Frekar til bölvunar

Leyfi mér að mótmæla því að auglýsingaveita til mín verði takmörkuð með auglýsingabanni á RÚV. Tel reyndar líka víst að auglýsingar sem flæmdar verða frá RÚV með lagabókstaf muni ekki skila sér á aðrar útvarps- og sjónvarpsstöðvar í þeim mæli sem óvildarmenn RÚV telja -- því hver fer að auglýsa sem neinu nemur á stöðum sem hafa ekki nema takmarkaðan notendafjölda?

Verði þetta frumvarp samþykkt verður það fremur til bölvunar en blessunar.


mbl.is Gjald vegna RÚV verður 17.900
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála þér Sigurður Hreiðar, þetta er ekki til bóta fyrir blásvsvartann almúgann!!!

Bestu kveðjur, E.

Edda (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 21:14

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Algerlega ósammála þér, Sigurður Hreiðar. Það er ekki einu sinni verið að banna þeim að hafa auglýsingar, bara að takmarka aðeins hlutfallið milli auglýsinga og efnis. Að mínu áliti ætti að banna þær með öllu. Tilkynningar eiga að duga í ríkisfjölmiðli sem neyðir fátæka fjölskyldu sem ég þekki í Reykjavík til að borga árlega 107.400 krónur í afnotagjald. Sjónvarpið þeirra bilaði í sumar og þau horfa ennþá á það svarthvítt. Hafa ekki ráð á því að kaupa nýtt.

Þanneigin snýr það nú fyrir henni mér.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.12.2008 kl. 12:10

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Eru ríkisfjölmiðlar ókeypis í öðrum löndum, Helga Guðrún? Og ef þeir eru það eru þeir þá ekki á beinum framlögum frá ríkinu sem er þá óbeint frá greiðendunum? Fyrir mér eru auglýsingar upplýsingar og þar sem ég hef ekki aðgang að læstu fjölmiðlunum og vil ekki kosta þeim til vil ég fá mínar upplýsingar óhindraðar þar sem ég er inni hvort sem er. Ég hef samúð með fjárhagskröggum þessarar fjögurra barna fjölskyldu sem þú þekkir í Reykjavík, en eftir því sem RÚV fær minni tekjur af auglýsingum hlýtur afnotagjald fjölskyldunnar bara að hækka. Hvort sem henni er gert að greiða það sem merktan nefskatt eins og verður frá næstu áramótum eða hvort það verður af fjárlögum er bita munur en  ekki fjár.

Sigurður Hreiðar, 11.12.2008 kl. 12:20

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Umdeild skylduáskrift að BBC kostar okkur árlega 139.50 pund. Það er pr. heimili, óháð fjölda sjónvarpa og íbúa. Þar sem þeir fá þetta áskriftargjald er þeim óheimilt að auglýsa annað en eigið efni.

Það er hvergi nærri eðlilegt að ríkisútvarp/sjónvarp með skylduáskrift sé í beinni samkeppni við einkareknar stöðvar um auglýsingar. Þá er það er engan veginn viðeigandi að þetta alltof stóra apparat sem blóðmjólkar menn allt þeirra líf fái svo að græða á því líka að tilkynna það þegar þeir drepast.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.12.2008 kl. 19:34

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Nemmlí. Þú vilt heldur að Jón Ásgeir græði á því? Það verða 365 miðlar sem einna helst græða á því að fjárhagur almenningsútvarpsins sé þrengdur og almenningur neyddur til að kaupa áskrift einkarekinna stöðva ef hann vill fylgjast með.

Þó áskrift að BBC -- skylduáskrift ef þú kýst að nota það orð fyrir afnotarétt af útvarpi og sjónvarpi -- kosti ekki nema um 25 þús Íkr á gengi dagsins pr. heimili er það allgóð summa ef heimilin eru talin saman. Og má treysta því að BBC fái engar sporslur úr ríkissjóði?

Sigurður Hreiðar, 11.12.2008 kl. 19:41

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Það má kalla þetta afnotagjald ef menn kjósa. En það sem fólk gagnrýnir helst hérna er að verða að greiða þetta til BBC óháð því hvort þeir horfa nokkurn tíman eða hlusta á BBC. Persónulega finnst mér það kostur að hafa auglýsingalausar rásir, þó að ég skilji líka alveg þitt sjónarmið. Mamma er sennilega sammála þér. En fyrir mér er þetta aðallega spurning um sanngirni og að fjölmiðlar sitji við sama borð. Auglýsingar eru jú ein helsta tekjulind þessara fyrirtækja.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.12.2008 kl. 20:43

7 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Út af fyrir sig finnst mér ekki endilega skipta máli hvort menn horfa eða hlusta á þá ljósvakamiðla sem nefndir eru fyrir afnotagjaldi af ljósvakarásum. En þær eru ekki ótakmarkaðar og einhver verður að fylgjast með og sjá um að þær séu ekki hver ofan í annarri. Það kostar nokkuð og einhver verður að borga. Ég lít svo á að það sé gert með afnotagjaldi sem gerir manni líka kleift að ná til annarra rása en þeirra sem fyrir eru skrifaðar.

Þeir sem stofna nýja fjölmiðla á hverjum tíma hljóta að gera það að athuguðu máli gagnvart þeirri aðstöðu sem þeir eru í þegar til er stofnað. Þeir eiga svo ekki að koma á eftir og væla um að það þurfi að breyta aðstöðunni, ef þeir ná ekki þeim viðskiptum sem þeir vonuðust eftir.

Þakka þér fyrir orðaskiptin, Helga Guðrún -- og ég bið sérstaklega að heilsa mömmu þinni, þó ég viti ekki einu sinni hvað hún heitir!

Sigurður Hreiðar, 11.12.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 306295

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband