12.12.2008 | 14:09
Hve mikill er hagnaðurinn?
Nú þegar samhaldssemi og sparnaður er það sem með þarf á öllum sviðum og fjölmiðlar berjast í bökkum, m.a.s. svo að sumir þeirra knýja á um að láta breyta með lögum því umhverfi sem þeir voru stofnaðir til að standa sig í, undrast maður það rými og það fé sem ausið er í fréttaburð af íþróttum, íþróttafólki og öðru því tengdu.
Hefur farið fram alvöru könnun á því hve mikið hver fjölmiðill hagnast á þessu?
Ég er þakklátur þeim blöðum, til dæmis, sem hlaða þessu óáhugaverða efni í knappan kálf sem auðvelt er að kippa út og fleygja svo það sé ekki að þvælast fyrir manni.
Ef á að þrengja að RÚV meira en orðið er, með takmörkunum á auglýsingatímum, þætti mér ráð að selja RÚV sjálfdæmi eitthvað á þessa leið: Þó skal RÚV heimilt að lengja auglýsingatíma og fjölga auglýsingum að því marki sem útsending leiðinlegra íþróttafrétta er stytt.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eigum við þá ekki bara að henda út öllu efni sem okkur líkar ekki?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 12.12.2008 kl. 14:32
Ef því er dælt yfir okkur í viðlíka yfirgengilegum mæli og íþróttaruglinu líst mér bara vel á það.
Sigurður Hreiðar, 12.12.2008 kl. 14:41
Þá verður engin útsending í sjónvarpi á morgun.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 12.12.2008 kl. 16:11
Þá er það ákveðið. Og tilgangi nöldraranna náð, þeirra sem vilja heldur fita pyngju 365.
Sigurður Hreiðar, 12.12.2008 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.