Sjáum -- og sjáumst

Nú rignir og lauf trjánna sem var svo fallegt í sumar er tekið að lufsast um og vera til óþurftar í niðurföllum og víðar.

Svo skrýtið sem það er mun staðreyndin samt sú að umferðaróhöpp eru tíðari þegar veður er bjart og akstusskilyrði góð heldur en hið gagnstæða. Samt er aldrei nauðsynlegra að sjá vel út um framrúðuna en þegar eitthvað er að skyggni -- eins og núna þegar ekki verður einu sinni bjart um miðjan daginn.

Einhver ódýrasta líftrygging sem ökumaður getur keypt sér er gott þurrkublað. Í allmörg ár hef ég haft fyrir reglu að skipta um þurrkublað framan við ekilssætið amk. tvisvar á ári, haust og vor, til að tryggja að vinnukonan (rúðuþurrkan, í þessu tilviki) vinni sitt verk. Það er nefnilega ekki nóg að hún hámi stærstu dropana af rúðunni eða smyrji þá út, rúðan á að vera hrein og gulltær eftir stroku vinnukonunnar. (Gamla blaðið getur farið á hinn þurrkuarminn, ef það er sæmilega nothæft enn, annars þarf að skipta báðum megin.)

Alltof algengt er að setjast upp í bíl þar sem rúðan er kámug eftir stroku vinnukonunnar eða hún skilur rákir eftir. Það gengur ekki og er hættulegt, ma. vegna þess að ljós bíla sem koma á móti skapa misvísandi speglun í óhreinni strokunni. Þurrkublað er raunar eitt af því sem hefur hækkað umfram ýmislegt annað undanfarin 10 ár eða svo en er samt ein ódýrasta líftryggingin enn í dag.

Svo er líka rétt að fara út með volgt vatn með daufri sápublöndu ásamt góðri tusku -- gjarnan rifníu úr gömlu handklæði -- og þvo framrúðuna vel að innan. Þurrka yfir með þurri tusku á eftir. Mig grunar að margir verði hreinlega hlessa þegar þeir sjá hve óhrein rúðan er að innan.

Skammdegið fer í hönd. Tryggjum okkur hreina framrúðum og höfum ljósin í lagi. Gamla vígorðið í umferðinni er enn í fullu gildi: Sjáum -- og sjáumst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aha og æijá. Þessi þrifamessa þín verður sennilega til  þess að ég skammast  til að gera það sem staðið hefur til síðustu vikur þ.e. fara að þrífa bílinn áður en frýs. Eftir það er hægt að finna ótal afsakanir einkum og sér í lagi af því að þetta eru ein leiðinlegustu þrif sem til eru. Þó viðurkenni ég að það að strjúka af bílrúðunni ætti að vera framkvæmanlegt við og við, jafnvel fyrir lötustu bílþvegla. Kv. Gunný

Gunný (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 09:10

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þetta er nú svo lítill bíll, systir góð…

og hugsaðu þér hvað hann verður nú snotur þegar þú ert búin að bóna hann líka, fyrir utan hvað það ver lakkið og fyrirbyggir ryðpunkta. -- Ég mæli með Sonax spraybóni, það er fljótlegt og þægilegt. Endist kannski ekki bóna best, en vinnur það upp á því hve þægilegt er að bóna með því.

Kveðja í bæinn

Sigurður Hreiðar, 29.9.2007 kl. 09:29

3 identicon

Ja lítill, ég nennti því samt ekki.Fór á kústþvottastöð, það dugar  vonandi fram eftir hausti ef ekki tekur upp á að rigna því meir. Bið að heilsa. G.

GH (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 305960

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband