Blikkandi löggubíll í langferð

Í gær skruppum við upp í Borgarfjörð. Í birtunni eins og hún var í gær var landið aldeilis ótrúlega fallegt. Hafið þið séð Hafnarskóginn í sólarljóma eins og í gær? Varla fallegra til.

Á móts við Arnarhamar á Kjalarnesi varð ég var við lögreglubíl með forgangsljósum á eftir okkur. Blá, blikkandi ljós, og þegar hann dró á blikkaði hann líka ofursterkum ljóskösturum milli ökuljósanna. Svo dreif hann sig fram úr og hakkaði svo einn og einn eftir því fær gafst framundan og mótkomandi umferð rýmdi fyrir. Svo hvarf hann ofan í Hvalfjarðarrörið með sinn ljósagang.

Þegar við komum upp úr því hinum megin var þessi sami lögreglubíll að renna út af bílastæðinu austan við hringtorgið. Hafði greinilega haft þar áningu stutta stund. Ljósin á og svo gefið í inn Kúludalsströndina. Þrátt fyrir forgangsljósin (heyrði aldrei í sírenum, held að þær hafi ekki verið notaðar) gekk ferðin frekar treglega, allmikil umferð í báðar áttir og greinilega skaut ljósagangurinn ýmsum skelk í bringu sem kom fram í því að þeir drógu úr umferðarhraða niður í næstum ekkert en viku samt treglega. Við Galtarlæk var löggubíllinn kominn fimm bílum lengra en við en þegar við komum að Melahverfinu var hann að hverfa út yfir hæðina hjá Lyngholti. (Er þessi hæð kannski Lyngholtið sjálft?)

Við stöldruðum ekkert við í Borgarnesi en héldu áfram norðurleiðina, vorum hætt að hugsa um hvaða ósköp hefðu gerst einhvers staðar. En þegar við vorum komin fram hjá söluskálanum Baulu sé ég allt í einu kunnuglegan ljósagang í bakspeglunum. Var þar kominn löggubíllinn ljósaglaði (var þetta ekki Santa Fé? Öll þessi ljós dreifa athyglinni frá sjálfsögðum hlutum eins og að taka eftir tegundum) og fór mikinn sem fyrr. Ekki aðrir bílar á þessum vegarkafla en við nema vörubíll með tengivagn neðst í Kolásbrekkunni framundan og það mátti löggubíllinn ljósaglaði eiga að hann fór ekki fram úr honum móti blindhæðinni fyrr en vörubílstjórinn vék út á útskot sem komið er þarna rétt á móts við afleggjarann að orlofshúsunum í Kolásnum.

Nokkuð veltum við því fyrir okkur hvernig stæði á þessum forgangsakstri, hvort slys hefði orðið eða hvort bíllinn væri á leið á glæpavettvang. Merkilegt þótti okkur að hann dró okkur uppi í einu lögregluumdæmi og hélt áfram forgangsakstri sínum í næsta lögregluumdæmi. Hann, hún, þeir, þær eða þau sem í honum voru létu, þrátt fyrir ljósin, sér ekki liggja meira á en svo að gefa sér tíma til áningar við norðurenda Hvalfjarðarganganna og aftur í Borgarnesi, hafa líklega fengið sér pylsu þar.

En hvers vegna forgangsakstur alla þessa leið? Kunnu bílverjar kannski ekkert á alla þessa ljósatakka? Eða voru þetta bara krakkar sem þótti gaman að geta gefið svolítið í án þess að eiga á hættu að verða sektaðir og fá refsipunkta?

Kannski kemur aldrei svar við þessu. En það var augljóst að þessi ljósagangur hafði lamandi áhrif á hægri fót margra ökumanna, bæði sem mætt var og tekið var fram úr. Sem aftur leiddi til aukinnar framúrtöku þeirra sem höfðu sæmilegar taugar og vissu ekki upp á sig nein alvarleg afbrot. – Ég skal að vísu viðurkenna að það hvarflaði að mér hvort ég hefði farið óþarflega geyst fram hjá Grundarhverfinu á Kjalarnesi, en ekki svo að það ylli mér neinum skjálfta eða óeðlilegum hjartslætti.


Líkt – eða eins?

Er þetta eitthvað „líkt og“? eins og tekið er til orða í fréttinni? Ég sé ekki betur en það sá nákvæmlega eins og! Hvers vegna að slá eitthvað af því? Er enska orðið "like" eitthvað að þvælast þarna fyrir þeim sem skrifar? -- Veit hann ekki að hann er að skrifa íslenskan texta?
mbl.is Sá þriðji neitaði sök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gáfulegt kjaftæði. . .

Bíllinn valt. Talið er að ökumaður hafi misst stjórn á honum. Rökrétt ályktun, ekki satt? Nema hann hafi velt bílnum viljandi. Kannski var engin vísbending um það.

Hvaðan kemur svona gáfulegt kjaftæði inn í ósköp venjulega frétt? Mér er hreinlega ofboðið að þurfa að lesa svona kjaftæði.

Maður gekk fram af gangstéttarbrún. Er talið að hann hafi fært annan fótinn fram fyrir hinn.


mbl.is Bílvelta á Suðurlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanmetnir snillingar

Bíllinn ónýtur -- þessu sér maður og heyrir oft hnýtt aftan í fréttir um að bílar verði fyrir hnjaski. Þarna held ég að lögregla -- sem gefur upplýsingarnar -- vanmeti stórlega þá snillinga sem skipa stétt íslenskra bílasmiða. Metnað þeirra, kunnáttu og tækjabúnað. Ég veit um fleiri en eina íslenska bílasmiðju sem ég myndi óhræddur kaupa bíl úr höndunum á og vita að hann er amk. eins góður og fyrir óhappið. Þó ljótur hefði hann farið inn.
mbl.is Vegfarendur handtóku bílþjófa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með ferlega loðið skott

Í gærkvöld undir myrkur brugðum við okkur að leita berja á þeim slóðum sem kona mín var löngum í æsku í sumarbústað móður sinnar, skammt frá þar sem Waldorfskólinn er (eða var?) ofan við Gömlubotna – spölkorn vestan við þann stað sem við oftast köllum nú Lækjarbotna.

Þegar voru vorum að fara af stað til baka kom í loftköstum til okkar stór, gulur skógarköttur með ferlega loðið skott, alls ómerktur að sjá, utan út buskanum. Var óskaplega glaður að sjá okkur og ætlaði að adoptera okkur á staðnum, sá kannski í svipsýn að við erum afar veik fyrir fallegum og vinsamlegum köttum. En við brynjuðum okkur og vörnuðum honum inngöngu í heimilisbifreiðina. Ég sé hann enn fyrir mér, greyið, sitja eftir á bílastæðinu neðan við brekkuna þar sem vegurinn tvískiptist upp í Waldorf og mæna á eftir okkur.


Fitugljáandi sjálfumglatt

Alveg sé ég fyrir mér fitugljáandi sjálfumglatt andlit þessa bankastjóra sem Ómar nafngreinir ekki. Ég ætla ekki heldur að gera það.

Er nokkuð verið að tala um peningana okkar, skattgreiðendanna?


mbl.is „Því verr sem virkjunin gengur, því betra fyrir bankann“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannát

Dálítið tannhvöss þessi. Eða hanskinn lélegur. Gat lögreglumaðurinn (því konur eru líka menn) ekki sparkað í þessa truntu til að trufla hana við mannátið?
mbl.is Beit lögreglukonu í höndina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að ganga af gamlingjunum fjárhagslega dauðum

Hvaðan er þessi Þorleifur úr sveit?

Gerir hann sér ekki grein fyrir að stór hópur aldraðra í landinu hefur komið sér upp ofurlitlum varasjóðum, til þess að eiga borð fyrir báru á elliárunum -- því ekki er ellilífeyririnn til að hrópa húrra fyrir. Að ógleymdum skerðingum á honum fyrir minnstu „yfirsjónir“ eins og þiggja úr lífeyrissjóði, hafa örlítil laun -- eða eiga varasjóð á banka.

Skástu bankavextir okkar gamlingjanna núna eru um 3%. Verðbólgan er 5%. Fjármagnstekjuskatturinn er 20%. Er Þorleifi það ekki nóg gleði að verðbólgan fyrst en fjármagnstekjuskatturinn svo skuli éta niður varasjóði gamlingjana? Vill hann ganga af þeim fjárhagslega dauðum ennþá fyrr?

Lágmarks kurteisi væri að einhver hluti varaforðans til elliáranna væri undanþeginn fjármagnstekjuskatti. Sosum eins og 30 milljónir á mann. Eða þó ekki væri nema á hjón.

Verðbólgan væri samt að éta af þeim varasjóðinn, þó fjármagnstekjuskattinum væri sleppt.

Jöfnuð í þjóðfélaginu? Er sá jöfnuðurinn vinstri grænstur að gamla fólkið eigi ekki leppana utan á sig?


mbl.is Hækki fjármagnstekjuskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svik við kjósandann

Þá er enn einn flokkaflakkarinn/kjósendasvikarinn farinn á kreik. Lætur sem hann hafi átt/eigi atkvæðin sem flokkurinn hans fékk og fleyttu honum inn á þing.

Alþingiskosningar: Flokkar/hreyfingar bjóða fram lista, ekki einstaklinga. Einstaklingar eru ekki í framboði nema sem nöfn á lista sem flokkurinn býður fram.

Flokkurinn (listinn) fær X mörg atkvæði sem duga til að X margir einstaklingar af listanum fá sæti á alþingi sem fulltrúar þess flokks/lista. Ekki sem einstaklingar.

Síðan láta þeir sem þeir hafi persónulega hlotið þessi atkvæði og megi haga sér með þau eins og þeim sýnist.

Sem er rangt. Sem er svik við þá sem kusu þennan flokk/lista. Það var enginn að kjósa þessa einstaklinga sem einstaklinga, aðeins sem hluta af þeim flokki/lista (málstað þess vegna) sem kjósandinn valdi/kaus.

Ef sá sem tekur sæti á þingi fyrir ákveðinn flokk/lista treystir sér ekki til að fylgja þeim flokki/lista (málstaðurinn hefur kannski eitthvað sveiflast?) ætti honum að bera skylda til að segja hreinlega af sér svo varamaður geti tekið sæti hans í stað. Annað er svik við kjósandann.

Ég hef ekki lesið drög að nýrri stjórnarskrá til neinnar hlítar. En ég hef ekki orðið var við að á þessum svikum sé tekið þar.


Aldrei mótmæla múslimir

Aldrei vitnast til þess að múslimir mótmæli ódæði af þessu tagi, frömdu eða ófrömdu. Með þögn sinni leggja þeir blessun sína yfir það, allir sem einn.

Meðan enginn þeirra sýnir minnstu andúð á því að hvers konar ódæði sé framið í nafni lífsstíls þeirra -- sumir segja trúar -- verður ekki annað séð en múslimir hvar í heimi sem eru séu samþykkir því til dæmis að reynt sé að eitra fyrir blásaklausu fólki einhvers staðar í veröldinni. Ekki voru það Spánverjar sem vógu Bin Laden.


mbl.is Ætlaði að hefna bin Ladens með eitri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 306016

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband