Á meðan fjölgar hvítum krossum

Kastljós RUV hefur undanfarin kvöld fjallað faglega um fíkniefnaneyslu með sérstakri áherslu á svokallað læknadóp, þe. vímugefandi lyf sem fást aðeins út á lyfseðil en ógæfumenn hafa lært að útvega sér með það fyrir augum að selja öðrum. Sigmar ræddi þessi mál við landlækni á dögunum og staðhæfði að hægt væri að fara til læknis fyrir hádegi og fá lyfseðil upp á svona lyf og svo til annars læknis eftir hádegi og fá annan lyfseðil, og svo áfram daginn eftir og jafnvel daglega alla vikuna, að mér skildist.

Þetta hrakti Geir Gunnlaugsson landlæknir ekki. 

Á tölvuöld á að vera tiltölulega auðvelt að setja undir þennan leka.

Með því að samtengja tölvur lyfsala, til dæmis.

Lyfseðill er gefinn út á kennitölu og sendur út í loftið. Kennitalan getur síðan farið í hvaða apótek sem henni sýnist og vitjað seðilsins. Viðkomandi apótek kallar upp kennitöluna í tölvunni og þá kemur lyfseðillinn fram.

Hvernig væri að samtengja tölvur lyfsalanna? Ef sama kennitala kemur upp með fleiri en einn lyfseðil sama daginn, jafnvel innan 10 daga, ætti tölvan að blikka á það til viðvörunar. Þá væri hægt að bregðast við þegar í stað og athuga hvað væri í gangi.

Svona forrit er örugglega tiltölulega einfalt að búa til. Og jafnvel þó það væri ekki alveg einfalt er það örugglega hægt og nógu mikið í húfi til að réttlæta að það væri gert.

Líka væri hægt að samtengja tölvur læknamiðstöðvanna með sama markmið. Að tölvurnar sjálfar sæju þegar sama kennitala fær lyfseðla hvern ofan í annan, hvort sem það er frá sama lækninum eða frá mismunandi læknum.

Þessa hluti verður að vinna hratt og samstundis. Samanburður löngu seinna er til lítils gagns.

Á meðan fjölgar hvítum krossum í kirkjugörðunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 305958

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband