Árni Páll og félagar hans í ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms

Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag er spurt: „Eru 50 þúsund krónur smámál?

Árni Páll Árnason, nýr félags- og tryggingamálaráðherra, sýndi fram á í viðtali við helgarúgáfu Fréttablaðsins, svo ekki verður um villst, að vegalengdin á milli hans og sérstakra skjólstæðinga félags- og tryggingamálaráðuneytisins er svo mikil að sennilega verður hún bara mæld í ljósárum.

Orðrétt sagði ráðherrann þegar hann var spurður út í erfiða skuldastöðu heimilanna í landinu:

„Blessunarlega er það ekki þannig að þorri heimila geti ekki staðið í skilum þótt skuldabyrði hafi aukist. Ef þú horfir á verðtryggðu lánin, þá er næstum enginn að verða fyrir meiri hækkun afborgana en sem nemur fimmtíu þúsund krónum."

Það var og! Ráðherranum þykir það bara eitthvert smámál, að heimilin í landinu verði að greiða 50 þúsund krónum meira í afborganir af verðtryggðum lánum sínum en þau gerðu fyrir bankahrun!“

Von er að spurt sé. En:

Árni Páll og félagar hans í ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hafa enga forsendu til að gera sér grein fyrir því að fimm þúsund krónur til eða frá gera gæfumuninn hjá mörgum fjölskyldum þessa lands, einkum þeim sem enn eru ekki orðnar miðaldra.

Árni Páll og félagar hans í ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hafa aldrei haft svo lítið handa á milli.

Árna Páli og félögum hans í ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms flökrar ekki við að ætla yfir 2000 fjölskyldum að borga til baka ríflega tvöfaldan höfuðstól lána sem fengin voru á forsendum sem ekki eiga sér stoð í raunveruleika dagsins í dag. Ráðið liggi fyrir telur Árni Páll og félagar hans, með „greiðsluaðlögun" sem felur í sér að kannski er hægt að lifa við mánaðarlega afborgun en þeir sem það neyðast til að gera hafa þá bundið sér ævilangan klafa og meira en það.

Hvað ætla Árni Páll og félagar hans í ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms að gera þegar þetta fólk hreinlega gefst upp undan þessari einhliða nauðung, gefst upp á að borga? Veðin sem þá verður gengið að ná aldrei þeim höfuðstól sem lánin eru nú komin í. 

Lítur það tap betur úr heldur en koma fyrirfram við móts við lántakendurna og færa höfuðstólinn niður svo sem skynsamlegt má teljast fyrir lántakanda og lánveitanda?

Líður Árna Páli og félögum hans í ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms vel með að vita til þess allsleysis og erfiðleika sem þau hafa þá dæmt þetta fólk til að líða?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Árna Páli og félögum hans er sk... sama um fólkið í landinu.  Allt tal um jafnaðarmennsku og félagshyggju er bara í nösunum á þeim, meiningarlaust hjal.  Af hverju segi ég þetta ?  Jú, síðan Sandfylkingin komst fyrst í ríkisstjórn eru þessi hugtök þeirra gleymd, nema á tyllidögum.  Ég tala nú ekki um síðan heilög Jóhanna sjálf í öllu sínu veldi manngæsku og vinur litla mannsins, varð forsætisráðherra, þá er eins og þessi hugtök hafa aldrei verið til.

Það má ekki hjálpa neinum, það gætu nefnilega einhverjir aðrir en Sandfylkingarmenn dottið í lukkupottinn.

Tómas Ibsen Halldórsson, 27.5.2009 kl. 13:04

2 Smámynd: Björn Emilsson

Lausnin hjá Árna Páli, er eins og hann sagði, betra að atvinnuleysingjar flytji af landinu, en að mæla göturnar hér heima.

Björn Emilsson, 27.5.2009 kl. 13:09

3 identicon

Það er bara vandfundinn vitgrannari maður en Árni í íslenskri pólitík nema þá helst Björgvin af suðurlandi...

itg (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 19:54

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Leitt að ráðherrann skuli ekki gera sér grein fyrir því að sá sem þarf að borga 50.000.-kr. meira á mánuði, en áður, sem gera 600.000.-kr á ári, verður að gjöra svo vel að auka árstekjur sínar um 1.000.000.- kr. Fæstir geta það. Þetta sýnir auðvitað í hvaða veruleika pólitíska yfirstéttin lifir.

Gústaf Níelsson, 27.5.2009 kl. 21:33

5 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Hvað um okkur sem skuldum ekkert?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 27.5.2009 kl. 22:43

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Sammála hverju orði.

Ævar Rafn Kjartansson, 27.5.2009 kl. 23:38

7 identicon

Æ, rosalega er hann seinheppinn aumingja maðurinn. Ég sem hélt að það væri eitthvað varið í hann sem stjórnmálamann. 50.000 kr er það sem margir eiga eftir til að nota í mat og nauðsynjar, jafnvel ekki svo mikið. Hvað á að gera eiginlega? Þetta lið virðist allt saman vera handónýtt. Hvar er einhver sem getur stjórnað landinu á skynsaman hátt og talað til þjóðarinnar þannig að hún skilji? Hvar er Steingrímur eiginlega? Af hverju talar hann ekki til þjóðarinnar og útskýrir af hverju hann er hættur að gagnrýna IMF glæpasjóðinn? Sáuð þið heimildarmyndina á RUV áðan? Er í sjokki.......

Ína (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 00:54

8 identicon

Það var löngu vitað að það er bein í gegn í hausnum á Árna Páli

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 03:35

9 identicon

Til þeirra sem ekkert skulda:  Sælir eru skuldlausir, þvi þeir eru frjálsir.  

Það vill nú bara þannig til í þessu landi að ungt fólk sem hyggst stofna fjölskyldu og koma yfir sig þaki kemst ekki hjá því að taka lán.  Þeir sem voru svo óheppnir að gera það á s.l. 4 árum eiga meira en algert eignaleysi í vændum.  Þeir þurfa í kjölfar aukinnar greiðslubyrði að auka ráðstöfunartekjur sínar og það ekki lítið.  Og hvernig fara þeir að því,  jú með aukinni vinnu.  Og hvar fæst hún í dag? 

Og hverjir líða svo allra mest, jú börn þessa unga fólks sem aldrei er heima vegna vinnu. 

Ég vorkenni ekki þeim sem skulda ekki neitt, ég samfagna þeim frekar.

Sigurður Þórðarson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 11:08

10 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hér virðist sá misskilningur á ferðinni að ég sé sérstaklega að veitast að Árna Páli sem einstaklingi. Það er ekki svo, heldur heldur verður hann hér persónugerfingur Jógrímu (ríkisstjórnarinnar sem nú situr) út frá uppleggi Staksteina. Ég efast um að hann sé betri eða verri en summan af þeirri ríkisstjórn, sem kýs að setja kíkinn fyrir blinda augað þegar kemur að ólánum heimilanna. -- Því miður sýnist mér aðeins ein málefnaleg athugasemd hér og önnur út í hött -- hinar lýsa finnst mér aðallega einhverri persónuheift sem ég eiginlega kann ekki að meta.

Og -- Ben Ax -- já, hvað með okkur?

Sigurður Hreiðar, 28.5.2009 kl. 11:22

11 identicon

Já þið sem ekkert skuldið, hvað með ykkur? 

Innlendar eignir gömlu bankanna fást með allt að 95% afslætti. Allt góðærisruglið, allar byggingarnar allir bílarnir allt sem er veðsett. Nýju bankarnir (ríkið) rukka svo lánin 100% hjá heimilum og fyrirtækjum. Það sem ekki fæst borgað, og er veðsett, hirðir ríkið. Ríkið stórgræðir. 

Ekki má svo mikið sem minnast á að hjálpa skuldugum heimilum og fyrirtækjum sem gerðu þó svo vel að taka þessi lán og settu með því ríkið í þessa frábæru stöðu.

Þegar bankarnir hrundu tryggði ríkið innistæður (fjármagnseigendur) upp á hundruði milljarða. Það var allt í lagi.

Ég spyr, þið sem ekki skuldið, eigið þið pening í banka?

Karl Hreinsson (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 306004

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband