28.9.2007 | 08:48
Ómar að handan
Nema hvað að nóttina eftir dreymir mig að ég kem á þennan fund. Aðrir fundargestir eru komnir og það er aðeins eftir eitt autt sæti handa mér, beint á móti Ómari. Ég varð óneitanlega talsvert undrandi í draumnum, því ég vissi - í draumnum - að Ómar væri dáinn.
En ég sneri mér beint að honum, án þess að skeyta um aðra viðstadda, og spurði hverju það sætti að hann væri hér á þessum fundi. Hann svaraði mér af bragði og var þegar kominn í 6. málgír sem þeir kannast við sem til hans þekkja og útlistaði að hann hefði svo mörg járn í eldinum og ætti svo margt ógert hér í þessu lífi að hann gæti bara ekki komið því við að fara núna yfir móðuna miklu.
En, bíddu við, þóttist ég segja, þú ert örugglega dauður, er það ekki?
Og Ómar svaraði, af sama málstyrk og hraða: Nei nei nei nei nei, ég er bara framliðinn.
-- Ég kann ekki að ráða drauma og hin síðari árin hefur sjaldnast verið mark að draumum mínum, þá sjaldan að ég man þá. En þessi draumur hefur fylgt mér þétt síðan hann bar fyrir mig og einkum út af hugsanlegum orðaleikjum í honum: ómar, dáinn, dauður, framliðinn. Í sjálfu sér held ég að hann hafi ekkert með persónuna Ómar Ragnarsson að gera, miklu fremur merkingu nafns hans.
Allar gáfulega skýringar á draumnum væru vel þegnar, fyndnar ef vill, en hótfyndni afþökkuð.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lauslegt skot/tillaga til gamans:
Dauðinn í þessum draumi er pólitíkin. Ómar mun líklega hætta í pólitíkinni. Röksemd: Þú (Sigurður) ert ekki í pólitík, það best ég veit. Lausa sætið var beint á móti Ómari, sem þýðir að þið eru komnir á sama stað við borðið/í lífinu, í þessu tilfelli utan pólitíkur. Þú verður einmitt hissa á því að hann skuli vera kominn á sama fund/stað og þú. Ómar svarar: "Nei, nei, ég er bara framliðinn", lesist: hættur í pólitík. Hann getur ekki komið því við að fara núna yfir móðuna miklu. Lesist: Hann hefur ekki tíma til að busla óvirkur í stjórnarandstöðustraumi móðunnar miklu, þ.e. þjóðlífsins eða þingsins núna, eins og á stendur. Hann hefur svo margt annað þarfara að gera. Í honum dansa nefnilega villtir þessir kunnu ómar lands og þjóðar.
Gæti þetta ekki verið eins góð skýring og hver önnur?
Lesandi (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 22:34
Mjög útpæld skýring hér að ofan. Ég leggst ekki svona djúpt, en minntu mig á að segja þér frá enn merkingaþrungnari (og óskiljanlegri) draumi sem mig dreymdi um helgina, kannski varðar hann þig?
Véfréttin (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.