Ef fjárstreymið/fjárlekinn stöðvast…

Það er ástæða til að fylgjast vel með þessu máli. Þetta er ekki sú einfalda spurningur hvort GM, Chrysler og Ford geti haldið áfram að framleiða bíla, sem sumir grétu þurrum tárum að ekki yrði, heldur er þetta spurning um dýpt heimskreppunnar sem við höfum nú fengið smjörþefinn af. Ef bílarisarnir verða gjaldþrota verða fjórar milljónir starfsmanna þeirra atvinnulausar og ekki bara það, heldur hátt í annar eins fjöldi tengdrar starfsemi: íhlutaframleiðslu, bílasölu og annars þess háttar. Þar með fer einhverj fjöldi banka á hausinn líka og fjárstreymið, sem nú er orðið að leka, þornar alveg upp. Og þess verður vart um allan heim, amk. þann vestræna sem við tilheyrum. Svo við eigum hagsmuni í því að repúblíkanarnir hristi af sér dínósáraorðið og leggi bílarisunum lið. Ef þeir spilla málinu getur það einnig reynst okkar buddu þungt .
mbl.is Stöðvast bílabjarghringurinn í öldungadeildinni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mikið er ég sammála þér. Mér finnst allir vera að gleyma því að sumt af því sem er að gerast byrjaði með Lehman, þótt það firri okkar útrásar,,víkinga" og stjórnvöld ekki sinni ábyrgð. Það er gífurleg tenging milli atburða víðs vegar á Vesturlöndum. Þar sem ég var í þeirri sérkennilegu stöðu að vera í Bandaríkjunum mestallan októbermánuð, varð ég verulega vör við hvað þessir tveir hagfræðiprófessorar sem ég komst í tæri við í sitthvoru ríkinu sáu atburðina hjá okkur öðrum augum en fjölmiðlarnir sem ég fylgdist með á netinu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.12.2008 kl. 23:42

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Já, Anna, mér finnst blasa við að upphafið að óförunum var þegar lánalínur tóku að lokast, og það má líklega rekja beint til hruns Lehman. Og nú hafa öldungarnir vestan hafs ákveðið að fleira skuli hrynja -- hvað eigum við til bragðs að taka?

Sigurður Hreiðar, 12.12.2008 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 306002

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband