Færsluflokkur: Dægurmál
23.10.2010 | 16:51
Hvað er að frétta af Jóni Gnarri?
Fær sýklalyf í æð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.10.2010 | 21:44
Hið yndislega fjölmenningarsamfélag
Fjórir í gæsluvarðhald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2010 | 16:15
Hvert blésu þeir?
Líknarbelgir blésu út í holunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.10.2010 | 12:09
Fásinna að velja dekk bara eftir verði
Dekk er ekki bara dekk. Á þeim er grundvallarmunur eftir tegundum og munstri svo dæmi sé tekið, sömuleiðis eftir efninu í dekkjunum. Við höfum fengið hingað til lands bíla á dekkjum sem ætluð eru fyrir allt annað loftslag og verða hörð og hál eins og gler og hættuleg eftir því þegar lofthitinn er kominn um frostmark eða neðar.
Dekk eru eina sambandið sem bíll hefur við landið sem honum er ekið á. Það skiptir meginmáli að það samband sé sem allra best.
Að velja dekk eingöngu eftir verði er fásinna.
Menn geta deilt um hvort negld vetrardekk séu skynsamlegri kostur en ónegld. Það er ekki hægt að deila um hvort skynsamlegra sé að vera á vetrardekkjum á vetrin heldur en sumardekkjum.
Kannski er eitthvað til sem hægt er að nefna heilsársdekk Þau einhverskonar málamiðlun milli sumardekkja og vetrardekkja. Sem sagt, í okkar loftslagi og veðurfari hvorki góð vetrardekk né góð sumardekk.
Michelin í Noregi er með dálítið sniðugt á sinni heimasíðu, þar sem menn geta gáð hvers konar vetrardekk henta þeim best. Augljóslega er prófið sniðið fyrir Michelin en -- Michelin eru skolli góð dekk en þó menn séu ekki tilbúnir endilega að kaupa Michelin gefur prófið þeim vísbendingu um hverju þeir eiga að leita eftir þegar þeir velja sér vetrardekk. Slóðin er: www.dekktest.no.
Neytendastofa: Mikill verðmunur á hjólbörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2010 | 21:40
Sala áfengis -- sígur upp á við
Maður heyrir margt kyndugt þegar maður hlustar á útvarp. Í kvöld heyrði ég að einhver frá besta flokknum sem sæti á í borgarstjórn -- ef ekki besti flokkurinn í heild? -- ætlaði að leggja til að sala áfengis á vínveitingahúsum yrði bönnuð.
Sosum líka skrýtið sem heyrist í sjónvarpi. Maður sem stendur fyrir Iceland Airwaves -- heitir það ekki Íslenskar loftbylgjur á íslensku? -- sagði um eitthvað í sambandi við fyrirtækið væri sígandi upp á við. Mér sígur bara allur larður við að heyra svona. Næst heyrir maður að vatnið leki upp á við -- eða eitthvað álíka. Reykurinn frá eldinum liðist niður?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2010 | 18:48
Kvendýr?
Dauður selur í Ölfusá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.10.2010 | 10:53
Sagan af nagladekkjunum
Ég hélt ég gæti látið mér duga venjulegan fólksbíl, reyndar afar þægilegan slíkan og góðan til síns brúks. En -- mér finnst slæm meðferð á honum að nota hann til að draga kerru sem stundum getur orðið dálítið þung og þess utan finnst mér talsverð fötlun að geta ekki skellt mér út á einhvern heiðarveg eða grýtta slóð sem mig ber að, bara af því mig langar að vita hvað er á hinum endanum. Svo ég féll í þá freistni að kaupa mér á nýjan leik bíl með drif á öllum hjólum og sæmilega veghæð.
Með grip þessum fylgdu negld vetrardekk. Nú hef ég ekki notað negld dekk það sem af er öldinni eða ekki síðan ég hætti að eiga leið skáhallt yfir landið jafnt vetur sem sumar og er satt að segja heldur mótfallinn notkun nagladekkja á svæði sem yfirleitt er saltað við fyrsta hálkuvott. Var auk heldur búinn að kaupa mér góð, ónegld vetrardekk áður en nagladekkin góðu bárust mér loks í hendur.
En nú eru þau komin. Og viti menn, þau eru nær óslitin að sjá.
Kannski les þetta einhver sem þarf á nagladekkjum að halda. Þá er ég tilbúinn að selja. Stærðin er 215/70R16, týpa m+s, tegundin sýnist mér heita Wintercat. Mér virðist sanngjarnt að slá 25-30% af nýverði og býð ganginn þar með á 80 þúsund.
Svona líta þau út.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.10.2010 | 18:02
Líkt -- eða eins
Í þessari frétt, eins og hún er nú kl. 18.00 stendur um sakborninginn í þessu máli: hefur játað sök líkt og aðrir eru ekki grunaðir um aðild.
Hvað þýðir þetta? Líkindi með hverju er verið að tala um? Annað hvort eru hlutir ólíkir, líkir eða eins. En hvernig sem því er háttað verður að vera eitthvert viðmið.
Rannsókn á morðmáli miðar vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.10.2010 | 10:39
Gleymið ekki gamla fólkinu
Einar Mar virðist gleyma því að ellilífeyrisþegar sem ekki fá ellilífeyri eru þungreiðir yfir því að réttmætum ellilaunum þeirra skuli miskunnarlaust stolið með skerðingarákvæðum þannig að þeir fá ekki einu sinni lágmarksgrunnlífeyri -- sem þó hefur ekki hækkað í takt við önnur laun eins og lög gerðu þó ráð fyrir -- ef þeir hafa einhvern annan útveg til að skrimta. Þetta gamla fólk er reiðubúið að taka þátt í og/eða styðja raunhæft framboð sem hefði það að markmiði að gera fólki auðveldara að draga fram lífið -- hvað sem aldri líður. Og þar með talið að refsa þeim kjaftöskum og kerlingum beggja kynja sem tala fagurlega um skjaldborg og félagslega velferðán nokkurra efnda eða raunhæfra tilburða í þá átt.
Skíthræddir við nýtt framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2010 | 18:55
Mannleg?
Drukknuðu í hörmulegu slysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 306377
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar