Skjóttur, fláður og sláður

„Grrr... Í fréttunum í gærkvöldi á St.2 endurtóku þeir Logi og einhver annar fréttamaður, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að bangsinn sem skotinn var um daginn  hefði nú verið  FLÁDUR!!  Og þeir hikstuðu ekki einu sinni á þessu. Mér datt svona í hug hvort enginn vildi taka sig til og slá þá utanundir fyrir þessa ambögu. Þá væri hægt að segja að  þeir hefðu  verið "sláðir" eins og bangsagreyið vað "fláð"."

Oft er gaman að athugasemdum sem maður fær, svo sem þessari sem ég fékk við síðustu færslu frá konu sem að vísu er bara með ippi, en ég veit gjörla hver hún er þessi og hef bara gaman af að koma athugasemd hennar betur á framfæri.

Það hefði verið við hæfi í þessari frétt -- sem ég reyndar heyrði ekki því ég er lélegur að horfa á sjónvarp og þá sér í lagi á stöð 2 -- að segja að bangsinn hefði verið „skjóttur" (af skotinn), þegar hann var sláður af áður en hann var fláður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er ekkert undarlegt. 

Þetta eru sömu mennirnir og tala um "mótmæli gegn", og hluti "varðandi" hitt og "hvað varðar" þetta.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.6.2008 kl. 16:25

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Spurning hvort sama fólkið mundi skilja gamla brandarann: ,,Þeir áruðu og áruðu til að verða undastir" eða tæki honum bara sem góðri og gegnri íslensku.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.6.2008 kl. 17:58

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Eða ef bangsi hefði sagt: Láttu mig kjurt ég á mig sjálft

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 12.6.2008 kl. 18:12

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Nú varstu skrefi á undan mér frændi. Ég átti bara eftir að gefa mér tíma frá útiverkum til að koma "hrifningu" minni á framfæri.

Ég hélt að hann Logi kynni mælt mál frá "fyrra lífi", en það virðist ekki vera.

En það átti annað að hanga á spýtunni hjá mér. 

Sömuleiðis, í kvöldfréttum stöðvar tvö í gær, var talað um íbúðarlánasjóð og sagt með aðdáun að hann væri greinilega "ekki dauður úr öllum glæðum"? kv.  

Helga R. Einarsdóttir, 12.6.2008 kl. 19:11

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...smá innlegg úr fréttum Bylgjunnar í gær eða fyrradag: "tvíburar voru í héraðsdómi dæmdir fyrir að ráðast á annan mann".......sá sem las, held það hafi verið Kristján Már, hikstaði ekki.  

Haraldur Bjarnason, 12.6.2008 kl. 21:17

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sko, þetta gutu þeir.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.6.2008 kl. 22:34

7 Smámynd: gudni.is

Þú ert góður í þessu meistari Sigurður Hreiðar

gudni.is, 12.6.2008 kl. 23:17

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hahhahaha, ég missti greinilega af þessu!

Guðríður Haraldsdóttir, 13.6.2008 kl. 00:10

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Ríkisstjórnin hafnar bótum!"

Þetta var fyrirsögn sem varðaði úrskurð Mannréttindanefndar S.þ. um bætur til sjómannanna tveggja sem kærðu.

Líklega hefur varið átt við að ríkisstjórnin hafnaði kröfunni. 

Það væri undarleg ríkisstjórn sem hafnaði bótum.

Árni Gunnarsson, 20.6.2008 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 305960

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband