26.5.2009 | 17:38
Stóll seðlabankastjórans ekki góð mubla?
Þegar sól fór að hækka á lofti á liðnum vetri voru barðar pönnur og pottar fyrir því að Davíð Oddsson skyldi rekinn úr stóli seðlabankanstjóra. Gengið var fallið niður úr öllu valdi en vextir roknir upp úr öllu valdi. Bersýnilegt að Davíð var óhæfur í þessum stól.
Þetta var gripið á lofti og pólitískir andstæðingar sem lengi höfðu æmt undan valdi Davíðs, fyrst í ríkisstjórn og svo í Seðlabankanum, fengu því framgengt að Davíð færi austur að Móeiðarhvoli að rækta tré og skrifa sögur.
Nú skyldi land Seðlabankans rísa.
En hvað? 27. febrúar 2009 var gengi íslensku krónunnar ein á móti 143,19 evrum, á móti dönsku krónunni 19,22.
Svo var fenginn norskur seðlabankastjóri því Íslendingi var ekki treystandi til að gera neitt af viti.
Í dag, 26. febrúar 2009, stendur evran í 177,16 kr en danska krónan í 23,79.
Ég er ekki með stýrivaxtatöluna á hreinu og eitthvað lítillega hafa stýrivextir Seðlabankans lækkað. En það er nánast bitamunur en ekki fjár.
Var ekki eitthvað bogið við þetta Davíðsbrölt, þegar allt kom til alls?
Er kannski stóll seðlabankastjórans ekki góð mubla?
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.