Má vera ljótt á bakvið

Nú sætir þeim tíðindum í þessum bloggheimum að bloggið mitt er aftur komið með sitt gefna útlit og hætt að vera með hvítu letri í rauðbrúnum grunni. Myndirnar eru komnar inn aftur og ég get séð hvort einhver hefur litið inn í bloggbæinn hjá mér og kemst að því að nú er skammt þar til að 100 þúsundasti gesturinn gluggar þar inn. Það er líklega ekki mikið á þessu rúma ári sem ég hef látið ljós mitt skína á þessum vettvangi en væri þó nokkur gestnauð ef allt þetta fólk hefði bukkað mín veraldlegu hús og viljað fá kaffi eða aðrar trakteringar…

Annars er ég enn með hugann að nokkru leyti við óskipulagið af Laugaveginum og hvort endilega þurfi að rífa húsið sem Vínberið er í eða helstu hús þar um kring, sem líta bara þó nokkuð þokkalega út og virðast hafa fengið nokkurt viðhald -- hafi sem sagt engir verktakar komist í þau til að láta þau drabbast niður í von um að í þeim setjist að skríll sem sé svo vinsamlegur að kveikja í þeim þannig að ekki verði rifist um hvort þau eigi að fara eða vera.

Ólafur Friðrik borgarstjóri sagði ef ég hef skilið rétt að hægt væri að ná samkomulagi um það að þessi hús fengju að standa og götumyndin óskert vera, hvort sem hún er 19. aldar eða 20. aldar. Núna er víst komin 21. öld og götumyndin eins og hún er og nýuppgötvað að einhverjum (öðrum um verktökum eða arkítektum með nýbyggingaæði) þætti hún hrútljót.

Mér dettur í hug að samkomulagið gæti verið að halda gömlu framhliðinni en setja nýtt á bakvið. Fyrir einhverjum árum var ég gestur í Glasgowborg í Skotlandi og gisti þar í hóteli rétt við photo1

háskólahverfið eða í því sem hét þá Grosvenor Hotel og mér skilst að heiti núna Grosvenor Hilton eða Hilton Grosvenor. Þetta var afar virðulegt hús framan frá séð en gressilega ljótt á bakatil en að innan eitt flottasta hótel í búnaði og viðurgerningi sem ég hef gist. Ég var að rabba við einhvern heimamann um þetta hótel og var þá sagt að þetta væri nokkuð gamalt hús -- sögulega séð, en það hefði brunnið til kaldra kola einhvern tíma á síðari hluta aldarinnar sem leið. Þá var leyfð uppbygging á staðnum með öllum nútíma tilburðum og innréttingum að því tilskildu að framhliðin yrði á ný sem fyrr og til var á fjöldamörgum ljósmyndum og hugsanlega líka byggingateikningum frá því á dögum iðnbyltingarinnar eða hvað þetta nú var.

Ef málin í Reykjavík eru komin í þá ófæru að endilega þurfi að hafa listaháskóla í þeirri andnauð og aðkomuþrengslum sem einkenna miðjan Laugaveginn gæti þetta kannski verið sáttaleiðin og með því myndi kassasafn verðlaunatillögunnar heldur fríkka ef eitthvað er. Hafa óbreytta framhlið en allt gert upp á nýtt á bakvið -- og það má þá vera ljótt.

En megintillaga mín er sú að listaháskóla og hátæknisjúkrahúsi verið fundinn aðgengilegri staður heldur en þeim útnára sem táknaður er með tölunni 101.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég hreinlega næ því ekki að einhverjum skyldi hafa dottið í hug að Laugavegurinn væri hentugur staður fyrir listaháskóla. Alveg fyrir utan spurninguna hvar fólk sem hann sækir ætti að leggja farartækjum sínum. Það hljóta að vera takmörk fyrir því hverju hægt er að troða í eitt lítið póstnúmer. Kveðja til þín og þinna, kæri vin.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.8.2008 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 306020

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband