiš aš mér aš skipuleggja og sjį um ašra kvöldvökuna. Aš auki standa svo til boša öll žęgindi hótelsins ķ Reykholti ef einhver skyldi ögn žurfa aš komast ķ slökun eša bara góšan heitan pott inn į milli dagskrįrliša (eša skrópa pķnulķtiš...)

Um žetta allt getiš žiš lesiš nįnar į heimaslóšinni http://www.hugleidir.is/ en Hugleišir er einmitt fyrirtękiš sem bżšur žetta forvitnilega nįmskeiš.

Kannski sjįumst viš ķ Reykholti?


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Helga Gušrśn Eirķksdóttir

Žś lętur žetta nś bara hljóma svo spennandi aš mašur finnur hjį sér ótķmabęra tilhlökkun!

Eins og įrin žjóti žó ekki hjį į óbęrilega skömmum tķma...  En kvešjur ķ Reykholt.

Helga Gušrśn Eirķksdóttir, 21.4.2008 kl. 01:11

2 Smįmynd: Helga Gušrśn Eirķksdóttir

PS. Mį til meš aš skjóta žvķ aš hér aš ég hlustaši į spjalliš ykkar Markśsar ķ morgunśtvarpinu į Sögu ķ morgun. Aldeilis frįbęrt aš heyra ķ žér žar, žįtturinn hefši bara mįtt vera miklu lengri žvķ žaš var svo gaman aš hlusta. Missti aš vķsu af fyrstu mķnśtunum, en ętla aš hlusta į žįttinn endurfluttan nśna kl 8.

Kvet alla sem tök hafa į til aš hlusta!  

Helga Gušrśn Eirķksdóttir, 21.4.2008 kl. 19:42

3 Smįmynd: Siguršur Hreišar

Žakka žér fyrir žetta, Helga Gušrśn. -- Žetta nįmskeiš ķ Reykholti er ķ raun viš allra hęfi žó aš žaš mišist aš einhverju leyti viš žį sem komnir eru į efri įr af žvķ žaš er ekki öllum hent aš eiga lausa heila vinnuviku.

-- Žetta var ósköp žęgileg morgunstund meš Markśsi. Hef aš vķsu ekki hlustaš į hana sjįlfur en var óstressašur og vona aš žaš hafi skilaš sér.

Kv.

Siguršur Hreišar, 22.4.2008 kl. 10:50

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Fęrsluflokkar

Maķ 2024
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nżjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband