18.12.2009 | 10:04
Litlu munar sagði músin
Litlu munar, sagði músin þegar hún meig í sjóinn. Þannig hljómar gamalt orðtæki, líklega upprunalega þýtt úr norsku.
Mér þykir það eiga við hér. Mengun af völdum Íslands er svo lítil að hún telst ekki með borið saman við ríkin sem virkilega menga, Bandaríkin, Rússland, Indland og Kína. Jafnvel ekki miklu minni mengunarvalda eins og ríki meginlands Evrópu.
Einhvers staðar las ég í stjórnunarfræðum, meðan ég var enn að glugga í þesskonar bækur, að mestu máli skipti að setja raunhæf markmið. Annað væri stertimennska og stefndi þeim sem þau settu beint til glötunar eða í besta falli gerði þá hlægilega.
Man einhver eftir Vímuefnalausu Íslandi -- átti það ekki að vera árið 2000 og framvegis? Einhvern veginn finnst mér þetta gaspur Íslendinga á skríparáðstefnunni í Köben vera af sama toga.
Ísland minnki losun um 30% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var það ekki: ""Lengi tekur sjórinn við" sagði músin þegar hún meig í sjóinn"?
Þannig heyrði ég það fyrst.
En bestu kveðjur frá mér og mínum kalli !
Ruth Fjeldsted (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 18:09
Nei, Ruth, lengi tekur sjórinn við er alveg sjálfstætt orðtak.
Þakka fyrir innlitið og sendi á móti góðar kveðjur til þín og þíns kalls frá mér og minni kellu.
Sigurður Hreiðar, 21.12.2009 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.