Færsluflokkur: Dægurmál
13.5.2010 | 18:52
Samnemendur?
![]() |
Sló í gegn á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2010 | 17:03
Hvað er mettill?
Fyrirgefið mér fáfræðina -- en hvað er mettill?
-- Nú er búið að breyta þessu orði í möttul og þar með eyðileggja bloggið.
Það gerir sosum ekkert til.
![]() |
Enn kemur kvika úr möttlinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.5.2010 | 10:21
Helmingi betri er Steinka Dísa
Sé í Staksteinum Moggans í dag að það er verið að undirstinga Jóhönnu Sigurðardóttur, oddvita ríkisstjórnarinnar, um að skrifa sjálfsævisögulegan reyfara um hver hafi lofað Má Bleðasankastjóra góðum launum. Og mælst til þess að Steinunn Valdís útvegi pening til að gefa reyfarann út.
Væri ekki réttara að fá Guðlaug Þór til að afla fjárins? Hann virðist vera helmingi betri sláttumaður en Steinka Dísa.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2010 | 15:10
Hve gamlir?
Ætli þessir kauðar hafi ekki verið á þrítugsaldri? Skv. orðabók eru þeir á tvítugsaldri sem farnir er að nálgast 20 ára afmælið. Eftir það eru þeir komnir á þrítugsaldurinn.
Þetta er oft misnotað af því þeir sem skrifa skilja ekki hvað við er átt með orðinu og hafa ekki fyrir því að fletta því upp.
Vænti að hjónin séu milli 50 og sextugs -- á sextugsaldri, eins og þarna stendur -- og dóttirin á milli 30 og 40 ára eins og þarna stendur -- á fertugsaldri.
Vona að þau nái sé fljótt af áverkum sínum og að kauðarnir verði rassskelltir.
Leiðrétt sláttuvilla kl. 18.20
![]() |
Enn á spítala eftir líkamsárás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.5.2010 | 14:28
Uppspunnin frétt úr DV uppistaða í kosningabaráttu?
Nú er mér boðið að vera þátttakandi í íbúahreyfingu til bæjarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ, tilgreint á Smettu (fésbók) sem ég er að vísu skráður í en skil ekki hvernig virkar.
Þegar ég fer að skoða þetta íbúaframborð sé ég fyrst og efst hampað frétt úr DV frá því í ágúst í fyrra sem er að mestu leyti uppspuni. Ég á engra hagsmuna að gæta á Hulduhólum lengur en ég er uppalinn þar og tók þátt í uppbyggingu jarðarinnar sem nýbýlis og veit
að jörðin var aldrei eignarjörð heldur leigujörð með svokallaðri erfðafestu.
að þegar bærinn leysti hana til sín fengu eigendur Hulduhóla útmældan landskika til eignar.
að núverandi eigendur áttu ekkert land til að selja bænum -- eða öðrum -- fyrr en þá eftir að liðurinn hér að ofan varð að veruleika.
að foreldrar mínir reistu þau hús sem þar standa löngu áður en núverandi eigendur komu þar til sögu.
ekkert um hvernig æxlast hefur til með þær lóðir sem seldar hafa verið af eignarhluta núverandi eigenda frammi á Lágabrúnunum.
að ef annað í útjaskaðri þvælufrétt DV frá því ágúst í fyrra er jafn brenglað og það sem hér segir um þar tilgreind atriði er hún ekki skóbótar virði.
að ef hugsanlegt framboð íbúahreyfingar í Mosfellsbæ hefur ekki beysnari stoðir á að byggja ætla ég að halda mig fjarri.
Ég sé reyndar líka að þarna er eitthvað verið að tuða um golf, sem er mér álíka fjarrænt og Smetta. Golf er eitthvað sem snýst um hvíta kúlu, fremur harða en nokkuð fjaðrandi. Þar fyrir utan þykir hentugt að láta það snúast um pólitík þegar þeir sem hana vilja leggja fyrir sig hafa sosum ekkert áþreifanlegt að rífast um.
Leiðrétt vegna sláttuvillna kl. 15.03
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2010 | 17:58
Afrek að nefna nafnið sitt?
Svo undarlegt sem það kann að virðast hef ég nú á nokkrum vikum eða var það mánuðum? hlustað/horft á spurningakeppni framhaldsskóla og grunnskóla landsins í fjölmiðlum þjóðarinnar og svo aflraunakeppni ungmenna sem kölluð er Skólahreysti. Þykir raunar ekki fallegt að misbjóða svona ungum líkömum sem eru að vaxa eins og með armlyftum á slá og niðurdýfingum á tittum sem standa út úr vegg -- hvernig verða axlirnar á þessum blessuðum börnum eftir 50 ár? Verður það bara kölluð gigt? Samt gaman að sjá hvað þessi börn geta.
En eitt hefur mér ofboðið í öllum þessum þáttum: Það eru lætin og gauragangurinn sem virðist beinlínis vera spanað upp í áhorfendum/áheyrendum í sal. Þessi djöfulgangur er kallaður fagnaðarlæti og stemmning, en fjandakornið sem þetta er nokkuð annað en skrílslæti. Það er eitt að fagna og láta í ljós ánægju sína með það sem vel er gert, en þessi skefjalausi gauragangur og langdregnu ótímabæru öskur eru ekkert annað en skrílslæti. Jafnvel þar sem keppendur hafa ekkert afrekað annað en að nefna nafnið sitt er spanað upp í viðstöddum að öskra eins og naut og láta eins og eitthvað stórmerkilegt hafi gerst.
Til hvers leiðir eiginlega uppeldi af þessu tagi?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.4.2010 | 22:14
Venjan sem fyrir 90 árum var að vinna á sig hefð
...
Og ökuhraðinn. Hann er enn ákveðinn svo lágur, að hver einasti bifreiðarstjóri hlýtur að brjóta fyrirmælin um hann dags daglega. Þarf að breyta þeimfyrirmælum, og gera hámarkið nokkru hærra, og ganga svo strangt eftir að hlýtt sé. Mun það vera affarasælla en venjan, sem nú er að vinna á sig hefð."
...
Mbl. 3. júlí 1920.
Höfum vér gengið til góðs? -- Núna, 90 árum seinna, er einblínt á hraða sem orsök hins illa í umferðinni. Venjan, sem verið var að vinna hefði í júlí fyrir 90 árum, að berja hraða niður í það sem er í raun óraunhæft, hefur orðið ofan á.
Er það fagnaðarefni?
![]() |
Meirihluti ók of hratt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.4.2010 | 17:49
Volkswagen trúir á framtíð rafbíla
Eftir að af lagðist að fréttamiðlar íslenskir segðu okkur fréttir úr bílheimum (nema Mogginn lítilsháttar stundum) má heita að við búum í algjörri fávísi um hvað þar er að gerast. Þó gerast þar hver stórtíðindin á fætur öðrum, eins og að Kínverjar hafa keypt Volvo eftir að Indverjar keyptu Land Rover. Hinir síðarnefndu hafa nú afturkallað ákvörðun sína um að loka annarri verksmiðju Land Rover í Bretlandi heldur þykjast sjá teikn á lofti um að hægt sé að halda áfram þar að raða saman bílum, amk. fyrst um sinn.
Ég man ekki eftir að hafa séð fréttir um að Volkswagen hefur nú ákveðið að verða leiðandi í framleiðslu rafbíla í Evrópu og Golf verði fyrsti bíllinn þeirra sem framleiddur verður sem rafbíll. Rafmagns-Golf á að koma í sölu árið 2013. Takmarkið er að VW verði kominn með 3% af heimsmarkaði á sviði rafbíla árið 2018, er haft eftir Martin Winterkorn forstjóra VW, sem jafnframt boðaði að á næsta ári yrðu smíðaðir og settir í umferð 500 raf-Golf tilraunabílar.
Á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf í síðasta mánuði sýndi VW tvinnbíls útfærslu af Tuareg og boðaði jafnframt tvinnbílaútfærslur Jetta í ágúst 2012 og ári seinna af Passat og Golf, fyrir utan al-raf útfærslu af Golfinum.
Nýr Golf. Á árinu sem leið seldust 164.500 slíkir gripir.
Volkswagen Milano-Taxi. Sæti fyrir tvo aftur í og töskurnar hafðar frammi í.
Þar að auki er VW með nýja útfærslu af rafknúnum leigubíl í pípunum sem einnig á að koma á markað 2013. Sá heitir Milano-Taxi og er eftir myndum að dæma einna líkastur Fiat Multipla. Þetta er skiljanlega (miðað við tiltölulega lítið drægi pr. rafhleðslu, í tilfelli Milano-Taxi 300 km) hugsað sem borgaleigubíll og á að mér skilst að taka tvo farþega, báða aftur í, því við hlið ökumanns frammi í á að vera töskurými því skott verður ekkert á gripnum.
Leiðréttar sláttuvillur kl. 18.50
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2010 | 18:32
Dónaskapur á bílastæði
Er ég einn um það að þykja það argasti dónaskapur þegar lagt er svona í stæði? Tala nú ekki um á stað og tíma þar sem öll stæði eru full?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.4.2010 | 17:57
Um hvað snerist þjóðaratkvæðagreiðslan?
Gera lítið úr hverju? Var þessi þjóðaratkvæðagreiðsla einhvern tíma einhvers virði?
Mér sýnist, einnig á framkomnum bloggum um þetta efni, að menn hafi þann skilning að þjóðaratkvæðagreiðslan hafi snúist um hvort Íslandi bæri að borga þær skuldir sem til var stofnað í þess nafni og gert að skuldum þjóðarinnar með því að gæta þess ekki að Tryggingasjóður innstæðueigenda stæði undir nafni.
Snerist þjóðaratvkæðagreiðslan um það? Eða snerist hún um hvort gilda ætti lögin sem forsetinn neitaði að skrifa undir í upphafi ársins?
Leiðrétt vegna ritvillu kl. 21.18
![]() |
Lítið gert úr þjóðaratkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar