Hve margir látast af „venjulegri“ flensu?

Til samanburðar vildi ég hafa í svona frétt hve margir látast á heimsvísu í hinum árlegu vor- og haustflensufaröldrum. Minnir að ég hafi lesið eða heyrt að bara hér á Íslandi látist árlega nokkrir í sambandi við þá flensufaraldra sem ganga hér jafn árvíst og lóan og krían koma og fara.

Eins og fréttir af svínaflensunni sem nú heitir Heinnneinn eru matreiddar hljómar þetta eins og enginn hafi dáið úr flensu síðan Spánska veikin gekk, vansællar minningar.


mbl.is Yfir fimmtíu látnir vegna H1N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Nokkur dæmi hér: http://reynir.blog.is/blog/reynir/entry/874832/

Reynir Jóhannesson, 11.5.2009 kl. 12:09

2 identicon

Ég ræddi þetta við lækni og hann sagði mér að það væri fólk að deija her á hverju einast ári vegna flensu og hann sagðist ekki vera að skilja þessa svínaflensu þvælu hérna. Þetta er bara flensa sagði hann. Enn fólk í löndum þar sem hreinælti er lítið og fólk býr við slæman kost á erfiðara með að kópa við þetta það gefur augaleið sagði hann. í Evrópu og norður Ameríku fara nokkrir tugir á ári sagði hann mér.

óli (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 12:09

3 identicon

Ég einfaldlega skil ekki hvaða hræðsluáróður er í gangi. Þetta er ótrúlegt að fréttirnar skuli vera svona miklar af þessari flensu.

Rúnar Jóhannesson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 12:14

4 identicon

óli skiptu um lækni!

Það deyja u.þ.b. 500.000 manns á hverju ár, af völdum "venjulegrar flensu"i. Og þá á eftir að taka með í reikninginn þá sem "deyja af völdum" annars sjúkdóms, en flensan kom þeim yfir þröskuldinn.

Og annað ykkur til fróðleiks þá er þetta bull búið til úr tveimur gerðum af flensu úr mönnum, einni úr svínum og annari úr fuglum.

Rétt upp hendi...hver hefur séð kjúkling nauðga svíni ásamt tveimur einstaklingum, með sitthvoran flensustofninn í sér.

Þetta er náttúrulega ekkert annað en BULL.

Palli (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 13:35

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það sem menn óttast mest varðandi þessa flensu er, að hún er ólík hefðbundnum flensum hvað það varðar, að hún getur stökkbreyst á örskömmum tíma. Þá er ekki um meinlausa pest að ræða heldur risavaxna ógn ef allt fer á versta veg, sem hæglega getur gerst. En óþarfi að hræða fólk, en allur er varinn góður. Venjulegir fréttamenn eru ekki bestir í því að skilgreina þessa hluti.

Finnur Bárðarson, 11.5.2009 kl. 15:31

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þegar hin banvæna fulgaflensa stóð sem hæst, og var búin að drepa um 80 manns í Kína, þá frétti ég að árlega dæju um 1000 manns í Svíþjóð úr venjulegri umgangsflensu.  Svipað í Bretlandi, ef ekki meira.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.5.2009 kl. 15:52

7 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Er þetta ekki bara söluherferð flensulyfjaframleiðenda?

Helga R. Einarsdóttir, 11.5.2009 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband