Marteinn á mun betra plani

Líklega er það sama og að stíga út á hálan ís að blanda sér í umræðuna um Martein greyið, þennan sem á að skemmta okkur á föstudagskvöldum. Ég hef lesið nokkur blogg þar um og öll á eina lund, að þáttur þessi sé afburða lélegur, ekki síst að hann sé stæling á amrískum hláturgusuþattum sem fyrirfram eru dæmdir einkar leiðinlegir.

Ég veit það ekki. Kannski er ég bara svona vitlaus. Sá að vísu ekki fyrsta þáttinn en var kominn í sjónvarpsstólinn aftur á föstudaginn var og viðurkenni mig sekan: Ég hló amk. þrisvar. (Man samt ekki lengur að hvaða bröndurum.) Og leiddist aldrei.

Ég hjó eftir því samt, sem einnig hefur komið fram í nokkrum bloggum, að uppsetning sviðsmyndar minnir mjög á sviðsmyndir erlendra hláturgusuþátta. Ekki bara amríska, ég minni tam. á breska þáttinn um tannlækninn og fjölskyldu hans (man ekki hvað þeir þættir heita) og etv. einhverja fleiri þó þeir detti ekki inn í kollinn á mér nú. Útidyr beint úr stofu hægra megin, sófasett fyrir miðju og stigi upp á loft þar fyrir aftan, gengið út í eldhús til vinstri. En þessi einfalda uppsetning angrar mig ekki heldur.

Satt að segja finnst mér Marteinn á mun betra plani heldur en sjónvarpsfyrirbærið sem bar nafnið Planið. Stritaðist við að sitja undir öllum fyrsta þættinum, gafst upp og fór að gera annað undir þætti nr. 2 og kom svo aftur inn í lokaþáttinn, man ekki númerið á honum. Stökk aldrei bros, hvað þá að ég hlægi upphátt. Var þó allur af vilja gerður fyrirfram.

Hamarinn fannst mér góður þó nokkrir væru lausir endar. Dreymdi mig það (ég sofna nefnilega stundum í sjónvarpsstólnum) eða var atriði í þættinum þar sem bjarg hrundi ofan á húsbíl og lagði hann í klessu? Hafi svo verið vantaði mig alltaf skýringu á því. Einnig drengnum sem dáinn fylgdi Birni Hlyni og sýndi sig skyggnum í umhverfi hans annað veifið. Tilgangur hans í verkinu fór alveg fram hjá mér. Og af hverju var hann að fylgja þessum manni?

En fyrir alla muni: Meira leikið íslenskt efni hlýtur að verða til þess að vankantarnir slípist af og aulafyndni þróist í góða fyndni og rökræna fylgni þeirra þátta sem fram eru dregnir. Og mér er slétt sama þó rammi sviðsmyndar sé sóttur í þrautreynda hláturgusuþætti erlenda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er þetta ekki ódýr eftirlíking af einhverju amerísku?

Mér leiddist þetta og slökkti á.

Hins vegar var gamalkunnugt fyrir viku þegar eg hugðist fylgjast með Vísindaþættinum með Ara Trausta ásamt spúsu minni. Upphafið lenti í vaskinum, svo virðist að einhver hafi rekið sig í einhvern takka þar sem músík var spiluð og kíttað upp í þagnirar eins og Þórbergur kallaði slíkan verknað. Sendingin var stöðvuð hið snarasta og upp brugðið: Afsakið hlé! - rétt eins og á bernskuárum sjónvarpsins.

Enn hefur þessi vinsæli þáttur ekki verið fluttur að nýju og mættu aðstandendur Ríkisaútvarpsins biðja áhorfendur og ekki síst Ara Trausta og viðmælendur hans afsökunar, ekki á hléinu heldur þeirri lágkúru sem virðist oft vera borið á borð.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 19.11.2009 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband