Búið að sauma fyrir kjaftinn á þeim

Hvar eru ungliðar Samfylkingarinnar og VG? Það er búið að sauma fyrir kjaftinn á þeim. Þeir stóðu hér í vetur með potta og barefli til að ryðja brautina fyrir Jóhönnu og Steingrím að komast til valda og þegar því marki var náð var þeim sagt að halda kjafti og þau gegna því.

Eitthvað á þessa leið sagði Bubbi (þiði vitið hvaða Bubbi) niðri á Austurvelli nú fyrir stundu á of fámennum útifundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Ég hef ekki alltaf verið í klappliði Bubba en nú klappaði ég. Lætin sem efnt var til í vetur á þessum sama stað virðast ekkert hafa gert nema tefja enn rækilegar fyrir því að ranglætið sem skuldug heimili verða að búa við verði leiðrétt. Og ekkert bólar á því að ríkisstjórin -- fyrsta hreinræktaða vinstri ríkisstjórnin á Íslandi, nóta bene -- ætli að taka á því með nokkru öðru en vissum slaka á hengingarólinni, enda brennur þessi vandi ekki á þeim mannspersónum sjálfum sem þar standa fremstar í flokki og leggja línur. 

Auk Bubba (sem aðallega söng) tóku til máls Bjarki Steingrímsson varaformaður VR sem hafði sumpart týnt ræðu sinni en fann hana aftur í miðju kafi -- eða amk. einhver slagorðablöð. Guðrún Dadda Ásmundardóttir, stjórnarmaður í HsH sagði frá efnahagslegri reynslu sinni í 80 fermetra íbúð með þrjú börn og atvinnulausan mann, talaði skýrt og æsingalaust, Jóhanna og Steingrímur hefðu haft gott af að heyra til hennar.  Ólafur Garðarsson í stjórn HsH talaði um margt skynsamlega en óskynsamlega lengi. Hann skýrði vel sjónarhorn þeirra sem að ósekju standa uppi með fasteign hrapaða í verði móti lánum sem hafa rokið langt upp fyrir jafnvel það verðmæti fasteignar sem lagt var upp með þegar lánið var fengið.

Rúsínan í pylsuendanum var svikalaust Sigrún Elsa Smáradóttir. Hún er borgarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar en talaði þarna eins og hún sjálf tók fram og glöggt mátti skilja sem einstaklingur frá eigin brjósti. Hún byrjaði mjög vel og málefnalega með því að útlista hvernig stjórnarflokkarnir hafa amk. enn sem komið er hundsað samþykktir landsþinga sinna gagnvart fjárhagsvanda heimilanna og ranglætið sem felst í því að ætla skuldugum heimilum að borga lán sem hafa af ófyrirsjáanlegum og óviðráðanlegum ástæðum margfaldast í verði þó forsendur hafi gjörbreyst frá því lánin voru veitt og tekin, forsendum sem lagðar voru upp af lánveitendum og ríkisvaldi, eins og Sigrún Elsa réttilega benti á og lagði áherslu á. Ljóst var raunar að fundargestir höfðu frá upphafi pólitíska andúð á Sigrúnu Elsu og sýndu það með púi og framíköllum og -- því miður -- varð henni það á undir lokin að stíga rækilega í kamarfötuna með lofgjörðarrollu um ESB sem var gjörsamlega út úr kú á þessum stað og þessari stund.

Fundurinn var haldinn til að leggja áherslu á kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna. Þær eru skýrar og ljósar:

* Að gengis- og verðtryggð lán verði leiðrétt með almennum aðgerðum
* Að áhætta milli lánveitenda og lántakenda verði jöfnuð
* Afnema verðtryggingu
* Að veð takmarkist við þá eign sem sett er að veði
* Samfélagslega ábyrgð lánveitenda

Það er ekki verið að tala um eftirgjöf eða að neinn tapi einhverju.  Aðeins sanngjarnar leiðréttingar. Eða er það eðlilegt og sanngjarnt að fjármálastofnun sem veitti 20 milljón króna lán meðan allt var í hátoppi eigi allt í einu kröfu upp á að það lán verði greitt með 47 milljónum -- fyrir utan vexti?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjörnuhrap Bubbi toppar allt sem sést hefur fram á þennan dag.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 18:30

2 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Takk fyrir komuna og að gera fundinum skil.

Þórður Björn Sigurðsson, 23.5.2009 kl. 18:31

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Hélt einhver í alvöru að það ætti að bjarga heimilum þessa lands? 

Einar Þór Strand, 23.5.2009 kl. 18:35

4 identicon

Það tók nú sjálfstæðismenn og framsókn vel á annan áratuginn að koma okkur á það dýpi sem við nú erum á. Eigum við ekki að leyfa þeim sem nú eru komnir til valda að fá dálítið svigrúm til að grípa til aðgerða við að draga okkur í land? Það tekur jú alltaf töluverðan tíma að koma sér inn í nýtt starf þannig að maður geti farið að koma á raunverulegum breytingum. Það verður hinsvega að gerast eins hratt og kostur er, um það erum við sammála, en smá svigrúm verðum við nú að gefa.

Guðlaug Úlfarsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 18:55

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Já, Einar Þór, ég hélt að reynsluríkir pólitíkusar hlytu að sjá nauðsyn þess og sanngirni að bjarga heimilum landsins.

Guðlaug: vissulega tekur tíma að koma sér inn í nýtt starf -- en þau Jóhanna og Steingrímur eru sannarlega ekki ný í þessu fagi. Og þau öðrum fremur ættu að sjá að sú björgun sem hér var farið fram á þarf að hafa forgang. Svigrúm síðan í mars ætti að vera nóg -- nú líður að lokum maí.

Sigurður Hreiðar, 23.5.2009 kl. 19:18

6 identicon

Allir fjölmiðlarnir stiðja ríkisstjórnina,samt gengur þeim ekkert þora engu benda endalaust á framsókn en vilja ekkert með þeirra tillögur gera., og fjölmiðlarnir passa þau , að vondi kallin komi ekki og taki atkvæðin þeirra.

.

JK (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 20:53

7 Smámynd: Liberal

Ungliðar vinstriflokkanna hugsa um það eitt að koma sínu fólki að kjötkötlunum, og nú hefur það tekist.

Verðmiðinn var framtíð Íslands, sem nú er óðum að renna okkur úr greipum. Kommúnistar sem nú ráða öllu mun leggja landið í auðn á næstu mánuðum með blöndu af vanhæfni og veruleikaflótta. Enginn í þessari hjörð hefur það sem til þarf til að taka þær ákvarðanir sem taka þarf, þess í stað verður elst við millistéttina og hún skattpínd til bana.

Ekkert okkar er óhult fyrir ofsóknum vinstrimanna, þær eru rétt að hefjast.

Liberal, 23.5.2009 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband