5.12.2008 | 12:20
Davíð og Guðni aftur í pólitíkina
Verð að játa að ég sperrti augu og eyru og öll helstu skilningarvit önnur í gærmorgun við þá frétt að Davíð Oddson átti að hafa tilkynnt að yrði hann flæmdur út úr Seðlabankanum (Bleðlasankanum, sagði Flosi forðum) kæmi hann rakleitt til baka í pólitíkina.
Hmmm, hugsaði ég. Heldur hann í alvöru að hann kæmist inn á einhvern lista í prófkjöri eftir það sem á undan er gengið?
Svo nefndi ég þetta við langvarandi kunningja minn sem svaraði af bragði: Þeir myndu bara stofna saman lista, hann og Guðni Ágústsson.
Jamm, það væri það. Þeir gætu þá líklega tekið Jón Baldvin með sér. En ég hef enn ekki fundið fleiri til að fylla þennan lista. Auðvitað ættu þeir heima þar líka Steingrímur Jóhann og Ögmundur, en það er víst bara óskhyggja. Valgerður? Nei, skollakornið. Hún fer í eitthvert sendiráð. Kristinn H? Árni Johnsen?
Kannski er bara best að láta Davíð og Guðna um að velja sér meðreiðarhópinn. Eftir að sjá hverjir myndu svo kjósa herlegheitin.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst Kristinn vera þarna eðlilegur sem þriðji maður. Svo þegar flokkurinn væri fullskipaður yrðu allir meðlimirnir settir í nefnd sem hefði aðsetur á Jan Mayen...
Þessi athugasemd var í boði sprotafyrirtækisins Draumar og Óskhyggja ehf. - og uppfylling loforðs um að næsta (og þar með þessi) athugasemd yrði styttri en sú síðasta.
Bestu kveðjur í bæinn!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.12.2008 kl. 19:43
Skemmtileg pæling hjá þér félagi
gudni.is, 8.12.2008 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.