Stirðnaðir bloggfingur

Óneitanlega hefur dofnað yfir bloggi undanfarnar vikur og mánuði, amk. bloggi á mbl.is. Ég nenni ekki að eltast við allar bloggveitur úti um allt og veit því ekki hvort hið sama er að gerast þar. Finnst í rauninni óheppilegt að dreifa þessari miðlun út um allar koppagrundir.

Kannski er það lögmál hlutanna að í upphafi fylgir þeim visst nýjabrum en svo dofnar áhuginn eftir því sem lengra líður fram. Og mér þykir ekkert óeðlileg við að taka sér svo sem mánaðar frí af og til. En þegar lengri tími líður og það er eins og bloggarar hafi hreinlega gengið í sjóinn eða á annan hátt fyrir ætternisstapa hlýtur maður að áætla að þeir séu úr þessari sögu.

Ég tók tiltölulega snemma á bloggferlinum þá stefnu að hafa fáa en valda bloggvini og fylgjast með því sem þeir hafa að segja. Á þeim grundvelli hef ég hafnað nokkrum bloggvinum sem þó eru með nokkru lífsmarki enn, amk. sumir hverjir, eftir því sem ég hef fylgst með þeim.

En nú er svo komið fyrir nokkrum bloggvina minna að það er eins og þeir hafi hreinlega geispað golunni. Þess vegna á ég ekki von á að þeir hrökkvi stórlega við þó í ljós komi einhvern næstu daga að þá sé ekki lengur að finna á bloggvinalista mínum.

Kannski hlýtur mitt eigið blogg hægt andlát fyrr en varir eins og svo mörg önnur. Tek þó fram að ég hef engin sérstök plön þar um á skrifandi stund.

En -- þeim bloggfingrum sem þegar eru stirðnaðir þakka ég fyrir ánægjuleg bloggsamskipti, meðan þau stóðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Nú, það er víst rétt að fara að slá í bikkjuna...vil helst ekki lenda undir niðurskurðarhnífnum

HP Foss, 28.1.2010 kl. 23:34

2 Smámynd: Karl Tómasson

Forsetinn hlýtur að fá lengri frest en almúginn.

Bestu kveðjur frá forsetasetrinu.

Karl Tómasson, 29.1.2010 kl. 18:00

3 Smámynd: gudni.is

Þakka þér sömuleiðis Sigurður Hreiðar fyrir ánægjuleg bloggsamskipti í gegnum árin.  Já ég er víst einn af þessum bloggvinum þínum sem hefur hálf geispað golunni. Ég hef verið óskaplega latur við að blogga undanfarið ár eins og þú hefur séð. Ég er alls ekki formlega hættur, heldur er ég bara í svona hálfgerðum dvala um óákveðinn tíma og kem vonandi sterkari inn aftur síðar. En þó svo ég bloggi lítið eða ekkert þá skoða ég mjög reglulega þitt blogg hérna sem og ýmis önnur blogg. Og hef oftast gaman af. 

Mér finnst líka gaman að segja þér frá því að sameiginlegur vinur okkar Sverrir í Varmadal sagði við mig fyrir stuttu að hann hefði setið við tölvuna hálft kvöld nýlega við að lesa bloggið þitt, sem hann datt inn á í gegnum mitt.

Ég vona nú samt að þú hverfir ekki alveg frekar en ég þó þú stirðnir eitthvað aðeins.

Kveðja, Guðni

gudni.is, 6.2.2010 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 305957

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband