Færsluflokkur: Dægurmál
9.8.2009 | 18:04
Kannski svona næturfrost?
![]() |
Fyrr frýs í víti en ég skipti um flokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2009 | 13:06
Frekar stjórnmál
![]() |
Múslímum mun fjölga mikið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.8.2009 | 15:53
Að leiðrétting sé kölluð leiðrétting
Mikið var -- og þó ekki víst hvernig á að taka þessari frétt og þessari nefndarskipun. En ég held að Kristrún hafi alla burði til að skilja til dæmis að umbreyting gengismiðaðra lána í hefðbundin krónulán verður að gerast í næsta nágrenni við þá tölu sem lánið var í upphafi og að leiðrétting til þess er leiðrétting en ekki niðurfelling skuldar, eins og blessaður félagsmálaráðherrann sagði t.d. í útvarpinu í gær. Dæmi: Gengislán upp á 20 milljónir tekið um þetta leyti árs 2007 stendur núna í 50 millum eða þar um bil. Er það niðurfelling skuldar að færa það aftur til upprunalegs horfs? -- Og -- var þessi gengisviðmiðun eðlileg -- og leyfileg -- af hálfu bankanna á sínum tíma?
Nú spretta örugglega fram prelátar og segja að menn geti sjálfum sér um kennt að taka svona lán. Kannski -- en geta þeir sömu prelátar sagt að það hafi verið rangt að fara eftir leiðbeiningum lánastofnananna sjálfra þar um?
Ég skora á þig, Kristrún, að beita þér fyrir því að hlutirnir séu kallaðir réttum nöfnum og leiðrétting sé kölluð leiðrétting en ekki niðurfelling.
![]() |
Kristrún skipuð formaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.7.2009 | 15:54
Þa er nebblea soleis
Skemmtileg myndin á forsíðu Moggans í dag, af sr. Önundi á Breiðabólsstað á vespunni sinni. Rifjaði ýmislegt upp fyrir mér, fyrst ánægjuleg samskipti mín og Önundar það lítil þau hafa verið, svo baráttu umboðsaðila ítölsku smáhjólanna Vespiaggio (eða bara Piaggio) fyrir því að aðeins þeirra smáhjól skuli kölluð vespur á íslensku, rétt eins og íslenski umboðsmaðurinn fyrir Willy´s á sínum tíma barðist fyrir því að aðeins sá bíll væri jeppi, og loks sögu sem ég heyrði eitt sinn af prestum tveimur sem ferðuðust jafnaðarlega um sóknir sínar sinn á hvorri vespunni.
Svo var það sunnudag einn að annar presturinn uppgötvaði að hinn var gangandi á leið til messu og spurði hverju það sætti. Ja, þa er nebblega soleis, svaraði presturinn gangandi, að vespan mín er horfin. Ég óttast að henni hafi verið stolið.
Einfalt að gera við því, svaraði presturinn sem enn hafði hjólið sitt víst. Rifjaðu bara upp boðorðin tíu af stólnum og þegar þú kemur að áttunda boðorðinu fær þjófurinn samviskubit og kemur hjólinu þínu aftur til skila.
Strax eftir helgina sá presturinn sem enn hafði hjólið sitt víst að presturinn fyrrum gangandi var kominn aftur á hjólið sitt. Sagði ég þér ekki, sagði hann, að það myndi virka að rifja upp boðorðin 10?
Jú, víst sagðirðu það, svaraði hinn presturinn. En ég þurfti aldrei að fara með þau af stólnum. Ég mundi sjálfur hvar ég hafði skilið hjólið eftir þegar ég kom að sjöunda boðorðinu.
Og þeim sem farnir eru að slappast í boðorðunum skal bent á Mósebók 5, 6-21.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2009 | 12:53
Um staðgengil fóstrunnar (fyrirgefið: leikskólakennarans)
Ekki man ég hvaðan mér kemur þessi saga. Kannski las ég hana einhvers staðar á blogginu? En mér þykir hún góð og þar sem ég hef ákveðið að nenna ekki að blogga um öll leiðinlegu málin að sinni -- það hefur hvort sem er ekkert upp á sig því enginn virðist hafa vit á að fara eftir mínum góðu ráðum -- læt ég hana bara gossa hér. Er reyndar að hugsa um að fóðra ykkur á góðum smásögum þessa vikuna:
Pjakkur nokkur á leikskóla -- kannski sá sami og ég sagði frá í gær? -- hafði komist upp á lag með að láta fara vel um sig þegar kom að kyrrðarstund dagsins. Þá settist fóstran (fyrirgefið, leikskólakennarinn) flötum beinum á gólfið út við vegg og las eitthvað fallegt fyrir börnin til að róa þau. Þessi piltur sá sér fljótlega leik á borði að setjast þétt upp við fóstruna (fyrirgefið, leikskólakennarann) og hjúfra sig upp að henni og gerði þetta alla daga.
Svo fór fóstran (fyrirgefið, leikskólakennarinn) í frí og unglingsstúlka hljóp í skarðið fyrir hana. Unglingsstúlkan fékk nokkra tilsögn í því hvernig best væri að fara að og fyrsta daginn settist hún flötum beinum á gólfið út við vegg, eins og fóstran (fyrirgefið: leikskólakennarinn) hafði gert til að lesa eitthvað fallegt fyrir börnin. Og drengurinn hljóp til eins og hann var vanur og hjúfraði sig upp að staðgengli fóstrunnar (fyrirgefið, leikskólakennarans).
Þegar staðið var upp eftir lesturinn mældi strákur unglingsstúlkuna með augunum, upp úr og niður úr. Svo spurði hann: Átt þú engin brjóst?
Unglingsstúlkan stokkroðnaði en svaraði svo, dálítið særð: Jú, auðvitað á ég brjóst.
Jæja, sagði pjakkurinn. Heldurðu að þú viljir þá ekki hafa þau með þér á morgun?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.7.2009 | 17:37
Kannski svolítið misgott fólk
Börn eru besta fólk, minnir mig að sé heiti á bók eftir Stefán Jónsson kennara. Kannski er þetta misminni hjá mér en almennt séð held ég að þetta sé rétt, börn eru besta fólk.
Stundum kannski svolítið misgott fólk. Saga sem ég heyrði nýlega af leikskóla (samt ekki frá dóttur minni) segir frá því að ein fóstran -- veit ekki hvort hún bar starfsheitið leikskólakennari -- var að hjálpa litlum pjakk í stígvélin sín. Eftir amstur, streð og barning tókst þetta, en þegar pjakkur reis á fætur og leit niðrum sig rak hann upp öskur: Krummafótur, öskraði hann.
Fóstran dæsti og dró stígvélin af drengnum og byrjaði upp á nýtt. Það gekk furðu erfiðlega en hafðist samt. Þegar markinu var náð leit drengurinn með vanþóknun á fætur sér og tilkynnti: Þetta eru ekki mín stígvél.
Fóstran taldi upp að tíu en dró svo fótabúnaðinn af drengnum og sagði: Finndu þá stígvélin þín.
Getað ekki, sagði pjakkur. Þau eru heima. Mamma lét mig fara í þessum. Bróðir minn á þau.
Enn dró fóstran djúpt andann og stillti sig um það sem hana langaði helst að gera en hófst svo handa að draga stígvélin á drenginn einu sinni enn. Undraði sig hvað þau voru þröng -- sýndust þó nógu stór, svo sem. Svo hafðist þetta og strákur stóð státinn í fæturna, næstum tilbúinn að fara út.
Jæjaskan, sagði fóstran, þá geturðu bráðum farið út. Hvar eru vettlingarnir þínir?
Ég setti þá oní stígvélin, svaraði strákur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.7.2009 | 15:50
Kuftu heldur sixpakk
Ég var staddur í búðinni í gær eins og stundum gerist og var að skoða þar eitthvað í hillu, illa verðmerkt eins og gerist. Heyrði í þriggja manna fjölskyldu fyrir aftan mig sem virtist vera að búa sig í sumarferðina. Má ég kaupa appisín, sagði litla stýrið og pabbi mumpaði eitthvað óskiljanlegt sem mamma virtist samt skilja því hún sagði kuftu heldur sixpakk, það er einkur tappaleikur í gangi, og pabbi mumpaði eitthvað óskiljanlegt og ég nennti ekki einu sinni að líta aftur fyrir mig að vita hvernig þessir leikar hefðu farið.
Hins vegar rifjaði þetta upp fyrir mér að fyrir einhverjum árum var líka einhver svona tappaleikur í gangi. Ef eitthvað visst stóð inni í tappanum átti maður að fá einhvern vinning, og eitt táknið í tappanum táknaði að maður gat farið út í bensínstöð og valið á milli nokkurra mögulegra vinninga. Hversu höfðinglegir þeir voru kemur kannski fram af eftirfarandi sögu sem mér er minnisstæð:
6 ára stýrið á heimilinu hafði fengið bensínstöðvartáknið í tappa og pabbi fór með henni út á bensínstöð að velja á milli vinninga. Afgreiðslumaðurinn var hinn almennilegasti og sýndi henni vinningana sem hún virti fyrir sér góða stund með vaxandi áhyggjusvip. Svo leit hún stórum, áhyggjufullum augum á afgreiðslumanninn og pabba til skiptis og spurði svo: Má ég ekki bara eiga tappann?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.7.2009 | 17:37
Eins og að semja við bergþursa
Mikið var að lánastofnanir væru að einhverju gerðar samábyrgar lántakanda í einhverjum efnum.
En betur má ef dug skal. Í sumum tilvikum eldri vanskilaskulda við lánasjóð skulda sem lentu í vanskilum af skýranlegumog óviðráðanlegum ástæðum hafa verið mörgum ábyrgðarmanninum fjötur um fót. Bloggari veit um amk. eitt dæmi þar sem lánþegi lenti í vanskilum af aldeilis ófyrirséðum en óumflýjanlegum orsökum, með eignalausa móður sem ábyrgðarmann. Bæði hafa í nokkur ár verið í fjötrum og ófrelsi af þessum sökum, þrátt fyrir að hafa ítrekað gert lánasjóði grein fyrir því hvernig málin standa og lagt fram áætlun um hvernig hugsanlega væri hægt að standa skil á láninu en alltaf gengið á vegg svo sem reynt væri að semja við bergþursa. Og ekki að ófyrirsynju að þessi lánlausi lánþegi færi frá síðasta slíkum fundi með þeim orðum að úr því ekki væri við mennska að eiga myndi hann ekki sýna lit á að greiða eitthvað upp í skuldina fyrr en öll önnur fjármál hans væru farsællega og að fullu leyst.
Mæðginin hafa með góðra manna hjálp komið sér upp kerfi sem gerir þeim kleyft að lifa nokkurn veginn eins og fólk þrátt fyrir tilskipað eignaleysi fyrir þann þvergirðingshátt sem þeim hefur verið sýndur.
![]() |
Gildandi ábyrgðarmannakerfi námslána afnumið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2009 | 17:13
Ekki niðurfelling, bara leiðrétting
Ekkert er mér í nöp við þá Björgólfa umfram aðra menn sem fóru offari í græðginni meðan kostur var. Og kannski aðeins lengur. En mér finnst fásinna að þeim verði gefnir eftir milljarðar bara si svona.
Á meðan ungar fjölskyldur sem létu ginnast af sannfæringarmætti púkanna sem allir björgólfarnir höfðu í þjónustu sinni, hvar í banka sem þeir stóðu, eru einfaldlega að óska eftir leiðréttingu sinna mála. Að sú upphæð sem þær fengu að láni í íslenskum krónum verði látin gilda en ekki einhver ímynduð upphæð miðuð við gjaldmiðil annarra landa. En á þetta fólk er því miður ekki hlustað. Ennþá.
Þar er samt ekki verið að tala um niðurfellingu skulda eða eftirgjöf, aðeins sanngjarna leiðréttingu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.7.2009 | 22:46
Var hann ófullur?
Merkilegt að ekki skyldu vera fleiri flugvirkjar á Menorku en þessi eini -- sem svo var líka á leið þaðan þegar öllu var á botninn hvolft!
Ég man ekki að ég hafi þekkt marga flugvirkja. En sá sem ég þekkti þeirra best var frábitinn því að fljúga og gerði það helst ekki ótilneyddur og aldrei ófullur. Ég veit svo vel hvernig þetta drasl er skrúfað saman, sagði hann.
Skyldi sá sem bjargaði málunum hér hafa verið ófullur?
![]() |
Farþegi gerði við flugvélina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar