Barist fyrir friði?

Það er auðvelt að efna til múgæsinga og epsa lýð sem ýmist hefur gaman af látum og gauragangi eða hefur ekki vit til að skilja hvað af því getur hlotist og að ofbeldi er ekki rétta leiðin -- ekki einu sinni þó að barist sé fyrir friði.

Enn tíðkast að hengja bakara fyrir smið.


mbl.is Eggjum kastað í Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Sá sem græðir mest á þessu er væntanlega Björn Bjarnason, sem mun nota þetta til að rökstyðja nauðsyn þess að koma á fót sérþjálfaðri óeirðalögreglu.

Ráðamenn munu afskrifa þetta sem skrílslæti og mótmælendur munu engu fá áorkað...minna en engu, ef eitthvað er.

Púkinn, 8.11.2008 kl. 16:39

2 identicon

Nú var ég þarna á staðnum og varð vitni af því sem gerðist, efst í mínum huga eftir þessa upplifun er það að lögreglan þarf að vera mjög meðvituð um það hversu lítið þarf til að breyta friðsamlegum mótmælum í átök og læti. það var ekki skynsamlegt hjá þeim að fara svona harkalega að þeim unga manni sem setti bónusfánnan upp á alþingis húsinu....svona viðbrögð eru ekki til þess fallin að halda reiðu fólki friðsömu.

Gunnar B. Kristinsson (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 17:15

3 identicon

Góð uppástunga að mótmæla friðsamlega. Þegar mótmælt er, er venjulega verið að mótmæla til að fá breytt. Eins og að mótmæla stríði, fara svo í óeirðar göngu og ráðast að öðrum.  Gunnar .... strákurinn braut lög. Og ég er ekki sammála að við eigum að óvirða þetta mannvirki, þar sem líka góðir hlutir hafa hlotist af. Þetta er eflaust ungur maður sem gerir sér ekki grein fyrir ábyrgð þeirra og vinnu sem fór í að stofna til lýðræðis á Íslandi. Enginn fáni nema íslenski fáninn á heima þarna. Og þar að auki ... hann ætti að sitja inni bara fyrir að setja bónusar fánann upp. Eða verslið þið enn við þessa glæpamenn.  Púki aðvitað eigum við að standa upp fyrir rétti okkar. Sammála því.

Fanney Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 17:53

4 identicon

Þegar almúginn fer fram og mótmælir, þá er hann oftar en ekki að mótmæla ofbeldi í einhverri mynd,

þ.e. fólkinu finnst að það hafi verið beitt ofbeldi.

Þegar fólki er heitt í hamsi þá er hætt við að mótmælin fari úr böndunum og úr verði skrílslæti og komi sú staða upp er gjarnan stutt í ofbeldi af mótmælendanna hálfu.

þá gæti komið upp sú spurning hvort réttlætanlegt sé að mótmæla ofbeldi með ofbeldi.

Ruth Fjeldsted (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 18:42

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Það sem ég er ósáttur við, Ruth, er að efnt skuli til fjöldasamkomu þar sem markmiðið er að æsa skrílinn og nokkuð víst að forstöðumennirnir eru ekki menn til að koma í verk fyrir skrílslæti og jafnvel óhæfuverk. En eins og þú veist er ég mótfallinn ofbeldi. Ég hef sjálfur séð og það oftar en einu sinni hve lítið þarf til að breyta múg í skríl sem grípur til þess sem ég hafði fyrirfram haldið að gerðist ekki meðal siðaðra manna.

Kv. í bæinn.

Sigurður Hreiðar, 8.11.2008 kl. 19:21

6 identicon

Þetta er rétt hjá þér. Enda hvað kemur út úr þessu annað en fullnæging fólks og bruðl með landbúnaðavöru. ( egg jókúrt )Kannski er þetta áfallahjálp okkar alþýðufólks. En spurt er hverjir  hinir sem sátu heima?......Djöfull sem þetta brölt er ekki að virka.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 20:37

7 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég sat heima og spældi tvö egg.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 8.11.2008 kl. 21:31

8 identicon

Fleira hangir á spítunni þegar svona mótmælaaðgerðir fara í gang. Óharðnaðir unglingar sækja gjarnan í eitthvað sem þeim finnst spennandi. Þar sem mannfjöldi er samankominn til mótmæla þar er væntanlega fjör, að þeirra mati - eitthvað spennandi að gerast. Það er ekki alveg víst að allir hafi myndað sér skoðanir - það gildir bara að vera með - taka þátt í. Það eru höfð í frammi hróp og köll og smám saman æsist mannfjöldinn. Múgæsing er nefnilega smitandi.

Svo kemur að því að lögreglan telur sig þurfa að hafa afskipti, hennar hlutverk er nefnilega það að vernda og verja okkur samborgarana hvern fyrir öðrum. Við það æsist mannfjöldinn (múgurinn) enn og "mótmælin" harðna og þá er gjarnan tekið til við eggin og tómatana og ýmislegt fleira.

Hver hefur ekki séð þessa verklýsingu í sjónvarpsfréttum í gegnum tíðina?

Það er eðlilegt að fólk sé reitt eftir öll þau ósköp sem hafa dunið á okkur að undanförnu. Á hverjum degi fáum við nýjar fréttir sem vekja okkur enn meiri reiði og sennilega sjáum við ekki enn fyrir endann á þeim.

Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að hóa saman fjöldanum öllum af reiðu, svekktu og vonsviknu fólki í þeim tilgangi að öskra á þá sem þurfa þykir.  Það hlýtur allt að fara úr böndunum þegar allt fólkið er búið að æsa hvert annað upp og allir eru farnir að öskra.

Erum við eitthvað bættari með því að miðbærinn og  Alþingishúsið eru núna útötuð í tómötum og eggjum, eins og það er nú geðslegt?  Líður þeim sem þar voru að verki virkilega eitthvað skár, í raun og veru?

Sáu þeir einhvern árangur?

Ég skora á  skipuleggjendur mótmæla að brýna fyrir þátttakendum mótmælanna að haga sér eins og siðað fólk.  Það er áreiðanlega athyglisvert og áhrifaríkt að mótmæla með vel völdum orðum -mörgum eða fáum - íslensk tunga á nóg af slíkum orðum. Við þurfum líka að kenna unga fólkinu okkar, mótmælendum framtíðarinnar,  - Unga Íslandi - það er ekkert endilega áhrifaríkast að vaða um og eyðileggja alla skapaða hluti, það er nefnilega það sem hinir gráðugu gerðu. Með græðgina að vopni óðu þeir yfir okkur sauðsvartan almúgann og lögðu okkur að velli. Er það eftirbreytnivert??

Ruth Fjeldsted (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 22:09

9 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Þetta er skemmtilegt innlegg í umræðuna.

Jóhann G. Frímann, 8.11.2008 kl. 23:13

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já...og kannski rétt að það komi fram fyrir þá sem ekki voru á staðnum að það var lögð mjög mikil áhersla á það af skipuleggjendum fundarins að fara með friði og láta reiðina fara í jákvæðan og uppbyggilegan farveg. Það mynduð þið vita sem skrifið hvað mest um ofbeldið og eggin. Það var hins vegar lítill hópur sem notaði þá aðferð að henda eggjum og jógúrti um það leyti sem friðsamlegi mótmælafundurinn var að leysast upp.

Það sem hryggir mig mest er að fjölmiðlunum tókst að sýna allt á versta hátt og náðu þar með markmiði sínu að telja ykkur sem heima sátuð trú um að mótmæli séu ekki fyrir íslendinga. Að það sé betra að sitja heima og beygja sig undir okið. Því miður!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.11.2008 kl. 01:53

11 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þakka öll skemmtileg og uppbyggileg skot á þetta hjal! Og alveg sérstaklega af því þú minnist á Frakka, Hjördís mín, vona ég að við tökum þá ekki að ráði til fyrirmyndar. Mér hefur sumsé sýnst amk. nú hin síðari árin, að ef þeir vilji gera sér dagamun fari þeir út og kveiki í nokkrum bílum af handahófi!

Sigurður Hreiðar, 9.11.2008 kl. 11:20

12 identicon

Ísland byggir ekki bara landfræðilega einangruð þjóð heldur félagslega ákaflega þröngsýn og ónæg þjóð. Við höfum byggt nýjari heimsmynd okkar á amerískum bíómyndum, broguðum fréttum af helstu heimsviðburðum og stuttum skemmtiferðum til helstu staða í útlöndum. Í stað þess að öðlast félagslegan þroska við þetta, áskotnast okkur öfund og minnimáttarkend gagnvart öðrum þjóðum. Við skiljum ekki afhverju við höfum ekki svo stórbrotna menningu, sögu og ríkidæmi sem aðrar þjóðir. Við verðum reið og vonsvikin yfir að okkar er ekki getið við hliðina á þjóðum sem eru margfallt stærri en okkar þjóð. Við gleðjumst sem börn yfir að eitthvað kemur okkur á blað heimsins. Sama hvað það er. Ágirndin eftir þeim sýnilega auði sem birtist okkur allstaðar, nema á Íslandi kæfir alla sýn á að auður er huglægur, viska, hófstilling, hugrekki og rættlæti og ekki minnst trú, von og kærleikur.

Í þröngsýni okkar sjáum við aðeins eina leið fram. Sama hvað það kostar, verðum við að afla virðingar annara þjóða. Tækifærið kemur svo þegar við lánum auðinn af öðrum þjóðum. Við hreykjum okkur hátt og lokum eyrunum við aðvörunarröddum. Allt það sem hefur raunverulegt gildi er nú fleygt á skarnhauginn í svikullu ofgnóttarsamfélagi pappírspeninga, hroka og mikilmennskubrjálæðis. Við viljum velta okkur upp úr munaði svo allir taki eftir okkur og sjá að við virkilega erum mikilmenni og okkar litla þjóð er betri og stærri en allar aðrar.

En svo gerist það versta, óprúttnir aðilar hafa gengið á lagið og nýtt sér heimsku okkar og yfirborðsskap. Með að skaffa okkur hillingar og falsk stolts, hafa þeir rakað til sín erfiði kynslóðanna. Ekki bara feðra heldur einnig barna okkar um langa framtíð. Raunveruleikin birtist nú kaldur og hrottalegur. Þau gildi sem héldu þjóðinni uppi í aldir eru í burtu. Falski auðurinn er einnig floginn veg allrar veraldar. Ekkert bíður annað en andleg vesöld og volæði. Það versta er, að allt sem við vildum var virðing annara þjóða. En við höfðum aðeins fjarlægst hana ennþá meira. Við aularnir norður í höfum létum glepjast af nýju fötum keisarans. Nú mistum við alla þá virðingu sem okkur hafði áskotnast með dugnaði forfeðra okkar og nægjusemi. Hvernig getum við lifað áfram og séð framan í heiminn og okkur sjálf? Hvernig getum við séð framan í börn okkar og barnabörn? Við höfum stundað allar höfuðsyndinar af kappi og vantar aðeins eina til að fullgera myndina. "Leti".

Ó nei, nei og nei... ef eitthvað, þá erum við ekki löt! Afskiptaleysi og heigulsháttur er ekki það sem þessi þjóð er þekkt fyrir! Við getum bjargað því sem bjargað verður með að bretta upp ermarnar. Við höfum gert það áður. Við getum stolt viðurkennt afglöp okkar og tekist á við vandann. Við getum sem forfeður okkar borgað okkar skuldir. Engin skal segja, að okkur sé sama og við ekkert gerum. Við verðum að sýna að þessi þjóð beygir sig ekki í duftið fyrir eigin broguðu spegilmynd heldur stolt sér hlutina eins og þeir eru og tekst á við vandann. Með visku, hófstillingu, hugrekki, réttlæti, von, trú og kærleik getum við aflað okkur virðingu fyrir okkur sjálfum. Það er forsendan fyrir að aðrir fá virðingu fyir okkur. Við verðum að sýna að okkur sé ekki sama! Við verðum að sýna umheiminum að okkur er ekki sama! Við verðum að hreinsa aurinn upp eftir okkur, losa okkur við afæturnar og alla keisaranna. Það verður að gerast nú, áður en letin tekur yfirhöndina og kæfir þjóðina í ösku og eimyrju vonleysisins.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 20:42

13 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sæll Sigurður minn. Ég get ekki annað en endurtekið það sem ég sagði hjá Yngva og verð að lýsa mig nokkuð sammála Thor hér að ofan.

Mér fannst mótorhjólareykspólið smart og flott hugmynd. Reykurinn var sjónrænn að sjá í upphafi fundarins og þegar fyrsti ræðumaður tók til máls hjóluðu þeir prúðir sína leið.

Eggjakastið er táknrænt reiðimerki og meiðir engan. Ég skil kastendur ágætlega og kastaði amk einum bakka svona í huganum - þó sennilega hefði ég verið of prúð og vel tamin til að láta það eftir mér á staðnum.

Bónusfáninn blaktandi á Alþingishúsinu fannst mér líka vel til fundið stönt og táknrænt fyrir tenginguna sem hefur verið milli gerspilltra stjórnmálamanna og þeirra "auðmanna" sem hafa sett skerið á kaldari klaka en það hefur dúsað á gegnum árþúsundin.

Auðvitað mótmælir fólk. Menn hafa mótmælt af minna tilefni en því að drullusokkar steli frá þeim aleigunni og komi því til leiðar að afkomendur þeirra eignist aldrei annað en skuldir og skítugt mannorð. Ef einhvern tíma hefur verið ástæða til að mótmæla af alefli og ákafa þá er það einmitt nú.

Það gerir hver á sinn hátt. Reiðin er réttlát.

Bestu kveðjur til þín og þinna héðan úr Nottinghamskírinu.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.11.2008 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband