Þjóðin sýnir samstöðu

Ég er ekki hissa á þessari niðurstöðu. Þessi þáttur, Gott kvöld, er næstum því jafn leiðinlegur og þáttaröðin sem gekk í fyrravetur með lögunum fyrir Evróvisjónkeppnina.
Mál til komið að þjóðin sýni samstöðu og nenni ekki að horfa á leiðinlega þætti.
mbl.is Ört minnkandi áhorf á Gott kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Nú er ég ekki sammála þér, finnst þessir þættir hin ágætsta skemmtun, það eina sem fer virkilega í taugarnar á mér eru framíköll hljómsveitarstjórans, sem eru vægast sagt hallærisleg.

Konan mín horfði á Evróvisjónkeppnina og hafði gaman af.

Það sýnist nefnilega sitt hverjum í þessu eins og öðru og ekki gott að gera svo öllum líki.

HP Foss, 2.12.2008 kl. 15:22

2 Smámynd: Heidi Strand

Þetta er ekki fyrir mig. Ég horfi mest á norska sjónvarpinu.

Heidi Strand, 2.12.2008 kl. 17:42

3 Smámynd: Yngvi Högnason

Það væri nýjung að Íslendingar sýndu samtöðu,Sigurður. Samstaða og mótmæli hjá okkur er svipað og að draga þorsk á stöng. Það eru mikil læti til að byrja með og svo allt dautt eftrir mínútu eða tvær.  En annars er þetta ekkert fyrir mig, ég horfi mest á danska útvarpið.

Yngvi Högnason, 2.12.2008 kl. 19:16

4 identicon

Tek undir með þér. Reyndi tvisvar að horfa. Gafst upp.

Óli Ágústar (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 07:46

5 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Uppbygging þessara þátta var bara vandræðaleg. Það er hallærislegt að stilla einhverjum listamanni upp, hversu góður sem viðkomandi er, og draga svo upp einhverja aðdáendur til að mæra viðkomandi og dá. Það er ekki nóg að Steinunn sé falleg kona. Það endist ekki nema í stutta stund að horfa á hana. Restin af þættinum þarf að vera efnislega skemmtileg og framíköll hljómsveitarstjórans valda mér sinadrætti í iljunum af fíflahrolli. Síðasta laugardag gafst ég upp á að horfa á KK sem var mér í raun þvert um geð.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 3.12.2008 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband