Rödd skynseminnar

Sé eftir því að hafa ekki nennt að horfa á kastljósssamtal þeirra Ólafs og Helga um daginn. Mér var nóg boðið þegar spyrillinn -- sem leyfði viðmælanda sínum sjaldnast að ljúka heilli setningu -- virtist telja það borgarmálefni hvort borgarstjóranum þættu teikningarnar af listaháskóla við Laugaveg sýna ljót hús.

Þar hefði ég í Ólafs sporum verið fljótur að svara, borgarmálefni eða ekki -- mér finnst það sem ég hef séð af þessum teikningum sýna framúrskarandi ljótt kassasafn.

Þess utan set ég stórt spurningarmerki við hvaða erindi Listaháskóli Íslands á við helstu verslunargötu borgarinnar. Þó hún sé kannski fáfarin nema á örfáum sólardögum sumarsins, og þá einkum af túristum erlendum og íslenskum, er það samt eina hlutverk hennar að vera verslunargata. Mér finnst rödd Sigmundar Davíðs eina rödd sæmilegrar skynsemi í þessu efni: gamli bærinn á að vera kofasafn handa þeim að skoða sem hafa mestan áhuga á originölum og aborginölum og reyna að gera sér í hugarlund hvernig það muni hafa verið að vera á dögum fyrir hundrað árum.

Mér finnst listaháskóli við Laugaveg samskona tímaskekkja og ranghugsun og að setja aðalsjúkrahús landsins niður í jaðri Vatnsmýrarinnar.

Hvort tveggja á að fá að standa þar sem það hefur meira frelsi og víðáttu í kringum sig í stað þess að verða enn til að stífla þegar rennslistregar umferðaræðar borgarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér með teikningarnar. Þetta er bara kassasafn. 

Það er alveg með ólíkindum hvað þessi "fréttamaður" er iðulega dónalegur við viðmælendur sína.  Seint verðu um mig sagt að ég sé stuðningsmaður borgarstjórans. Hefði í hans sporum staðið miklu fyrr upp og gengið út frá þessum gusugangi í manninum.

Gummi (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 305958

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband