Ofnæmi fyrir guðsorði

Mér þykir mjög fyrir því að kjörinn þingmaður í mínu kjördæmi skuli með þessum hætti ganga fram fyrir skjöldu og hundsa þúsund ára menningargrundvöll íslensku þjóðarinnar.

Því meir þykir mér fyrir þessu sem ég álpaðist til að kjósa listann sem þessi maður var í forsvari fyrir. Af því ég hafði ekki ástæðu til að ætla annað en að hann gengi með Guði. Eða að minnsta kosti hafnaði honum ekki.

Ef Þór Saari og hans nótar hafa ofnæmi fyrir guðsorði ættu þeir að halda því fyrir sig. En hafi skömm fyrir uppátækið í dag.

Með örfáum undantekningum geri ég ekki mikið með það hvaða trúarbrögð fólk velur sér svo framarlega sem það vanvirðir ekki þá trú sem þjóðin hefur í þúsund ár haft fyrir haldreipi í þessu landi.

Ég held að Þór Saari og hans nótum veiti einmitt ekki af því að blanda Guði inn í þinghaldið.

Oft var þörf en nú er nauðsyn.


mbl.is Óþarfi að blanda Guði inn í þinghaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er virkilega þörf á því að blanda Guði inní þinghaldið?  Maður getur vart ímyndað sér að hræsni og spilling alþingismanna og ráðherra hefðu orðið mikið meiri undanfarin 18 -20 ár án hans.  Eða er það kanski???

Gísli Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 18:49

2 identicon

Íslendingar þurfa sterkan kristinn stjórnmálaflokk, sem þorir að framfylgja kristnum lífsgildum og hefur í heiðri boðorð Guðs. Svo lengi, sem stór hluti þjóðarinnar ætlar að hafna guðlegri leiðsögn og dansa í staðinn eftir tískustefnum andskotans, á íslensk þjóð sér ekki viðreisnar von. Alþingismenn og þegnar Íslands ásamt prestum: Hlýðið á Orð Drottins!

Einar Ingvi Magnússon (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 19:03

3 identicon

Hvað ef þingmaður er ásatrúar? Á hann þá samt að fara í kirkju? Eða er það bannað að vera þingmaður og ásatrúar? Því það er jú í okkar arflegð, ásatrúin. Ríki og trú(kirkja) eiga að vera tvennt aðskilið. Það getur vel verið að Þór sé kristinnar trúar, hann veit bara þann sannleika að trú og ríkistjórnun eiga ekki samleið. Það þarf ekki að líta langt til að sjá hvernig trú getur eyðilagt stjórnsýslu, sbr. Bandaríkin - eða fyrrum stjórn talíbana.

Spekingur (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 19:07

4 Smámynd: Rebekka

Ég vona að ríki og kirkja verði brátt aðskilin.  Það er löngu tímabært.

Rebekka, 15.5.2009 kl. 19:18

5 Smámynd: Baldur Blöndal

Svakalega hljómar þú gamall og bitur.

Kýst þú fólk eftir trú en ekki hæfni? Ef svo er þá legg ég til að þú verðir strikaður út af kjörskrá. Ef svo er ekki þá áttu ekki að kvarta yfir trú þingmanna.

Baldur Blöndal, 15.5.2009 kl. 19:20

6 identicon

Það er enginn að kvarta yfir trú þingmanna, bara þessari sýndarmennsku sem átti sér stað í dag. Ef þú vilt ekki fara í messu, slepptu því þá bara. Þessi borgarahreyfing gerir fátt annað en að vekja á sér athygli með dapurlögum töktum. Ekkert sem mun koma fjölskyldunum að gagni. Sorglegt og já ég kaus þá því miður.

Magnús (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 19:26

7 identicon

Mér finnst ekki sorglegt að vekja athygli á þessu. Það þarf að vekja fólk til umhugsunar, sérstaklega í ljósi þess að fólk hugsar ekki um svona hluti af sjálfsdáðum - telja þetta "venjulegt", sem er bara ekki rétt.

Spekingur (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 19:48

8 identicon

Einar, þú getur ekki sannað að Guð sé ekki til og ekki er hægt að sanna að hann sé til. Gott bara að vera þarna á milli og sleppa þessu trúardóti alveg..

Reynir (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 20:09

9 identicon

ég meina Kristinn, afsakið..

Reynir (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 20:12

10 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Ánægð með Þór og co. Fólk getur hafnað eða trúað því sem það vill en þessi hefð er barn síns tíma. Pólitík og trúarbrögð eiga nákvæmlega enga samleið.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 15.5.2009 kl. 20:13

11 identicon

Þau sem fóru ekki í messu í dag fengu prik hjá mér allavega. Ekki af því að þau séu ekki kristin trúuð heldur fyrir að benda á hvað þessi hefð er hálf bjánaleg.

 Hví fara ekki kennarar og nemendur í messu í byrjun hvers skólaárs?

Hví fara ekki verslunarmenn í messu fyrir vörutalningu hvers árs?

Vonandi sjá flestir hvað þetta er í raun bjánalegt, hvort sem þú starfar á alþingi Íslendinga, í kennslustofu eða í verslunum!?!

Þröstur Hrafnkelsson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 22:14

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er ekki hægt að segja að þessir þingmenn hafi vanvirt neina trú þó þeir vilji ekki blanda helgiathöfn saman við veraldlegt löggjafarþing. Að segja að eitthvað sé vanvirt er stórt orð. Hér á það ekki við enda er það á engan hátt rökstutt. Bara slengt fram með vanþóknun. Hafðu skömm fyrir það ætti ég eiginlega að segja en geri það samt ekki ef því að mér líkar vel við þig. En finnirðu hvað tónninn er óþægilegur.

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.5.2009 kl. 00:24

13 Smámynd: Sigurjón

Mjög heimskulegur pistill í alla staði.  Ég nenni ekki að útskýra af hverju.  Það á að vera augljóst...

Sigurjón, 16.5.2009 kl. 02:44

14 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll.  Merkilegt.  Þú kýst flokkinn af því að þér líkar við málflutning hans en fyllist nú óbeit á honum vegna þess að Þór Saari fór ekki í kirkju með hinum.  Við vitum ekki hvort að hann er trúlaus eða trúaður.  Hann sagði bara að hann teldi að Alþingi og trú bæri ekki að blanda saman.  Það er með ólíkindum að þú teljir að Borgarahreyfingin sú verri flokkur þar sem þú telur að Þór gangi ekki með Guði.  Flokkurinn stóð sig nógu vel í kosningabaráttuni þó að Þór gengi ekki með Guði, en nú telurðu að það breytist við uppgötvun þína.  Guðstrú á ekkert skylt við rökhugsun og það er greinilegt að þú tapar rökhugsuninni þegar þú ferð að óttast að þingmenn fylgi ekki guði.  Hvað segir það þér um heilbrigði þess að reiða sig á trú?

Svanur Sigurbjörnsson, 16.5.2009 kl. 03:58

15 identicon

Það fara 6.3 miljarðar í rekstur og eignasjóði kirkjunnar skv. fjárlögum 2009. Sem dæmi má nefna að það fara 6 miljónir árlega í biblíuþýðingar og það má furða sig á af hverju þarf að þýða biblína árlega á Íslandi? Sem kristinn meðlimur Borgarahreyfingarinnar tel ég mig ekki þurfa fara í kirkju og sitja í messu til að fara eftir kristilegum gildum. Það væri óskandi að þingmenn færu eftir boðorðunum tíu, þá værum við í betri málum. Það dugar mér ekki að fólk sitji eins og englar í fínum fötum við helgihald en hagi sér eins og djöflar þegar út úr kirkjunni er komið. Hér á landi er ekki nokkur sátt milli þingsins og fólksins. Aðskilnaður ríkis og kirkju er hávær krafa úr samfélaginu, þrískipting valdsins er ekki virt hér á landi og fyrir því mun Borgarahreyfingin berjast.

Menn og málefni inn á þing - takk!

Síðan mega þeir vera hverrar trúar sem þeir vilja fyrir mér.

Sigurlaug (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 08:08

16 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Fór sem mig grunaði. Fleiri athugasemdir hafa komið á þessa stuttu færslu heldur en margar aðrar. Og flestar athugasemdanna á þann veg sem ég bjóst við. Þakka þó þeim sem hafa heldur gætt hófsemi í orðum.

Sigurður Hreiðar, 16.5.2009 kl. 11:08

17 identicon

"hundsa þúsund ára menningargrundvöll íslensku þjóðarinnar."

Give me a break! Galdrabrennur, konum drekt og börn gerð að þurfalingum, eignauptaka kirkjunnar, ofríki prestastéttarinnar. Kvennfyrirlitning, kúgun kvenna, mannréttindabrot, hommahatur, o.s.frv.  allt "kristin arfleið íslennskar menningar" Meigi þessu "grundvöllur" hverfa með öllu.

Arnold Björnsson (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 11:42

18 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er algengt að hyggnir menn rugli saman guði og mönnum. Kannski er þetta eitt og hið sama. Hinsvegar hefur það verið eðlileg þróun samfélaga að tjá æðri gildi og hafa mytur myndast í kringum þau og það síðan orðið að trúarbrögðum. Það er þó einhver óbreytanlegur kjarni sem menn þurfa að fást sífellt við en sá kjarni er nógu almennur til að sitt geti hverjum sýnst í því máli. Réttlæti, trú,von,kærleikur,samstaða sem stendur andspænis eigingjarnari þáttum lífs okkar sem felst í ýmsum nauðþurftum til munns og handa, greddu, græðgi reiði, öfund og svo mætti lengi telja. Trúarbrögð hafa myndað system utanum þetta sem er byggt á langri reynslu og í dag þurfum við enn á þessum hugmyndakrefum að halda. Mótmæi gegn íslenskri ríkiskirkju er nokkuð "safe" framgangsmáti og mér sýnist að þeir menn sem þar hafa sig helst í frammi myndu fljótlega þagna ef harður og óvæginn andstæðingur kæmi fram. Það "góða" við Islam er að það er slíkur andstæðingur. Ekki neitt hik og fum og óvissa um sína stöðu. Gegn slíkum andstæðingi væri verðugt að berjast. Þannnig varð nútíma hugmyndasamfélag til. Þeir sem þora að standa andspænis þeim öflum og tala gegn viðhorfum þeirra eru kjarkaðir. Að tala illa um guðs kristni á Íslandi og sletta skyri og afhelga athafnir eru hinsvegar kjarklausir og afstaða þeirra svolítið þreytandi og leiðigjörn og fyrirsjáanleg. Svona talaði maður og hugsaði á unglingsárum þegar maður var annaðhvort kommi eða frjálshyggjumaður en hvorki fullorðinn né maður. Ef við höfum ekki kirju og kristni til að verja okkar bakland þá munu önnur öfl taka yfir sem við síst vildum. Það er fyrirsjánlegt og það verður ekkert útvatnað "siðbótarkjaftæði" uppúr einhverjum háskólaprófessornum.

Gísli Ingvarsson, 16.5.2009 kl. 13:48

19 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Fólk saknar ekki þess sem það hefur aldrei notið. Ég vil, eins og þú, halda í gamla og góða siði. Um kristna trú er hægt að segja margt en hvort hún hefur orðið mannkyni meira til góðs en ills er erfitt að reikna út. Við, sem trúlausir erum, ættum hins vegar ekki að kasta fyrstir steininum.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 16.5.2009 kl. 14:49

20 identicon

Trú á Jehova og Jesú er þá jafn nauðsynleg öryggi þjóðainnar og bandaríski herinn var hér í kaldastríðinu. Ef kirkjan og kristnin er ekki hér þá koma vondu kalrlarnir og taka okkur. Meiri endemis þvælan. Dæmigerður hræðsluáróður og algjörlega tilhæfulaus.

Arnold Björnsson (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 14:55

21 identicon

Það er ekkert til sem heitir guðs orð....
Þið talið um að halda í gamla góða siði samkvæmt ykkur...um leið hrækið þið framan í alla þá íslendinga sem trúa ekki á sömu vitleysu og þið.. eða trúa engum súperkarlasögum

Hafið þið annars lesið biblíu... hún er ekkert ólík kóran ef þið spáið í því.

DoctorE (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 15:38

22 identicon

Þar sem ég átti einnig sæti á sama lista og Þór Saari vil ég taka þátt í þessum umræðum og lýsa yfir ánægju með þetta skref hans.

Í landi sem stærir sig af trúfrelsi er út í hött að blanda saman kirkju og þingi.

Svipað og það er út í hött að kenna kristinfræði í skólum - að upplýsa um þátt kristni í Íslandssögunni eða kenna trúarbragðafræði er allt annað.

Flott Þór og þið hin sem stóðuð með sannfæringu ykkar!

Helga (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 09:49

23 Smámynd: Yngvi Högnason

Sæll Sigurður. Hann Eiður kallar þetta skjallbandalag og á það vel við.

Yngvi Högnason, 21.5.2009 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband