Tvær virkilega góðar

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna, sem nokkurt veður er árlega gert út af. Úlfhildur Dagsdóttir sagði eitthvað á þá leið í útvarpsfréttum nú í hádeginu, að á tilnefningalistann hefðu að þessu sinni slysast tvær virkilega góðar bækur. -- Ég vona að ég rangtúlki þetta ekki orð hennar um of.

Mig hefur lengi langað að sjá á prenti hvernig bækur veljast til þessara tilnefninga. Minnir að það sé þannig að útgefendur þurfi að borga fyrir að fá bók inn á tilnefningalistann, bæði í reiðufé og með framlagi tiltekins fjölda eintaka svo valnefndarmenn geti lesið bækurnar -- sem er ekki nema sanngjarnt.

En ef þetta er rétt er ekki valið úr öllum útkomnum bókum ár hvert, aðeins þeim sem útgefendum þóknast að leggja í dóm valnefndar.

Ef það er rétt, eru þetta þá með réttu íslensku bókmenntaverðlaunin? Eru þetta þá ekki íslensku bókaútgefendaverðlaunin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 306001

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband