Einangrandi orð!

Rétt eitt dæmi um undarlega notkun á orðinu „einungis“, sem nú til dags virðist notað í fjölmiðlum án markvissrar merkingar.   . . .stöðvaði bílinn einungis eftir að. . . -- hvað eiginlega þýðir þetta?

Að mínum málskilningi þýðir einungis eitthvað sem gerist aðeins af því að eitthverjar ákveðnar forsendur eru fyrir hendi. Lásinn opnast einungis fyrir réttum lykli. Mér finnst gúrka bara vond, en get ekki sagt að mér finnist einungis gúrka vond, því mér þykir til dæmis skata líka vond, svo dæmi sé tekið. Samkvæmt orðabókinni þýðir „einungis“ bara, aðeins, eingöngu, ekki nema, en þar vantar dæmi um notkun og líka notkun sem ekki er möguleg. Hann var einungis 12 ára þegar hann fór að læra á fiðlu finnst mér tam. ekki geta gengið, og með því að máta aðrar hugsanlegar merkingar orðsins við þessa staðhæfingu sést að bara, aðeins, ekki nema eru einu gefnu merkingarnar sem þarna gætu átt við. Það er td. ekki hægt að segja að hann hafi eingöngu verið 12 ára, því hann hefur ábyggilega verið fleira, td. með 10 fingur og gott tóneyra.

Skortir ekki nokkuð á að fólk íhugi merkingu orðanna sem það notar? Eða einfaldlega hvort orðin eiga við eitt eintak eða fleiri = eintala eða fleirtala? Maður sér iðulega, ekki síst í auglýsingum, að eitthvað sé við Laugarveginn í Reykjavík. Heitir ekki gatan sú arna sínu nafni af því hún lá inn að Þvottalaugum -- í fleirtölu? Ég sá í morgun held ég auglýst húsnæði til leigu í Hafnafirði. Hversu margar ætli hafnirnar séu þar? -- Ég  held að hún sé einungis ein -- og jafnvel í þessu samhengi færi betur að segja aðeins ein -- einungis er alveg svakalega einangrandi orð!

Ökumaður stöðvaði bílinn einungis eftir að löggan á toppnum hafði hleypt af átta skotum. Og hvað? Hefði hann kannski stöðvað næst eftir önnur átta? Hvað þýðir svona rugl?


mbl.is Ók 1 km með lögguna á toppnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Mæltu manna heilastur nú sem endranær. Ég held að íþróttafréttamenn séu mestu rassböguþrælar fjölmiðlanna um þessar mundir. Í umfjöllun um knattspyrnuleik Spánverja og Ítala nú fyrir stundu töluðu gáfumennin Þorsteinn Joð og gestir hans um að bæði liðin hefðu góða spyrnumenn fyrir vítaspyrnukeppni. Í mínu ungdæmi var talað um skyttur en það þykir líklega ekki nógu flott lengur. Og svo vinna leikmenn vinnuna sína vel eða illa sóknarlega séð og varnarlega séð, og ekki er lengur talað um kantmenn eða að leika upp kantinn heldur eru komnir í stað þeirra vængmenn og er leikið upp vænginn. Ja, það er margt skrítið í kýrhausnum!

corvus corax, 22.6.2008 kl. 21:55

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ekki skal ég segja um það hvaða hópur fjölmiðlunga er rassbögulegastur nú til dags. Og íþróttafréttir fara fyrir ofan garð og neðan hjá mér -- inn um annað eyrað og út um hitt ef ég glappast á að heyra þær óviljandi. Þó hef ég stundum heyrt þar eitthvað í líkingu við það sem hann hér að ofan talar um. Í sama anda og spyrnumenn fyrir skyttur er þegar rassbæglingar tala um samnemendur af því þeir vita ekki hvað skólasystkini eru. Sjálfur veit ég ekki hvað corvus corax þýðir, en eftir myndinni að dæma held ég að þetta sé einhver Hrafnsson. Og samkvæmt textanum sýnist mér hann fljúga allvel fiðraður.

Sigurður Hreiðar, 22.6.2008 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband