Að skipta um nafn á peningi

Miklu verða ráðamenn þjóðarinnar og önnur gáfumenni að tala skýrar og ljósar ef tölulegir aular eins og ég eiga að geta skilið að það skilji milli góðs og ills hvað gjaldmiðill okkar heitir. Er það lækning á okkar kreppta þjóðarhag að gjaldmiðill okkar fari allt í einu að heita evra? Mjólkurpotturinn á Kanarí kostar !,25 evrur sem á núgengi væri 164 kr eða þar um bil, en kostar hér 87 kr (Bónusverð) eða 0,66 evrur. Hvað ætli mjólkin kosti í München í evrum talið? -- Ég skil ekki hvernig það ætti að bæta okkar hag þó klinkið í vösum okkar heiti eitthvað annað en það heitir núna. Því ekki lækkar það eitt framleiðslukostnað eða innkaupsverð að skipta um nafn á peningi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Gunnar Kr.

Áttarðu þig ekki á því, Sigurður, að ef þú reiknaðir þetta á gengi €vru í fyrra, værum við að tala um svipað verð. En vegna þess að krónan hefur verið í frjálsu gengisfalli síðastliðið ár, þá kostar €vran okkur svo miklu meira nú.

Þú fékkst tæpar 12 €vrur í fyrra fyrir 1.000 íslenskar krónur, en nú færðu bara 7,3 €vrur fyrir þúsundkallinn. Það er sannkölluð kjararýrnun fyrir ferðamenn og þá sem kaupa erlenda vöru. 40%

Gunnar Kr., 19.9.2008 kl. 00:20

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Kjarni málsins er hins vegar svo ofur einfaldur. Ef við uppfyllum skilyrðin til þess að taka upp Evru, þá þurfum við ekki að taka upp Evruna, þetta er spurning um betri efnahagsstjórn, sem vissulega er vandasamt verkefni í því alþjóðlega umhverfi sem við erum í. Stór hluti vandans sem við vorum í var hins vegar fyrirsjáanlegur, þenslutimburmenn vegna stóriðju og umsvifa og útbólgins bankakerfis sem byggðist á auðfengnum lánum, en alþjóðlega ástandið bætir ekki úr skák. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.9.2008 kl. 01:32

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er alveg hárrétt ályktað hjá þér Sigurður.

Verðbólga á efnahagssvæði EES er núna hvergi hærri en í sjálfu ESB-landinu Lettlandi og sem þó hefur evru sem gjaldmiðil í gegnum myntráð. Þar er verðbólga nefnulega 15.6% og mjög erfiðlega mun ganga að ná henni niður því núna hefur Lettland ekkert gengi og enga stýrivexti til að berja á verðbólgunni. Því munu hrútleiðinlegar aðgerðir í gegnum ríkisfjármál og ríkisafskipti þurfa að vinna á verðbólgu Lettlands.

Hamar en ennþá hamar, og sleggja er ennþá sleggja.

Ef maður situr í miðju vaði á hesti sínum í ofsastraumi þá þýðir lítið að hrópa: "þú ert á vitlausum hesti Sigurður" !

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 19.9.2008 kl. 08:37

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég held að Anna og Gunnar R. séu á réttu róli með þetta. En Gunnar Kr, vissulega hefur krónan hrunið gagnvar evru, en jafnvel á evrugenginu 83 kr. eins og þú vísar til kostaði mjólkurlítrinn á Kanarí 104 kr sem er talsvert meira en hér.

Og enn er ósvarað hvað mjólkurpotturinn kostar í Þýskalandi. Eða á Ítalíu. Eða einhverju öðru Evrulandi hér austur af okkur -- þar sem verðbólgan hefur þotið áfram þrátt fyrir heiti gjaldmiðilsins.

Sigurður Hreiðar, 19.9.2008 kl. 12:21

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já, Sigurður, en mestu máli skiptir þó hversu lengi menn eru að vinna sér inn peninga til að geta keypt sér einn lítra af mjólk.

Þetta er einungs nákvæmlega sama umræða og fer fram INNAN allra landa Evrópusambandsins. Allir vilja fá mjólkina á verði Rúmena, en enginn vill þó vera á launum Rúmena.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 19.9.2008 kl. 12:39

7 identicon

Sigurður 

Það er rétt hjá þér við höfum ekkert að gera með að fara inn í ESB eða þetta helv. tryranny New World Order (NWO) eða þegar öll þessi sambönd þeas : Evrópusambandið (EU), Afríkusambandið (AU), Asíusambandið( Asian Union) , SuðurAmeríkusambandið (SAU) og MiðAmeríkusambandið (CAU) verða síðan sameinuð undir eina allsherjar alheimsstjórn ( "One World Governmet"  ) eða New World Order (NWO)  eins og menn eru að tala um? Því að ég er á því að það verður örugglega mög erfitt þarna etst á topnum hjá Central Banks elítunni committee of 300 Rockefeller & Rothschild liðinu sem kemu til með stjórna öllu með einræð?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 306023

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband