Staðarvalið kolvitlaust

Það er sosum gott út af fyrir sig að eiga von á nýjum og hagkvæmari Landspítala. En hann verður því miður á arfavitlausum stað þar sem á að hlamma honum niður, á líkum slóðum og sá gamli við Hringbraut er og út yfir gömlu Hringbrautina.

Þessi staður er algjör útúrbora eins og þróun höfuðborgarsvæðisins hefur orðið. Landfræðileg miðja þess er núna svosem eins og í Smáranum eða jafnvel aðeins utar, á Vífilsstöðum. Að þeim slóðum liggja líka um þessar mundir sæmilega greiðar ökuleiðir og jafnvel möguleiki á að útvíkka þær að verulegu leyti, ef þörf krefur.

Allar ökuleiðir að þessum nýja Landspítala eru nú þegar umferðarlega sprungnar. Um daginn ætlaði allt af göflunum að ganga þegar samviskusamur strætóbílstjóri sem vildi leitast við að halda áætlun ók yfir gangstétt til að komast leiðar sinnar. Hvernig haldið þið að gauragangurinn verði þegar sjúkrabílarnir fara að böðlast á gangstéttunum eða jafnvel á Klambratúninu sjálfu -- sem nú heitir reyndar líklega Miklatún?


mbl.is Nýtt upphaf markað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sturla Snorrason

Mikið rétt Sigurður, staðarvalið er kolvitlaust. Í dag er besti staðurinn á Glaðheimasvæðinu á móts við Smáralindina, þar er búið að byggja hringtorg sem er griðalega mikið mannvirki.

En til lengri tíma séð væri svæði malbikunarstöðvarinnar og sementsafgreiðslunnar gömlu við Sævarhöfðann besti staðurinn.

Sturla Snorrason, 4.11.2009 kl. 14:56

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála ykkur - og þá sérstaklega þar sem það stefnir í hraðbyr að bæjarfélög á stór reykjavíkursvæðinu öllu verði sameinuð

Jón Snæbjörnsson, 4.11.2009 kl. 15:32

3 Smámynd: Eygló

Velti fyrir mér hvernig eigi að manna báknið.

Eygló, 5.11.2009 kl. 02:12

4 Smámynd: Hörður Halldórsson

Hélt að ég fengi  hland fyrir hjartað þegar ég hlustaði á kvöldfréttir.Var verið að fjalla um nýja Landspítalann og var Björn Zoëga fyrir svörum .Sagði læknirinn að þessi nýja bygging myndi leysa gamla Borgarspítalann af og gæti verið með slysa og bráða móttöku,þá væntanlega flyst hún þangað vestur .Allt þetta mál er reginhneyksli frá upphafi.Landspítalinn er rangt staðsettur miðað við dreifingu mannfjölda og umferðarþunga ,svo bætist við ef það er að marka lækninn að slysadeildin eigi að vera þarna líka.Semsagt slysadeildin verður flutt í 101.Því ekki út á Nes?

Hörður Halldórsson, 5.11.2009 kl. 03:57

5 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Velti því fyrir mér hvort einhver þeirra sem hér tjáir sig hefur lesið þær fjölmörgu kannanir og skýrslur sem eru forsenda þess að þessi staður er valinn.  Aftur og aftur hefur nýr ráðherra kallað til nýjan hóp sérfræðinga til að fara yfir staðarvalið og í einhverjum tilvikum hafa menn beinlínis ætlast til að annar staður verði valinn.

Niðurstaðan er hinsvegar í öllum skýrslunum sú sama, þetta er besti staðurinn.  Kostnaður við þessar skýrslur hleypur á hundruðum milljóna.  Það væri fróðlegt að fá nú haldbær rök fyrir þeirri gagnrýni sem hér fer fram. 

Hefði kannski mátt spara þennan pening, eða er hér hefðbundin kaffitímaspeki á ferðinni. fullyrðingar byggðar á tilfinningu þar sem enginn hefur haft fyrir því að setja sig inn í málin ?

Ég segi fyrir mig, ég taldi þennan stað vonlausan en kaupi þau rök sem ég hef lesið í skýrslum og sætti mig við lærðra manna niðurstöður eftir að hafa kynnt mér málið.

G. Valdimar Valdemarsson, 5.11.2009 kl. 11:10

6 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Eitthvað hefur að sjálfsögðu verið lesið og skoðað af því sem fram hefur komið um þetta óskiljanlega staðarval. En afskekkt lega staðarins ætti að vera öllum augljós og umferðarleg kreppa hans. Lærðum mönnum getur líka skotist, G. Valdimar, en þeir kunna margir hverjir að orða sínar niðurstöður. -- Hvernig væri að þú uppfræddir okkur kaffitímaspekingana dálítið um þau rök sem þú hefur keypt -- og kannski í leiðinni hvað þau kostuðu?

Sigurður Hreiðar, 5.11.2009 kl. 12:16

7 identicon

Hárrétt hjá þér Sigurður - arfavitlaust staðarval. Best að byggja nýjan spítala frá grunni líkt og Norðmenn gerðu nýlega í Osló. Umferð og aðgengi verður svo að ráða staðsetningu.

Svo er ekki vanþörf á umræðu í þjóðfélaginu um hlutverk þessa spítala. Á þar að fara fram öll hugsanleg meðferð eða á að velja hvaða meðferð er nauðsynleg hér heima og leita svo hagkvæmra samninga við nágrannalöndin varðandi sjaldgæfari og kostnaðarsamari meðferðarþætti? Hið síðara ætti að tryggja að sú meðferð sem í boði er er ávallt hið besta sem völ er á - án þess að til þurfi að koma endurteknar og kosstnaðarsamar fjárfestingar og endurmenntun starfsfólks.

Konráð S. Konráðsson (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 13:08

8 Smámynd: Eygló

Er ekki eitthvert LANDSVÆÐI eftir, í kringum gamla Borgarspítalann?  Líst illa á og veit ekki hvernig á að manna þenna væntanlega, stóra spítala.

Eygló, 5.11.2009 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 305950

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband