Færsluflokkur: Dægurmál
17.4.2010 | 14:24
Ekki benda á mig
![]() |
Mér finnst ég hafa brugðist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.4.2010 | 15:13
Að nenna ekki að hugsa á íslensku
Aðrir mér færari og duglegri stunda málfarsblogg, en eins og dyggir lesendur mínir sem gegnum tíðina eru orðnir nokkur þúsund uppsafnaðir vita kemur fyrir að ég fæ ekki orða bundist í þessum efnum. Í gærkvöld voru t.a.m. fréttir í RÚV af náttúruhamförum í Rangárvallasýslu og vitnað til þess að verkamenn við Bakkafjöruhöfn í Landeyjum -- eða heitir hún einfaldlega Landeyjahöfn? -- hefðu verið vaktir um miðja nótt til að flýja hugsanlegt flóð af völdum hlaups í Markarfljóti. Voru allir vaktir upp? spurði fréttamaðurinn. Já, við vöktum alla upp, svaraði þar til bær starfsmaður hafnaframkvæmdanna.
Guð sé oss næstur, hugsaði ég. Starfa þá tómir uppvakningar við hafnargerðina?
Er enska orðasambandið wake up eitthvað að villa þarna um fyrir þeim sem ekki nenna að hugsa á íslensku?
Úr því ég er byrjaður að tuða má líka nefna að nú gerist æ algengara -- og er eiginlega að verða meginregla, að eitthvað gerist líkt og þegar vísað er til þess að það sé nákvæmlega eins og. Á þessu tvennu finnst mér stigsmunur. Hann Jón á nr. 15 er líkur afa sínum og hann er með gleraugu eins og hann.
Er enska orðið like eitthvað að villa þarna um fyrir þeim sem ekki nenna að hugsa á íslensku?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.4.2010 | 13:18
Hvernig er eignarfallið af birting?
Ekki kemur fram hjá Birni Inga til hvaða nota hann eða hann og kona hans hafi fengið hátt lán í banka. Bara til hvers það hafi ekki verið notað. Enda er það kannski aukaatriði í mínum huga og eins og ég hef heyrt þetta hingað til -- hafandi ekki lesið metsöluskýrsluna -- hljómar þetta ekki eins og sakbending heldur að hann sé aðeins nefndur af því að hann er fjölmiðlamaður. Þess háttar fólk á náttúrlega ekki að fá lán, allra síst í banka.
Annað hnaut ég um og það er orðalagið hefur látið af störfum tímabundið í kjölfar birtingu skýrslu rannsóknarnefndar. Vita fjölmiðlungar á mbl.is ekki hvernig eignarfallið af orðinu birting er?
![]() |
Björn Ingi hættir tímabundið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2010 | 16:23
Serbó-króatar í frysti í Vesturbænum?
Skondin klausa höfð eftir Vigdísi fyrrum forseta í Fréttablaðinu í dag: Ég heyrði serbó-króatísku í morgun í Melabúðinni, ég þekkti ekki tungumálið og var nánast komin með höfuðið ofan i frystinn til að heyra betur í fólkinu sem þar var að tala saman.
Ég kem að vísu ekki oft í Melabúðina. En man yfirleitt ekki eftir fólki ofan í frystinum í þeim verslunum sem ég ven komur mínar í.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.4.2010 | 11:13
Síðasti gyðingurinn
Þessa mynd og þennan texta fékk ég senda áðan í stærri skrá með fleiri myndum frá árum heimstyrjaldarinnar síðari. Að breyttu breytanda þykir mér sláandi líkindi með henni og því sem við erum nú að sjá í kvikmyndarstúf sem RÚV þykir ástæða til að halda mjög að okkur austan frá Írak og jafnframt halda því að okkur að við séum hlutdeildarmenn í því stríði sem þar var og er háð að undirlagi Bush fyrrum forseta og hans legáta.
Ég ætla ekki að þýða enska textann. Ég held hann sé flestum auðskilinn.
-- Lagfært vegna málvillu kl. 15.45.
This picture was taken on
September 16, 1941 at
Vinnitza, Ukraine and was found in the
personal file of a German Einsatzgruppen
soldier. On the back of the picture he had
noted, This is the last Jew of Vinnitza.
28,000 Jews from the city and surrounding
area were shot on that day by the
Einsatzkommando (a sub-group of the five
Einsatzgruppen mobile killing squads
responsible for systematically killing Jews
and Soviet political activists).
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.4.2010 | 19:19
Lækkar -- eða hækkar?
![]() |
Gengi krónunnar lækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.4.2010 | 14:24
Ball(ar)skák eða vasabilljarð
Einhvers staðar sá ég á prenti -- í blaði eða einhvers staðar á netinu -- að þeir væru að reyna að slá heimsmet í vasabilljarð.
Mig uggir að það sé dálítið annað en ballskák. Og óvíst um met í vasabilljarð.
![]() |
Spila ballskák í þrjá sólarhringa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.4.2010 | 18:14
Langafabróðir barnanna minna
Vesturfarasögur hafa löngum heillað mig og ekki dofnaði áhuginn við að heimsækja hluta af þeirra slóðum í Manitoba og North Dakota í fyrra. Ég sat því eins og límdur yfir þætti Elínar Hirst í gærkvöld og þótti fróðlegt hefði þó viljað vita eitthvað meira um hvað dreif á daga Guðnýjar Jóhönnu og hennar manns eftir að þau sneru aftur heim til Íslands.
En nafn forföðurins sem utan fór, Péturs Sigfússonar, hnippti við mér. Fyrir nokkrum áratugum heillaðist ég af ættfræðigrúski (sem hefur nú nokkuð rjátlast af mér) en þessi nafnasamsetning þótti mér forvitnileg. Svo ég fór inn á Íslendingabók á nafni konu minnar og viti menn: Pétur þessi vesturfari og Gunnlaugur Árni Björn, afi konu minnar, voru bræður.
Báðir voru þeir synir Sigfúsar Péturssonar frá Hákonarstöðum og Helgu Sigmundsdóttur konu hans. Sigfús og Helga eignuðustu þrjú börn auk þeirra auk þess sem Sigfús átti tvö börn fyrir. Ekki verður séð af Íslendingabók að fleiri systkin en þeir Pétur og Björn hafi aukið kyn sitt.
En -- Pétur vesturfari var sem sagt langafabróðir barnanna minna.
María tengdamóðir mín, dóttir Gunnlaugs Árna Bjarnar Sigfússonar, ólst upp hjá vandalausum og þekkti lítt framættir sínar. Ég hafði samt einhvern veginn á tilfinningunni að faðir hennar hefði verið einbirni, en það er sem sagt ekki rétt. Sjálf fæddist María ekki fyrr en 1900 og þá voru öll systkini Bjarnar ýmist látin eða -- í dæmi Péturs -- horfin til Vesturheims. Það, ásamt því að hún ólst upp hjá vandalausum er eðlileg skýring á hugmyndinni um Björn sem einbirni.
En af Birni er verulegur ættbogi kominn. Sem segir manni að það rættist líka úr fyrir þeim sem eftir urðu á Íslandi, þó Björn kæmist aldrei upp úr vinnumennskunni sjálfur. Hann eignaðist átta dætur með konu sinni Guðnýju Þorsteinsdóttur, þó aldrei rækju þau bú saman, og níundu dótturina átti hann fyrir sem fluttist vestur um haf með móður sinni og jók þar kyn sinn. Af hinum sjö eignuðust þrjár fjölskyldur og af þeim er kominn talsverður fjöldi fólks.
Og hvers vegna er ég svo að blaðra um þetta? Vegna þess að mér þykir ekki síður vert að minnast þeirra sem þraukuðu en hinna sem fóru vestur. Og ber þó fulla virðingu fyrir þeim. Þess utan þykir mér gaman að hafa séð þarna víkka mjög svo frændgarð barnanna minna gengum langafabróðurinn sem við vissum ekki um en leitaði gæfunnar í annarri heimsálfu og virðist ekki hafa farið erindsleysu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2010 | 11:36
Sagði Norðmaðurinn satt?
Almennt held ég menn hafi verið tregir til að trúa Norðmanninum sem staðhæfði að bensíngjöfin á Priusnum hans hefði fest í botni og þess vegna hefði hann keyrt eins og óður maður á 176 km hraða þar til hann lenti utan í vegariði, en við það hafði gandreiðinni létt.
Nú er hann aftur í fréttum því aftur keyrði hann utan í vegarið, nú á blásaklausum Renault. Og er nú á spítala með einhverja áverka eftir slysið. Konan hans segir að fjölmiðlaumfjöllun eftir Prius-gandreiðina hafi borið hann ofurliði og því hafi farið nú sem fór. Það hafi farið voðalega illa í hann, segir frúin, að enginn vildi trúa sögu hans um bensíngjöfina sem festist. Sjálfur staðhæfir hann að hann hann hafi reynt að bremsa en án árangurs, og einhver vitni þykjast hafa séð bremsuljósum bregða fyrir á Priusnum þar sem hann vatt sig milli akreina og "kjørte som besatt". En tæknimenn hvaðanæva að finna enga tæknigalla eða bilun í téðum Prius.
Og nú bíður löggan eftir því að ökumaðurinn vegriðavísi hressist svo að hægt sé að taka hann til yfirheyrslu. Saga hans um bensíngjöfina föstu þykir nefnilega afar lítið trúverðug.
Hér má sjá Priusinn sem fældist. Sjúkraflutningamenn eru að færa dauðskelfdan ökumanninn yfir í sjúkrabíl.
Svo er það blásaklaus Renaultinn. Hér varð ökumanninum svo um að hann er á spítala síðan.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2010 | 22:26
Matti Hakkari…
![]() |
Hakkari fékk 20 ára fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 306567
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar