Færsluflokkur: Dægurmál
28.9.2010 | 11:26
Bústaður?
Áfengi fannst í bifreiðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.9.2010 | 11:18
Tjón af kisum?
Reglur um kattahald teknar fyrir hjá bæjarstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2010 | 14:53
Skólafélagar?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2010 | 10:39
Bíllausi dagurinn? Lélegur brandari
Einhvers staðar las ég að það væri bíllausi dagurinn í dag. Lélegur brandari það, nema fyrir mig af því bíllinn minn er á verkstæði í dag. Mér virtist allir aðrir bílar vera í notkun í morgun þegar ég ók mínum á bílasjúkhúsið.
Þetta er sérhæft sjúkhús fyrir þessa bíltegund og stendur í austurhluta Kópavogs. Þaðan eru engar eðlilegar almenningssamgöngur við Mosfellsbæ, Smiðjuvegur fær t.d. einkuninna "villa" á straeto.is þegar maður leitar leiða til að komast heim frá þeim bæ.
Ég hafði hugsað mér að komast yfir á straetostöðina í Mjódd því þaðan hljóta allar leiðir að liggja. En að komast þangað yfir 10 akreina bílafljót með sírennsli í báðar áttir var nokkuð sem ég hætti fljótlega við. Veðrið var líka eins og best var hægt að hugsa sér, blankalogn og sólskin, hitastigið að vísu ekki nema rétt yfir núllinu og allt hrímgrátt sem sólin ekki skein beinlínis á. Svo ég hugsaði mér að arka yfir Elliðaárdalinn upp á höfða þar sem ég þóttist vita af einum gulum sem færi mína leið.
Ég var einn á gangi í morgun. Kom mér reyndar á óvart hve margir voru á reiðhjólum. Karlmenn í meirihluta. Þetta fólk var margt glatt á svipinn og sumt af því tók meira að segja undir ósk mína um góðan dag.
Gekk nú allt vel þangað til ég var kominn á Rafstöðvarveginn -- eða svo held ég hann heiti. Þá var um nokkrar leiðir að velja upp brekkuna og sú sem ég valdi lá heim að gömlu jarðhúsunum í Ártúnsbrekku. Þaðan var mér engin leið augljós nema fara niður á bílagötuna þar sem bíll var við bíl á 80-90 km hraða, á bíllausa deginum. Ekki fýsilegt fyrir gangandi mann. Vatt mér til hægri upp grasi gróna óslegna brekku og komst á braut sem ég ályktaði að væri hitaveitustokkur og þaðan á gangstíg inn á milli húsa á brekkubrúninni. Leitaði jafnt og þétt að gangstíg milli húsanna til vesturs en fann engan og eins og götur lágu fannst mér leiðin beina mér í öfuga átt. Engan mann að sjá né lífsmark neitt annað, ekki einu sinni kött.
Þegar mér þótti í algjört óefni komið gekk ég í veg fyrir ungan mann sem kom akandi á rauðum smábíl -- á bíllausa deginum -- og leitaði ásjár. Honum þótti ég augsýnilega afar vitlaus en gaf mér þó þá leiðbeiningu sem dugði, og viti menn, ég átti aðeins eftir að fara fyrir eitt húshorn og þá blasti við mér bensínstöðin á Ártúnsbrekkubrún, sem ég hafði einmitt verið að leita að.
Þegar ég kom á strætisvagnastöðina hafði ég verið tæpan hálftíma á röltinu. Þar slóst ég í hóp með þremur konum sem líka voru að bíða vagns og fljótlega kom fjórða konan. Enginn vagn. Sírennsli bíllausa dagsins hélt áfram á Suðurlandsbrautinni í báðar áttir. Eftir rúmar 10 mínútur komu svo tveir gulir strætisvagnar samtímis. Banana buses, hétu strætisvagnarnir í Bournemouth þegar ég dvaldi þar sumarlangt forðum, af því þeir eru gulir og koma í kippum. Sama gerist hér. Sambiðarkonur mínar fóru allar í fremri vagninn, ég í þann aftari. Bauð vagnstjóranum góðan dag en hann var eins og barbapabbi sem hefði verið settur í bílstjórasætið fyrir langalöngu þvert móti vilja sínum og var eins og upp úr súru. Góður dagur kom honum ekki við.
Við vorum þrjú í strætó fyrir utan barbapabba. Karlkynið í meirihluta.
Þar með er eiginlega ferðasögunni lokið. En sem ég skrifa þetta við vesturgluggann í stofunni minni heima og horfi niður á Vesturlandsveg er þar sírennsli misglaðlegra bíla af öllum stærðum og sortum, lifandi áminning þess að þetta sem heitir bíllaus dagur er ekkert annað en ákaflega misheppnaður brandari. Almenningssamgöngur? Ég var klukkutíma rúman á leiðinni heim, þessa leið sem tekur ekki nema sosum 15 mínútur að aka -- fyrir þann sem ekki á bíllausan dag.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.9.2010 | 11:53
Púðri puðrað
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um það hvort ráðamenn þjóðarinnar eigi einhverja sök á hruninu veldur nokkrum vangaveltum. Hvað átti hún að gera? Skera úr um sekt eða sýknu ráðamannanna í þessu efni? Hve langt aftur átti að fara? Hún átti greinilega ekki að vera rannsóknardómur, heldur e.s.k. sakamálarannsókn án dómsuppkvaðningar -- eða hvað? -- Og svo virðast stjórnmálaflokkarnir hver um sig hafa það í höndum sér hvort þeirra menn (já, konur eru menn) skuli saksóttir eða ekki.
Forlátið mér, en ég get ekki betur séð þessa stundina en hér sé verið að eyða púðri (+ tíma og beinum fjármunum) út í loftið.
Ef líklegt virðist að þetta fólk hafi gerst sekt um glæpsamlega vanrækslu ættu hefðbundnir dómstólar landsins að fjalla um þá glæpi eins og þjófnað og morð, en ekki fara með þetta í svona ballett og flugeldasýningar sem engu máli þjóna öðru en að æsa fávísan lýðinn (eins og mig)!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2010 | 19:37
Vísdómur Snjáku gömlu
Íslensk heimili kynjagreind | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.9.2010 | 19:59
Berrassaður á berangri
Ég hef rekið mig á að það er dálítið tvíbent að blogga út frá mál- eða stafsetningarvillu í frétt mbl.is. Maður á sem sé á hættu að vera tekinn alvarlega og villan í fréttinni snarlega leiðrétt. Þá stendur maður eftir berrassaður ef svo má segja og enginn skilur um hvern fjandann maður hefur verið að þvaðra.
Nú síðast fjallaði blogg mitt um frétt af VillingaRholtsvegi sem væri lokaður og ég skildi ekki hvernig stóð á þessu R-i í nafninu. Það hefur viðkomandi blaðamaður heldur ekki skilið við nánari athugun, ekki fremur en ef staðhæft hefði verið að hann væri blaðaRmaður, en tekið sig til og fjarlægt þetta vitlausa R.
Eftir stendur blogg hjá mér gjörsamlega berskjaldað og á berangri, út af fyrir sig jafn vitlaust og r í Villingaholti eða Bolungavík eða Blikastaðanesi
og ég verði bara að sæta því.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.9.2010 | 10:44
Hvaðan kemur r-ið
Hvaðan kemur r-ið í heiti Villingaholts? Frá sama stað og r-ið í heiti Bolungavíkur? Eða Blikastaða á skiltinu við heimreiðina þangað?
Ég hef meira að segja séð á prenti að Laugarvegur sé til í Reykjavík. Enn hef ég þó ekki séð Reykjarvík.
En hvað kemur næst?
Villingaholtsvegur lokaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.9.2010 | 10:35
Fyrr má nú vera afskiptasemin
Skrýtinn þessi Færeyingur að gera sér rellu út af því hvað bláókunnugt fólk hefur í bólinu hjá sér.
-- En -- var þetta ekki misritun í nafninu hans, ég meina skírnarnafninu? Átti ekki að vera P fyrsti stafurinn?
Færeyski lögmaðurinn gagnrýnir Jenis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.9.2010 | 12:16
Kvenkynseintak af tegundinni maður
Ég þekki Birgittu lítillega og veit að hún er nógu mikil kona til að mega kallast þingmaður. Ég kann ekki við þau uppnefni á kvenkynseintaki af tegundinni maður að þurfa að hnýta -kona eða -stýra aftan í starfsheiti þeirra, sem málvenjan segir að eigi að enda á -maður eða -stjóri.
Ég kann heldur ekki við þegar talað er um menn og konur. Ef þarf að kyngreina innan tegundarinnar væri nær að tala um karla og konur.
Birgitta vill að Assange víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 306377
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar