Færsluflokkur: Dægurmál
16.8.2010 | 13:59
Týna – hverju?
Sögnin að týna tekur með sér þágufall, sbr. týna einhverju. Tína afturámóti stjórnar ekki aukafalli og þess vegna kemur nefnifall með því.
Kannski er þetta frekar spurning um að kunna skil á hvað er með ufsiloni og hvað ekki, heldur en enn ein fallbeygingarvitleysan.
Reyndi að sturta maríjúana í klósettið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.8.2010 | 12:26
Ræfildómur að kunna ekki að fallbeygja
Hagfræðingur: Tekur 2-3 mánuði að taka upp dollar og Lee Buchheit getur aðstoðað okkur
Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur.
Hagfræðingur segir gjaldeyrishöftin helsta ástæða styrkingu krónunnar undanfarið og óhjákvæmilegt sé að hún muni vera veik til frambúðar án hafta. Hann nefnir að Lee Buchheit hafi nýlega aðstoðað Zimbabwe að taka upp dollar og það hafi gefið góða raun.
Pistillinn hér að ofan er tekinn, stafrétt og myndrétt, upp úr Pressan.is og er enn eitt dæmið um að fólk kann ekki eða getur ekki eða vill ekki fallbeygja orðið styrking eða veit ekki að hér á það að vera í eignarfalli. -- Ég veit ekki um ykkur, en mér finnst þetta aumingjadómur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2010 | 10:27
Nær umburðarlyndisstefnan til málmisþyrmingar?
Í framhaldi af blogginu hér á undan: Ætli eignarfallið sé að detta út? Eða er algjörlega hætt að kenna undirstöðuatriði íslenskrar málfræði í skólum landsins?
Í dag er í Mogga þakkað fyrir auðsýnda samúð við fráfall og útför ákveðinni manneskju. Að minnsta kosti hlýtur að eiga að nota hér ákveðinni en ekki ákveðinnar miðað við það að nafn manneskjunnar kemur svo í þágufalli.
Nær umburðarlyndisstefnan til svona málmisþyrmingar?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2010 | 17:10
Styrking í eignarfalli?
Íslendingar taka upp budduna á ný í útlöndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.8.2010 | 17:07
Verður klósettpappírinn næst seldur sér á Tenerife?
Hér og hvar um heiminn er verið að leita að matarholum eða hvernig megi gera matarholu út frá þeirri sem fyrir er.
Nýlega fékk ég tilboð frá Plúsferðum um 14 daga ferð til Tenerife. Með gistingu á Hesperia Troya og hálfu fæði átti hún að kosta 134.452 kr. á mann miðað við tvo saman í íbúð. Nú verð ég að játa að ég er dálítið hallur undir skreppitúra til Tenerife og Hesperia Troya veit ég ekkert um, svo ég fletti nafninu upp til að vera nokkru nær -- þó dagsetningarnar fyrir þennan skreppitúr henti mér alls ekki.
Og viti menn: Þar komst ég að því að kæliskápur er ekki innifalinn! Kostar 6 evrur aukreitis á dag! Ef við gefum okkur gengi evrunnar 155 krónur gerir það bara 930 krónur á dag, 13.020 fyrir 14 dagana. Hver vill/getur verið kæliskápslaus á sólarstað? Og það í 14 daga? -- Tilboðið nær því ekki því sem með þarf fyrir því brýnasta, ætti að vera 140.962 pr mann miðað við tvo saman í íbúð.
Ég er í sjálfu sér ekki að kenna ferðaskrifstofunni um þetta, þó hún ætti sóma síns vegna að vera búinn að reikna kæliskápinn inn í dæmið. Þetta eru hótelin sem eru að ríða á vaðið og þrengja það sem fylgir í því sem þau eru að selja sem grunnþjónustu. Til að mynda er maður skyldaður til að kaupa sér drykk með kvöldmat þó búið sé að borga tam. hálft fæði og það er lágmark 2 evrur fyrir minnsta skammt af vatni, 310 kr. á dag ofan á grunnþjónustuverðið, 4.340 fyrir 14 daga dvöl.
Hvað ætli verði næst hjá þeim? Selja klósettpappírinn sér, eða taka leigugjald fyrir að hafa kodda?
Svona smáplokk dregur sig saman og mér finnst þetta meira áberandi á Tenerife heldur en Gran Canaria. En nokkuð víst má telja að ef gestir þessara staða og ferðaskrifstofurnar sem sjá um að moka fólki þangað taka þessu með þögn og þegjanda breiðist dæmið út, amk. um allan Spán.
Leiðrétt vegna villu kl. 17.19
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2010 | 12:22
Let the bastards deny it
Staðir Bjarkar staðlausir stafir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2010 | 18:47
Kannski fer þetta ögn að lagast
Þetta var ég nú einmitt að blogga um á dögunum, óréttlæti þess að þeir sem fljúga megi vera eins svínfeitir og þungir og þeim sýnist en þeir sem þurfa að fara með fáein kíló í farangri umfram tilskilda þyngd, oftast 20 kg á mann, verða að gjalda þess dýru verði.
Kannski fer þetta ögn að lagast.
Yfirvikt starfsmanna skiptir máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2010 | 12:19
Fréttablaðið im memoriam
Fréttablaðið virðist vera látið. Amk. hefur það ekki sést hér á mínum slóðum í hálfan mánuð eða svo sem er nokkur nýlunda, svo skilvíslega sem það hefur yfirleitt borist hingað í þeim tilvikum sem bunkinn sem átti að dreifast í hverfið hefur ekki fundist á einhverjum ótilgreindum stað utan helstu alfaraleiðar.
Ég verð að játa að mér er nokkur eftirsjá að greyinu, þó ég gerði ekki í upphafi ráð fyrir langlífi þess sem fríblaðs. En það hlaut eiginlega að koma að þessu fyrr eða síðar. Verst þykir mér að ágætir kunningjar mínir sem unnu að ýmsum þáttum blaðsins skuli þá vera orðnir atvinnulausir, finnst þeir ekki eiga það skilið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.8.2010 | 16:56
Á handahlaupum skáhalt yfir landið
Í dag er á bls. 2 í Mogga sagt frá tveimur mönnum sem gengu skáhalt yfir landið milli suðvestur -- og norðvestur-horna þess, í áföngum að vísu og stundum með stefnu í þessa áttina og stundum í hina. Það læt ég mér að sjálfsögðu í léttu rúmi liggja en er ekki alveg laus við að öfunda stundum fólk sem hefur döngun til að leggja í svona göngur, þó ég nenni varla að ganga bæjarleið hérna heima hjá sjálfum mér.
En mér þótti á einum stað kyndugt orðalag í frásögninni af ferð þessara tveggja manna, kvenmanns og karlmanns. Það er þar sem sagt er: Þau hófust handa í júlí við að ganga Hmm, hugsaði ég, það væri nú bragð að þessu er þau hefðu farið á handahlaupum um landið. En þegar ég las áfram sá ég að aðeins var átt við að þá gengu þau fyrsta áfangann, tiltekinn vegarspotta, og ekki annað að sjá að það hafi verið venjulegt göngulag og fæturnir bornir fyrir.
Kannski er þetta eðlilegt orðalag, þó mér finnist það skringilegt. Kannski þó ekkert verra en þegar maður vill fara að komast af stað og segir við félagann: Eigum við ekki að fara að koma?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.8.2010 | 18:09
Ekki steinrunnið málfar
Af því ég hef gert dálítið af því að reka hnýflana í málfar þeirra sem skrifa mbl.is má ég til með að lýsa velþóknun minni með þessa tilvísun í steinrunna sjómenn -- sem ég skildi reyndar ekki alveg strax. En það er einmitt það sem við á, að fá mann til að hugsa dálítið um það sem rennur fyrir sjónir manns.
Svona málfar er ekki steinrunnið.
Leiðangri þyrlunnar missti ég að vísu af en núna hef ég í tvígang á þremur dögum séð tveggja skrúfuhreyfla flugvél svífa yfir mig. Neðan á vængjunum stendur BYLGJAN. Ég kann ekki flugvélar að þekkja en finnst þessi dálítið lík gamla þristinum sem oft flaug yfir mínar heimaslóðir hér áður fyrr meir. -- Hélt að þristurinn væri orðinn of dýr í rekstri til að honum væri haldið á lofti nú um stundir. Og kannski er þetta alls ekki þristur heldur.
Octopus vekur mikla athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar