14.5.2009 | 14:03
Ekki fyrr en eftir krossmessu
Einhvern veginn hafði mér skilist að kaþólskir klerkar ættu að losa huga sinn við lostugar hugsanir og ef þeir mega eiga konur eða iðka leiki við þær er það nýtilkomið.
En þeir hafa sumir orðið uppvísir að því að halda ráðskonur. Og hafa kannski ort og hugsað til þeirra eins og sr. Sigurður heitinn í Hindisvík sem orti til hennar Ingibjargar sinnar: Ein er mærin munablíð, mér svo kær að neðan. Henni ærið oft ég ríð, annars fær´ ´ún héðan. Þetta hlýtur að vera prenthæft, beint frá prestinum!
Annars er þetta dálítið mistækt með ráðskonurnar. Bóndi nokkur í Skorradal á næstsíðustu öld átti aldrei konu en nokkrar ráðskonur hélt hann og fóru ýmsar sögur af þeirra leikum. Ein þeirra fór eftir skamma vist og kom við hjá hreppstjóra í leiðinni og kærði bónda fyrir vanefndir. Hreppstjóri fór að inna bónda eftir þessum málum, en bóndinn var hvass við og sagði: Hvaða ósköp eru þetta í konunni! Ég var búinn að segja henni að ég færi ekki upp á hana fyrr en eftir krossmessu!
Prestur gefur út kynlífshandbók | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.