8.5.2009 | 13:27
Who owns you
Fyrir 50 árum sléttum kom ég til útlanda í fyrsta sinn. Það var í einu fyrsta úrskriftarferðalagi íslenskra skólafélaga sem stefndu til frekari víðsýni. Þetta var á þeim árum sem svokölluð sex landa sýn þótti merkilegast og menningarlegast kynnisferða um heiminn.
Fyrsta viðdvöl hópsins var í Bretlandi. Í London var vitaskuld farið í kynnisför um borgina með þarlendum leiðsögumanni. Freddy hét hann, tappi sem stóð varla út úr hnefa. En borginmannlegur var hann átti öllum kostum við þennan hóp skrælingja sem hann hafði nú fengið í hendurnar en hafði ekki slíka þjóð fyrr augum litið. Æsland, sagði hann, Æsland, er það ekki ein af dönsku eyjunum? Nei, sögðum við og því miður var íslenski fararstjórinn okkar, Guðmundur Steinsson, öðrum höppum að hneppa þessa stundina og hafði trúað okkur til að fara ein með Freddy þessum. Nú, svaraði Freddy, hver á ykkur þá (who owns you?) Ví ar indípendent demókratic neisjón, sögðum við hnarreist og reyndu að teikna upp obbolítið landakort af Norðurhálfu til að kenna þessum tíkartappa með sixpensarann svolitla landafræði. Hann horfði á þessa kortagerð með svip manns sem leiðist en sagði svo, ó jes, jú ar vonn of the Feró ælands, and só jú ar ónd bæ Denmark læk æ sedd. Og honum var ekki úr að aka með það og það var alveg sama hvernig við reyndum að útskýra fyrir honum réttarstöðu og stjórnarfar upprunalands okkar og stað á landakortinu, svar hans var alltaf sama spurningin: Jess ókei, butt hú óns jú ná?
Ég sé ekki betur en sama spurningin sé enn uppi hjá þessari þjóð stuttfóta hér skammt austan við okkur í álfunni. Aldrei vissi ég eftirnafns Freddys en núna held ég að það geti varla hafa verið annað en Brown. Þvoglumælti kurfurinn með því nafni sem nú notar sér almenna fáfræði landa sinna til þess að níðast á ísslendingum hefur ekki frekar en Freddý komið því inn í sinn ferkantaða haus að Ísslendingar eigi sig sjálfir og það sé við þá að semja um málefni þeirra en ekki einhverja stofnun í Amríku.
Aldrei hefði Thatcher the Milk Snatcher farið svona að hvað þá Blair the Fair enda höfðu þau hvort um sig ofurlitla hugmynd um uppbyggingu heimsins svona almennt séð, Thatcher kom meira að segja í heimsókn hingað á dögum þorskastríðsins og þó einhverjur gárungar haldi því fram að hún hafi reiðst Jóni Hákoni vini mínum sem þá var fréttamaður á sjónvarpinu þegar hann vildi fá að vita hvort hún ætlaði að senda hingað dráttarbáta til verndar breskur togurum -- en óvart farið framburðarvilt á orðinu tugs svo Thatcher heyrðist hann segja thugs (sem þýðir dálítið annað en þó ekki meira en svo að það er bita munur en ekki fjár) þá vissi hún fullvel við hverja var að etja í þorskastríðinuog hafi hún ekki vitað það þegar hún kom í þessa heimsókn þá vissi hún það þegar hún fór.
Mér dettur í hug hvort sendiherrann hafi lagt þessa sívakandi spurningu Breta í garð Ísslendinga fyrir Össur: Yes, but who owns you now?
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Brown er með heiminn á hreinu og það er einmitt þess vegna sem hann hendir þessum yfirlýsingum í viðmælandann. Veit sem er að margir Bretar hafa tiltölulega lítinn áhuga á hagsmunum smáþjóða og alls engar áhyggjur af því að hrinda þeim til jarðar sem minna mega sín. Þeir eru ekki allir svona og til skamms tíma hélt ég að skoskur bakgrunnur Browns héldi honum á jörðinni. Hann er hins vegar alinn upp í yfirstéttarskólum Bretaveldis og hugsar og hegðar sér sem slíkur. Brown veit líka að bak við tjöldin eru spottarnir jafnmargir og stjörnur himinsins, hins vegar er umhugsunarvert að hann skuli orða þá staðreynd upphátt. Hótun ef menn hegða sér ekki rétt og vöðvahnyklasýning fyrir framan almenning? Að ógleymdri... þetta er allt hinum að kenna... aðferðinni.
Haldi einhver að hin samviskuskerta Thatcher hefði brugðist heiðarlegar við skyldu menn fletta í umfjöllunum um átök hennar við aðra eyju. Íbúar á Falklandseyjum gætu frætt okkur hérna um ýmsa bræðrabyltuna og eflaust ekki allir þar sem teldu hana hafa mikinn skilning á högum annarra þjóða.
Borghildur Anna (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 17:25
Óskaplega fer í taugarnar á mér þjóðernisrembingur sumra svokallaðra íslendinga, sem þykjast vera þjóð en eru í besta falli ættbálkur. Menn þurfa að átta sig á því, að þetta skítapakk hér á skerinu er búið að fyrirgera til frambúðar trausti og virðingu sem alvöru þjóðfélag. Við erum og verðum lægsta og ómerkilegast gerð af skítapakki sem til er. Þjófar og ræningjar, samviskulaus ruslaralýður. Brown hefur allan rétt í þessu máli. Hann er ekkert að þrugla við einhverja pólitíska fávita uppi á þessu skeri, hann fer bara beint í þá sem ráða. Hann eyðir ekki tíma sínum í vitleysu. Viturlegra hefði verið þennan skeggjaða kjaftask að halda sér saman.
Retro (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 18:20
Takk fyrir komuna, Borghildur Anna. Vissulega hafði járnfrúin marga galla en hún gerði líka margt vel. Og -- bið forláts -- ég hafði þá tilfinningu á sínum tíma að amk. meginþorri Falklandseyinga hefði verið feginn því á sínum tíma að vera frelsaðir úr höndum Argentínínga. Og mér finnst ég hafi heyrt að hagur þeirra hafi heldur blómstrað síðan.
Retro: við svona sorakjaft hef ég ekkert að tala. Þætt vænt um að þú gerðir hingað ekki margar ferðir.
Sigurður Hreiðar, 8.5.2009 kl. 19:57
Það vill svo til að í vor eru líka 50 ár frá því að ég kom fyrst út fyrir landsteinana.
Var send á sumarskóla í Cambridge.
Þar kynntist ég fólki sem var frá þjóðum sem ég vissi ekki að voru til, hvað þá heldur hvar þau voru.
Koms að því að það var kannski ekki undarlegt að sumir vissu ekki að Ísland var til og að þeir sem höfðu einhverja hugmynd um hnattstöðu landsins héldu að það væri að mestu byggt eskimóum.
Annars má færa rök fyrir því að lengst af hafi Íslendingar lifað í skjóli stærri þjóða, Norðmanna, Dana, Breta og BNA.
Það þótt nú ekki öllum gæfulegt þegar við tókum okkur sjálfstæði.
Nú er spurningin hvort það fer fyrir þessu lýðveldi eins og því fyrra sem okkur var kennt að hefði gengið Noregskonnungi á hönd vegna þess að hér var ekkert framkvæmdavald. Við höfum búið við ofvaxið framkvæmda vald að undanförnu spurningin er svo hvernig við vinnum úr þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir núna. Sturlungaöld?
Hólmfríður Pétursdóttir, 8.5.2009 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.