Bróðursonarsonur Guðrúnar Brunborg

Enn munu uppi þeir Íslendingar sem muna eftir Guðrúnu  B. Brunborg sem fór um sveitir landsins löngu fyrir dag sjónvarpsins og sýndi fólki skemmtilegar kvikmyndir frá Noregi, stóð gjarnan uppi við tjaldið sjálf og þýddi teksta og talað orð jafn óðum á íslensku með hárri rödd og skýrri. Hún var að safna í sjóð til minningar um son sinn sem nasistar drápu á dögum heimsstyrjaldarinnar síðari.

Gunna Bóel, eins og hún var jafnan kölluð heima hjá mér, var mikil uppáhaldsfrænka og mikið gaman þegar hún kom í heimsókn. Tók mig stundum með sem eins konar rótara þegar hún hélt sýningar hér í grenndinni. Hún ók, amk. síðari árin, á Volvo Duett og á ábyggilega sinn dyggilega þátt í þeim ágalla mínum að vera gjarnan hræddur í bíl hjá öðrum.

En því nefni ég Gunnu Bóel að hún er, ef ættfærslan í fréttinni er rétt og ég hef ættfræðina rétta, afasystir hjólreiðakappans Edvalds Boassonar Hagen sem nú gerir garðinn frægan fyrir Noreg í Túr de Frans hjólreiðakeppninni. Þau voru tvö, systkinin, sem settust að í Norge og gengu að eiga þarlenda maka. Gunna Bóel Bóasdóttir og Eðvald bróðir hennar. Bóas faðir hennar var yngsta barnið sem langamma átti með fyrri manni sínum en Kristrún amma mín var elsta barnið sem langamma átti með síðari manni sínum.

Þegar Gunna Bóel féll frá rofnuðu öll tengsl við þetta norska frændfólk. Sem mér skilst að sé þó orðið býsna fjölmennur hópur og sumt af því nafnkunnugt fólk. Edvald B. Hagen er kannski bara nýjasta viðbótin á því sviði.


mbl.is Íslendingur í Tour de France
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Ég man vel eftir að hafa verið á myndasýningu Guðrúnar Brunborg í Félagsgarði í Kjós. Mig minnir að hún hafi sýnt myndir af fólki í frumskógum Suður Ameríku, alla vega myndir af því sem í þá daga var kallað frumstætt fólk.

Hólmfríður Pétursdóttir, 20.7.2010 kl. 19:02

2 Smámynd: Morten Lange

Edvald lenti í sjötta sæti í kepnninni um græna stígabólnum !  Og það sem skilgreindur ungur keppandi.

Sjá kaflanum Points classification  í Wikipedia-greininni um kepnnina í ár.

( http://en.wikipedia.org/wiki/2010_Tour_de_France#Points_classification )

Morten Lange, 26.7.2010 kl. 10:31

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Gott hjá Valda! En mér finnst vafasamt að kalla hann Íslending, þó afi hans hafi verið íslenskur.

Sigurður Hreiðar, 26.7.2010 kl. 10:45

4 identicon

Eins og stundum gerist á langri leið hefur fallið niður einn ættliður í ættfærslu frænda míns Eðvalds Bóasson Hagen. Guðrún Brunborg ömmu systir mín er langafa systir Eðvalds. Í frétt á agl.is er upphaf mistakanna.  Langafi hans Eðvald Bóasson fór til Noregs í búnaðarnám á árum fyrri heimstyrjaldar.  Þar giftist hann og tók  við búi á Nittedal.  Sonur hans er Eðvald Boasson stórbóndi á Nittedal afi Eðvalds hjólreiðamanns.  Sé að einhver hefur reiknað hjólreiðamannin fjórðungs Íslending en mér sýnist hann vere áttungur.

Emil Bóasson (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 305960

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband