Skattfrjálst að lauma lítilræði að Ómari. . .

Ekki skal ég tala illa um Fésbók (sem ég hef viljað kalla Smettu eða Trýnu). Eflaus hentar hún einhverjum en hún er of torskilin fyrir mig -- kannski bara af því ég nenni ekki að kafa ofan í hana og skoða til hlítar.

Nú hefur verið efnt til afmælisfagnaðar fyrir Ómar Ragnarsson á Smettu, að því ég heyri og les hér og hvar, og lagt til að hver landsmaður gefi honum þúsundkall á sjötugsafmælinu sem viðurkenningu fyrir framlag hans til umhverfismála. Ég hef gegnum tíðina sett nokkur spurningarmerki við ágæti Ómars á því sviði, en engin spurningarmerki við hann sem skemmtikraft og magnaðan einstakling. 

Vil gjarnan gefa honum þúsundkall í afmælisgjöf á sjötugsafmælinu 16. september fyrir afrek hans á því sviði. Eða einfaldlega af því hann á sjötugsafmæli og við höfum þekkst (mismikið þó) í hálfa öld eða svo.

Þegar ég þóttist leita eftir því í Smettu hvernig ég gæti komið gjöf minni til hans rakst ég á söfnunarreikninginn fyrir afmælisgjöfinni. Með því að gefa á þennan reikning fær Ómar afmælisgjöfina beint til sín, ómerkta einhverjum sérstökum afrekum:

kt. 160940-4929. Banki 0130, höfuðbók 26, reikningur nr. 160940.

Í framhaldi af þessu fór ég að hugsa: Eru afmælisgjafir skattfrjálsar? Einhver sagði mér að það gæti ráðist af verðmæti þeirra. Samkvæmt nýjustu tölum sem ég hef séð eru komnir á Smettu eitthvað upp undir 5000 manns sem ætla að rétta vininum þúsundkallinn, sem sagt 5 millur í allt. 

Sem ætti kannski að vera skattskylt. Væri það ef ég gæfi honum fimm millur. En ef ég get honum skitinn þúsundkall. Ætti það að vera skattskylt? Mér finnst það fráleitt. 

Niðurstaðan er sú að skattmann geti ekki með nokkur móti látið það bitna á Ómari að hann eigi svona marga vini, sem vilja lauma að honum lítilræði hver fyrir sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"II. kafli. Skattskyldar tekjur. ...

7. gr. ... A. ... 4. Verðlaun og heiðurslaun, vinningar í happdrætti, veðmáli eða keppni. Beinar gjafir í peningum eða öðrum verðmætum, þar með talin afhending slíkra verðmæta í hendur nákominna ættingja, nema um fyrirframgreiðslu upp í arf sé að ræða.

Undanskildar eru þó tækifærisgjafir, enda sé verðmæti þeirra ekki meira en almennt gerist um slíkar gjafir svo og verðlitlir vinningar í almennum happdrættum og keppnum."

Lög um tekjuskatt nr. 90/2003

Þorsteinn Briem, 20.7.2010 kl. 11:29

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Takk fyrir þetta, Steinni. Þarna sérðu bara sjálfur: Ef 10 þúsund manns gefa þér þúsund kall í ammilisgjöf (eða aðra tækifærisgjöf) hver er það verðmæti ekki meira en almennt gerist um slíkar gjafir og því undanskildar skatti. En ef einhver góður (útrásar)víkingur gefur þér 10 millur er það sannarlega skattskylt.

Sigurður Hreiðar, 20.7.2010 kl. 12:13

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, ég held að það sé best að bæta við fimm hundruð kalli handa Ómari fyrir skattinum.

Þúsund kall eða 1.500 krónur breytir engu fyrir langflesta.

Þorsteinn Briem, 20.7.2010 kl. 12:17

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég öfunda ekki endurskoðandann hans Ómars :) Sá á eftir að lenda í rimmu við skattmann...

Kolbrún Hilmars, 20.7.2010 kl. 15:35

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson þarf að greiða 40% í tekjuskatt, 600 krónur af 1.500 króna gjöf, samtals tvær milljónir króna af fimm milljóna króna gjöf, miðað við annað skattþrep, tekjum á bilinu 200-650 þúsund krónur á mánuði, og það er eins gott að Ómar og gefendurnir viti af því.

Hvort gefnir eru í þessu tilfelli samtals fimm þúsund eitt þúsund kallar eða ein ávísun upp á fimm milljónir króna skiptir hér engu máli.

Þetta er ekki ein gjöf upp á eitt þúsund krónur, því síður fermingargjöf og ALLT skattskylt.


Ef menn trúa því ekki geta þeir sent fyrirspurn á rsk@rsk.is

Það er löngu búið að ferma Ómar Ragnarsson.

Meira að segja búið að afferma hann líka.

Þorsteinn Briem, 20.7.2010 kl. 15:55

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Steini, þetta er nú ekki alveg svona slæmt. Ekki það að ég þekki neitt til rekstrarfyrirkomulagsins í þessu tilfelli, en almennt falla styrkir til reksturs undir reksturinn og þar til núllinu er náð þar eru þeir skattfrjálsir; þ.e. frádráttarbærir.

Hitt er svo annað að fyrir einstaklinginn myndi ég verjast skattlagningu á gjöfunum á þeim skattalagaforsendum sem þú vísar í hér efst. Þúsundkall pr. mann flokkast óumdeilanlega undir "hóflega tækifærisgjöf".

Kolbrún Hilmars, 20.7.2010 kl. 16:51

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kolbrún.

Það á að afhenda og gefa Ómari Ragnarssyni persónulega það sem safnast hefur í einni ávísun nú um helgina og í annarri ávísun þegar hann á sjötugsafmæli 16. september næstkomandi.

Og skatturinn lítur ekki á fimm milljónir króna sem "hóflega tækifærisgjöf". Ekki heldur tvær milljónir króna.

Afhenda Ómari gjöfina um næstu helgi

Þorsteinn Briem, 20.7.2010 kl. 17:29

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ahh, Steini, og þá stendur skattmann eflaust til hliðar og nóterar upphæðina :)

Sennilega var heppilegasta gjafaformið það sem við Sigurður Hreiðar og margir fleiri utan-fésbókar hafa nýtt sér; að leggja gjöfina beint inn á bankareikning á nafni Ómars.

Kolbrún Hilmars, 20.7.2010 kl. 17:50

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kolbrún.

Þessar gjafir hafa nú ekki farið framhjá fólki sem starfar hjá skattinum, upphæðirnar koma fram í fréttunum og Ómar fer ekki að ljúga til um þær á skattframtalinu.

Þorsteinn Briem, 20.7.2010 kl. 19:17

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Steini, ekki var ég að gera því skóna að Ómar myndi ljúga til um eitt né neitt. Sjálf hef ég aldrei talið mínar stórafmælisgjafir fram til skatts, og er ekki ein um það, en það er á þeim forsendum að þær séu hvorki framtalsskyldar né skattskyldar.

Ítreka bara upphaflega innleggið: ég öfunda ekki endurskoðandann hans!

Kolbrún Hilmars, 20.7.2010 kl. 19:35

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kolbrún.

Ef þér eru gefnar nokkrar milljónir króna í einni ávísun frá fjöldanum öllum af þér óskyldu fólki um allt land eru þær að sjálfsögðu skattskyldar, samkvæmt lögum um tekjuskatt. Það er engin venjuleg tækifærisgjöf.

Lög um tekjuskatt nr. 90/2003

Þorsteinn Briem, 20.7.2010 kl. 19:54

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bætum bara skattinum við upphæðina og málið er dautt!

Þorsteinn Briem, 20.7.2010 kl. 20:01

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Steini, það er ekki HÆGT að bæta skattinum við gjafaupphæðina þannig að metin verði jöfnuð. Þetta skattafyrirbæri er eins og parabóla; þú getur endalaust reynt að nálgast núllpunktinn en munt aldrei ná honum.

Gróflega skilgreint og einfaldað: Gefðu 500 kall til þess að greiða skattinn af þúsundkallinum. Síðan þarftu að gefa 250 kall til þess að greiða skattinn af 500kallinum. Svo þarftu að greiða 125 kall til þess að greiða skattinn af 250 kallinum, og svo endar þetta í tómum vandræðum.

Miklu einfaldara er að segja við skattmann: Þetta er afmælisgjöf og hún kemur þér ekki við! :)

Kolbrún Hilmars, 20.7.2010 kl. 20:21

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kolbrún.

Málið er sáraeinfalt.


Ómar
þarf að greiða 40% í tekjuskatt, 600 krónur af hverri 1.500 króna gjöf, samtals tvær milljónir króna af fimm milljóna króna gjöf, miðað við annað skattþrep, tekjum á bilinu 200-650 þúsund krónur á mánuði.

Hann fær því 900 krónur í vasann af hverri 1.500 króna gjöf, miðað við 40% tekjuskatt.

Einfaldara getur það ekki verið
og Ómar fer nú ekki að svíkja undan skatti, enda engin ástæða til þess.

Þorsteinn Briem, 20.7.2010 kl. 20:41

15 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Steini, skattamál eru aldrei sáraeinföld. Í rauninni ótrúlega flókin ef öll afbrigði eru tekin með í reikinginn.

Ég gef mér það að þú sért skyldur núverandi fjármálaráðherra?

Kolbrún Hilmars, 20.7.2010 kl. 21:04

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kolbrún.

Þetta skattamál er sáraeinfalt.

Þorsteinn Briem, 20.7.2010 kl. 21:18

17 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Steini, þú hlýtur að vera skyldur mér líka! :)

Kolbrún Hilmars, 20.7.2010 kl. 21:40

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flestallir Íslendingar eru skyldir hver öðrum.

Við erum sexmenningar, við Steingrímur Sigfússon sjömenningar og við Sigurður Hreiðar áttmenningar.

Þorsteinn Briem, 20.7.2010 kl. 22:00

19 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Verst að ég get ekki sannreynt skyldleikann, en ég giska á að hann megi rekja norður í Þingeyjarsýslur ??

Kolbrún Hilmars, 20.7.2010 kl. 22:32

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Móðuramma mín, Unnur Guðmundsdóttir, fæddist í Vík í Flateyjardal og móðir hennar, Aðalheiður Jóhannsdóttir, fæddist á Skarði í Dalsmynni.

Þorsteinn Briem, 20.7.2010 kl. 22:41

21 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Steini, tóm ágiskun, því ég hef ekkert nema gælunafnið til að styðjast við, en ef faðir þinn er Halldór, föðuramma þín Guðbjörg, þá erum við vissulega 6-menningar, en austfirskir í húð og hár! Af Héraði í þokkabót.

Móðurættin þín er þá líklega fjarskyldari því Íslendingabók sýnir mér bara mesta skyldleika. En þaðan að vestan kemur eflaust skyldleiki þinn við Sigurð Hreiðar. Minn líka því langa-langa+ amma mín var Vernharðsdóttir prests í Reykholti.

Alltaf gaman að fletta upp í ættfræðinni :)

Kolbrún Hilmars, 20.7.2010 kl. 23:08

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, faðir minn fæddist á Hauksstöðum í Vopnafirði, föðurbróðir hans, sem hann ólst upp hjá, var Þorsteinn Briem, prestur á Akranesi, ráðherra og formaður Bændaflokksins, og faðir hans var Ólafur Briem, sýslumaður á Álfgeirsvöllum í Skagafirði, fyrsti formaður Framsóknarflokksins og formaður SÍS.

Föðurafi minn, Eggert Briem, fæddist á Álfgeirsvöllum og föðuramma mín var Guðbjörg Júlíetta Gunnarsdóttir frá Nefbjarnarstöðum á Héraði, fædd á Eiríksstöðum í Berufirði.

Þorsteinn Briem, 20.7.2010 kl. 23:34

23 Smámynd: Kolbrún Hilmars

En hvað heimurinn er lítill! Tengdamóðir mín var dóttir hreppstjórans á Akranesi og Briemsysturnar voru æskuvinkonur hennar. En faðir þinn hlýtur að hafa verið miklu yngri.

Kolbrún Hilmars, 21.7.2010 kl. 01:00

24 identicon

Þá bara kalla þetta vísindastyrk. Eru þessar gjafir nokkuð annað?

Anóní Mús (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 01:31

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kolbrún.

Já, pabbi var töluvert yngri en dætur Þorsteins.

Gefin var út bók um eina þeirra, Halldóru Briem, sem lærði arkitektúr fyrst íslenskra kvenna.

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 306021

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband