Hver kann ekki að telja?

Þegar ég paufaðist fram úr í morgun og hirti blöðin upp af mottunni í anddyrinu blasti við mér á baksíðu blaðsins sem Bónus auglýsir að hann auglýsi í (af hverju ætli hann auglýsi það, annars? Er það ekki augljóst?), í auglýsingu frá tiltekinni ferðaskrifstofu, að nú væru þrír dagar til jóla.

Hmm, hugsaði ég? Svaf ég einn og hálfan sólarhring? Er ekki sunnudagur í dag? Sunnudagur, mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur -- þetta eru að mínu viti fjórir dagar. Og jólin hefjast ekki fyrr en komið er kvöld miðvikudags, sem sagt sá dagur liðinn.

Allt um það -- sennilega mál að leita að síðustu jólagjöfinni. Hvað gefur maður þeim sem vantar ekki neitt? Örugglega ekki gjafabréf upp á hálfan þriðja tug þúsunda. Gildi jólagjafa felst ekki í verðmæti þeirra talið í krónum -- og á þeim tímum sem við nú lifum eru dýrar jólagjafir heimska og flottræfilsháttur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Gangi þér vel að pakka inn frændi sæll. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 21.12.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband