Dulbúið svínasaltkjöt

Hvernig líst þér á þetta? sagði konan mín og sýndi mér plastpakka með fallegum kjötbitum. Á miðanum stóð: BÓNUS BBQ GRÍSABÓGSNEIÐAR REYKTAR. Svo kom innihaldslýsing og þetta getið þið svinasaltkjot.jpgallt lesið á myndinni sem fylgir af þessum miðaskratta. -- Mér lest vel á þetta, fallegt kjöt og gæti verið kræsilegur matur, ekki síst þar sem ég var með flensu alla vikuna og er rétt að byrja að finna bragð aftur og langa til að láta eitthvað ofan í mig.

Á miðanum stendur GRILLIÐ EÐA STEIKIÐ Í UM 10 MÍNÚTUR. Krásin var drifin á Salatmasterpönnu og ákveðið að snúa fallegum svínabitunum við á miðju bilinu, eftir 5 mínútur. Þá kom í ljós að svo mikill safi hafði verið í kjötinu að það nánast flaut á pönnunni. Þessu hnausþykka soði var ausið af og það bragðað til gamans, það var satt að segja sjósalt. Jæja, ætli það sé þá ekki það sem þurfti? Kjötið síðan brúnað á hinni hliðinni í eftirstandandi 5 mínútur og svo borið á borð.

-- Það var satt að segja lán að ekki voru gestir til borðs með okkur að þessu sinni. Krásin var gjörsamlega óæt af salti. Við ræddum stuttlega hvort við ættum ekki bara að fá okkur flatböku, en innrætt nýtni og sveitamennska varð til þess að við fluttum kjötið á aðra pönnu, fylltum með vatni og suðum upp. Enn óætt af salti. Soðinu helt af og pannan aftur fyllt með nýju vatni -- og að þessu sinni var hægt að leggja sér kjötið til munns.

Var það gott? Ef þér þy0905090016.jpgkir soðið svínasaltkjöt gott -- ja -- þá ætt. En steik var þetta ekki. Og satt að segja var þetta alls ekki líkt því sem okkur hjónum þótti miðinn bera með sér að það ætti að vera, og nú þegar þið sjáið miðann sjálf getið þið út frá eigin reynslu gert ykkur í hugarlund hvers konar matur þetta ætti að vera.

Læt fylgja með mynd af seinni uppsuðunni. Eftir þá afvötnun var hægt að láta þetta ofan í sig. En ekki meira.

Einskis framleiðanda er getið á miðanum. Aðeins Framleitt fyrir Bónus. Að fenginni reynslu skil ég vel að framleiðandinn veigri sér við að leggja nafn sitt við ósköpin.

Varið ykkur á svona svínasaltkjöti í dularklæðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ég mæli með  að kjöt sé verslað þar sem menn eru "Bestir í kjöti"

Guðmundur Júlíusson, 9.5.2009 kl. 20:14

2 identicon

það er bara eitt sem þú þarft að gera...hætta að versla við Bónus..punktur. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir þvi að þar er ódýrarst að versla en persónulega er ég hættur að láta koma mér svona eins og þú lýsir á óvart.

Bjarni (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 21:09

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Það eina jákvæða við þessa svínslegu reynslu er að þú ert á tánum, Sigurður og varar okkur hin við.

Mættum öll gera meira af því.   Af nógu er að taka.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 10.5.2009 kl. 01:49

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Oj bara, þetta eru vörusvik. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.5.2009 kl. 03:10

5 Smámynd: Eygló

Svona fer alvöru neytendavernd fram. Takk Sigurður. Það getur verið spennandi happdrætti að kaupa kjöt í Bónus og vinningshlutfallið ekki hátt.  Set ekki út á þá verslun að öðru leyti, kaupi þar flest inn.

Eygló, 10.5.2009 kl. 03:37

6 identicon

Mér finnst fínt að versla í Bónus þar sem það er ódýrast, en ég hef það bara fyrir reglu að kaupa ekki vörur sem eru svona merktar, þ.e. Bónus vörur framleiddar fyrir Bónus. Það er ástæða fyrir því að þessar vörur eru miklu ódýrari en sambærilegar vörur merktar framleiðandanum, þetta er bara rusl. Það eru notuð verri hráefni í þessar vörur.

Gummi (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 11:35

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hljómar eins og óútvatnað saltkjöt. Hefði þurft að standa á miðanum: látið liggja í vati í nokkra klukkutíma eins og pækilssaltkjöt. Hugmyndin góð að hafa svíasaltkjöt eins og lambasaltkjöt. Langar að prófa en þá er gott að vera búin að fá svona ábendingu. þetta verður sjálfsagt leiðrétt eftir þessa ágætu ábendingu.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.5.2009 kl. 12:47

8 identicon

Komdu sæll Sigurður. Þessi vara sem þú keyptir er framleidd af Kjarnafæði og hefur verið framleidd um tíma án athugasemda. Okkur þykir afar miður að þú hafir fengið vöru sem ekki stendur undir kröfum þínum og einnig okkar. Viltu vinsamlega hafa samband við mig í síma 840-7423. Ég finn ekki símanúmerið þitt. Eðvald Gæðastjóri Kjarnafæðis.

Eðvald Valgarðsson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 13:34

9 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Enn hef  ég ekki lent í svona hremmingum og   kaupi þó flestar matvörur  til heimilisiins í Bónusi. Eitt hef ég lært. Geymsluþol  ferskra jarðarberja sem keypt  eru í Bónusi er 2-3 sólarhringum  skemmra en  berja   frá Hagkaupum, sem  reyndar eru  dýrari.

Stuttt  saga  frá  sl.  föstudegi. Ég   stóð  við  Bónuskasssa í Kringlunnni. Tveir- þrír  fyrir  framan mig. Fremst var fullorðin kona, sem  var að  tína úr því sem hún hafði valið því hún hafði  ekki nema fimm þúsund krónur til að versla  fyrir. Engfin kortakona. Auðvitað  hefði verið einfalt að  bjóða henni að  setja þetta í körfuna  hjá mér, en  um leið hefði ég  verið að niðurlægja hana svo ég gerði það ekki.

  Síðan lá leiðin í Hagkaup til að kaupa eitthvað sem ekki fékkst í Bónusi.  Fyrir  framan mig var  snyrtilega klædd kona líka  svona  40-45 ára. Hún keypti  vörur í einn plastpoka.  Þegar hún var  búin að borga  og   byrjað var að afgreiða mig   gerði konan sér lítið  fyrir  og  tók ,  gíska ég á  eina   fjóra metra   af  plastpokarúllunnni með litlu  þunnu plastpokunum  sem  eru  við  alla  afgreiðslu kassa. Þessu stakk  hún í pokann sinn.

 Ég  stóðst ekki mátið og   sagði:  Glæsilegt hjá þér.  Hún brosti ekki. Þessi kona var ekki þannig  til  fara að  hún liti út fyrir að líða  skort.    Þannig var  nú það.

Eiður Svanberg Guðnason, 10.5.2009 kl. 13:50

10 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Er þá stundum  hugsanlega dýrast að versla í Bónusi?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.5.2009 kl. 16:56

11 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Takk fyrir þessar athugasemdir/samúðarkveðjur. Eitt kom mér þó á óvart: Það var innslagið frá gæðastjóra Kjarnafæðis, sem gekkst við þessari hörmungar framleiðslu. Eðvald, mér finnst of áliðið dags til að hringja í þig núna, vona satt að segja að þú sért ekki í vinnunni allan sólarhringinn. Ég er talsvert upptekinn næstu daga en símanúmerið mitt? Það/þau eru á bls. 923 í símaskránni frá 2008, sem er sú nýjasta sem ég amk. á. Undir Sigurður. Og -- mér kom á óvart að þessi mislukkaði matur skyldi koma frá Kjarnafæði

Sigurður Hreiðar, 10.5.2009 kl. 22:22

12 Smámynd: Karl Tómasson

Nú stöndum við öll vaktina kæri Sigurður, það vita allir. Það svindla fáir á okkur í dag.

Takk fyrir þetta minn kæri.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Tungunni.

Karl Tómasson, 11.5.2009 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 306023

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband