21.12.2008 | 12:16
Hver kann ekki að telja?
Þegar ég paufaðist fram úr í morgun og hirti blöðin upp af mottunni í anddyrinu blasti við mér á baksíðu blaðsins sem Bónus auglýsir að hann auglýsi í (af hverju ætli hann auglýsi það, annars? Er það ekki augljóst?), í auglýsingu frá tiltekinni ferðaskrifstofu, að nú væru þrír dagar til jóla.
Hmm, hugsaði ég? Svaf ég einn og hálfan sólarhring? Er ekki sunnudagur í dag? Sunnudagur, mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur -- þetta eru að mínu viti fjórir dagar. Og jólin hefjast ekki fyrr en komið er kvöld miðvikudags, sem sagt sá dagur liðinn.
Allt um það -- sennilega mál að leita að síðustu jólagjöfinni. Hvað gefur maður þeim sem vantar ekki neitt? Örugglega ekki gjafabréf upp á hálfan þriðja tug þúsunda. Gildi jólagjafa felst ekki í verðmæti þeirra talið í krónum -- og á þeim tímum sem við nú lifum eru dýrar jólagjafir heimska og flottræfilsháttur.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi þér vel að pakka inn frændi sæll. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 21.12.2008 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.