Æpandi þögn seljandans

Fyrr í þessum mánuði, þann 9. til að vera nákvæmur, skrifaði ég hér pistil um hrapallega mislukkaðan mat sem við hjón keyptum í Bónusi, grunlaus þó því allt leit þetta vel út.

Matur þessur var ekki merktur framleiðanda heldur aðeins sagt að hann væri framleiddur fyrir Bónus.

Mér til mikillar undrunar hafði svo að segja strax samband við mig gæðastjóri hjá þekktu matvælafyrirtæki og hafði þekkt sína vöru á mynd sem ég hafði látið fylgja. Hann baðst margfaldlega fyrirgefningar á því sem hann lýsti sem mistökum hjá fyrirtæki sínu og sendi auk þess skaðabætur til að fylgja máli sínu eftir.

Ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en hann segi satt en mikið mega menn passa sig í þessum bransa til að svona mistök verði ekki.

Skaðabæturnar voru góðar, eins og reyndar má segja um þær vörur sem við hér höfum áður keypt frá þessu fyrirtæki vitandi vits, og gaman að vita til þess að framleiðandinn hefur sjálfur metnað fyrir vöru sinni, þó hún komi ekki merkt honum til neytandans.

Ef marka má æpandi þögn seljandans um þetta efni er ekki þess konar metnaði fyrir að fara þar á bæ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að versla við Bónus er eins og að splæsa á leigubíl fyrir mann sem er nýbúinn að berja mann.

Hefur þú enga sjálfsvirðingu?

Björn I (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 21:05

2 identicon

Sæll Sigurður

Það var gott að mál þitt fékk farsælan endi en ég vildi byrja á því að bena Birni á hérna fyrir ofan að ef Bónus væri ekki á markaði þessa mánuðina mundi fjöldi heimila ekki hafa mat á sínum borðum.  Þessar verslanir eins og Hagar eru allar samtengdar sömu eigendum og það er í lagi en hagar máttu ekki kaupa þrotabú BT af kröfu Samkeppnisyfirvalda og er það nokkur furða að fólk sé áttavillt í þessu rugli.

Ég átti satt best að segja von á því að matvælaframleiðendur á unnum kjötvörum hættu fyrri verslunarháttum sínum með því að gerast smásalar inn í öllum matvöruverslunum og þurfa að taka vörur til baka sem eru á síðasta söludegi og verslanir þar með fríar af ábyrgð með hærravöruverði í framleiðslu v/rýrnunar. Mér finnst þetta mjög svo aðfinnsluverðir verslunarhættir að Bónus og Hagar séu í raun umboðsverslun fyrir framleiðanda án áhættu eða það finnst mér.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 21:16

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jóhannes í Bónus er ekki sama og svindl. Hann er bara svo óheppinn að sonur hans er afvegaleiddur drengur sem leiddi fyrirtækið og hugsjónina til helv.

Bónus er eina kjarabótin sem íslendingar hafa fengið síðustu áratugina.

Ég fer ennþá í bónusbúðirnar því þær eru ennþá eina kjarabót hinns allmenna verkamanns.

Takk fyrir það Jóhannes Jónsson. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.5.2009 kl. 23:33

4 identicon

bónus er ráðandi í matvöruverði, er það hátt eða lágt? hver þorir í slag við bónus? held engin

haukur kristinsson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 01:51

5 identicon

Fólk á að hætta að kaupa unnar matvörur.   Ferskt kjöt er jafn gott í Bónus og annarsstaðar.   Krydda matinn sjálfur - það er yfirleitt bragðbetra og þá veit maður hvað maður er að borða.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 306022

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband