22.12.2008 | 13:45
Ég pípi á…
Húrra fyrir menntamálanefnd (ætli það sé ekki menntamálanefnd Alþingis?) að fresta afgreiðslu frumvarps um Ríkisútvarpið ohf ma um takmörkun á möguleikum þess til að afla sér tekna. Ég pípi á Samkeppniseftirlitið og Viðskiptaráð í þessu efni. Einkareknir fjölmiðlar sem nú eru að reyna að væla sér út takmarkanir á RÚV voru stofnaðir inn í umhverfi sem stofnendur þeirra máttu gera sér ljóst, en svo þegar í ljós kemur að þeir eru ekki eins öflugir og þeir gáfu sér í upphafi gera þeir sitt besta til að fá löggjafann til að draga tennurnar úr RÚV og koma því niður á sama aumingjalevel og þeir eru sjálfir.
Auglýsendur eru ekki svo vitlausir að fara með allt sitt auglýsingafé inn á miðla með takmarkaða útbreiðslu og/eða styðja beinlínis hörðustu keppinauta sína. Og við, neytendurnir, mótmælum því harðlega að vera sviptir því upplýsingagildi sem auglýsingar í og á RÚV eru okkur. Ennfremur að fjárhag RÚV verði á einn hátt og annan svo þröngur stakkur skorinn að það geti ekki fært okkur þá prýðilegu dagskrá sem við erum orðin vön. (Hér undanskil ég Rás 2 sem að mínu viti er orðin jafn leiðinleg glamurs og kjaftæðisrás og sumar samkeppnisstöðvarnar. Þær mega að mínu viti keppa sín í milli um aulafyndni og fliss.)
Gegndarlausum árásum á útvarp allra landsmanna verður að linna. Kjaftæðinu um skylduáskrift líka. Afnotagjaldið er ekki síst gjald fyrir að standa vörð um útvarps- og sjónvarpsrásir og úthluta þeim af þeirri skynsemi að ekki sé þar hver ofan í öðrum og allir beri skaða af. Ljósvakinn er ekki ótakmarkaður, þó sumir virðist halda að svo sé.
Frestun frumvarps um RÚV misráðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála. Sjónvarp frá alþingi finnst mér einna skásta stöðin þessa dagana. Þar eru engar auglýsingar og enginn söngur um Rúdolf með rauða nefið.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 22.12.2008 kl. 13:57
Eg sé ekki minnstu ástæðu til að skattgreiðendur haldi uppi einhverju silkihúfuapparati eins og sjónvarpinu Stöð 1. Gamla gufan er bráðnauðsynleg og þar er bæði vönduð og metnaðarfull dagskrá með þjóðlegum blæ. En dagskrá sjónvarps er að mínu mati á flesta lund mislukkuð hvað dagskrárefni áhrærir. Ég sé fyrir mér að sjónvarpið verði selt en útvarpsráð starfi áfram. Sýningar á innlendu sjónvarpsefni verði tryggðar með samningi við sjónvarpsstöðvar á markaði svo tryggt verði að framleiðsla á menningartengu sjónvarpsefni haldi áfram og ég sé fyrir mér að það verði kappsmál að framleiða sem mest af slíku efni fyrir markaðinn. Þarna gæti myndast samkeppni milli þessara stöðva því vitað er að auglýsendur sækja þangað sem áhorf er tryggt. Ríkissjónvarpið hefur komist upp með að sækja ruslefni í gámum til erlendra stöðva fyrir lítið verð og mata þjóðina á þessu óátalið í skjóli einokunar. Allar helgar undanfarin ár hafa að mínu mati verið fyrirkvíðanleg þjáning vegna þessa ábyrgðarlausa hroka.
Semsagt: Gufuna áfram en selja Stöð 1 og hætta að styrkja fúskara á borð við Hrafn Gunnlaugsson sem hefur fengið að gjöf tugi milljóna fyrir að semja óvandaða sjónvarpsþætti og síðan selt sjónvarpinu sýningarréttinn.
Árni Gunnarsson, 22.12.2008 kl. 14:26
Ari Edvald situr í stjórn Viðskiptaráðs, þannig að þetta er afar hlutlaus ályktun er það ekki ?
kv.
L
Lárus Gumundsson (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 14:27
Ég er að sjálfsögðu sammála Sigurði, enda hef ég bloggað á svipaðan hátt um þetta mál. En, Sigurður:
Það er þetta með "ljósvakann" og "ljósvakamiðlana". Þetta fyrirbæri, sem kallað er (var) "ether" á erlendum málum var fundið upp (!) af illri nauðsyn fyrr á öldum þegar vísindamenn gátu ekki hugsað sér að ljósið kæmist gegnum algert lofttæmi frekar en aðrar bylgjur, svo sem hljóðbylgjur. Á þessum tíma höfðu menn ekki gert sér almennilega grein fyrir tvíþættu eðli ljóssins, þ.e. agna- og bylgjueðli. "Ljósvakinn" var því hugsaður sem eins konar "beri" fyrir ljósið um óraviddir geimsins. Í frægri tilraun 1880 sýndu Michelson og Morley fram á að ljóshraðinn er jafn í allar áttir og að það er enginn "ljósvaki" til. Því er marklaust að tala um "ljósvakamiðla" og þaðan af vitlausara að tala um "öldur ljósvakans".
Björgvin R. Leifsson, 22.12.2008 kl. 15:34
Þakka fyrir þetta. En Árni, ég er algjörlega ósammála þér. Það er býsna margt gott í RÚV sjónvarp, sem ég held að sé það sem þú kallar Stöð 1, þó innlenda „skemmtiefnið“ eins og Gott kvöld sé gjörsamlega mislukkað og Spaugstofan sé orðin úrelt, amk. í bili.
Og Björgvin Rúnar, allt er það rétt og satt sem þú segir en allir skilja hvað átt er við með ljósvakamiðlum og öldum ljósvakans -- kanntu betra orð fyrir það efni sem berst óbrjálað frá útsendingu til viðtækis með þessum hætti?
Sigurður Hreiðar, 22.12.2008 kl. 17:04
Nei, því miður, mér dettur ekkert í hug - nema ef vera skyldi bylgjumiðlar? Ég er reyndar ekki sammála þér varðandi Spaugstofuna, sem mér finnst hafa tekið snilldarlega á kreppunni og þeim, sem þar bera mesta ábyrgð, bæði stjórnvöldum og útrásarvíkingum.
Björgvin R. Leifsson, 22.12.2008 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.