Þegar þjóð á að greiða skuldir einkafyrirtækja sinna

Sú var tíðin að mér var Bretland einkar kært og hugur minn stefndi þangað löngum, meðtók þar hluta af menntun minni og átti þar góða vini. Bæði í Englandi og ekki síður Skotlandi.

Allt er þetta nú tekið að fölna og ekki síst við þau fantabrögð sem ráðherrar stjórnarinnar þar hafa tekið okkur og sýnast helst ætla að herða að ef nokkuð.

Skil reyndar ekki hvernig hægt er að ætla heilli þjóð að standa undir og greiða upp skuldir sem einkafyrirtæki manna af því þjóðerni hafa stofnað til í öðrum löndum.

Sú var tíðin að ég átti nokkur pund í bankabók á Englandi er til þess að stofna hana þurfti ég að ganga fyrir mann og annan og á endanum þurfti ég að fá þann sem leigði mér húsaskjól, landlordinn minn, til að ganga í ábyrgð fyrir mig í því efni. Og þó var þetta einneign hjá mér en ekki lántaka. Þessa transaksjón hef ég aldrei getað skilið almennilega.

Vitaskuld tæmdi ég sjóðinn áður en ég yfirgaf staðinn og hvarf aftur til minna heima. Bankabókin mín var götuð rækilega og líklega einnig sett í vélrænan tæptara. Minnist þess ekki að þar hafi pund mitt ávaxtast að neinu marki. En bæði bankinn og landlordinn minn sluppu skaðlaust frá þessum viðskiptum.

Og langt er síðan ég hef heyrt frá vinum mínum þar eystra eða látið þá heyra frá mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæll

Ég var þarna í framhaldsnámi í yfir sjö ár og ég á ennþá bankareikninginn minn þarna úti.

Þeir senda mér reglulega uppfæslu á debetkortinu og þetta eru bestu skinn.

En afleiðingar Icsave reikninganna eru algert brjálæði. 

Sigurður Sigurðsson, 6.11.2008 kl. 18:58

2 identicon

Ef barn stelur í búð eru foreldrarnir ábyrgir.  Ef einkabanki, sem er viðurkenndur og rekinn samkvæmt reglum viðkomandi yfirvalds, stelur inneignum fólks er yfirvaldið ábyrgt vegna innlánstrygginga.  Og ef bankinn stelur að auki þúsundum milljarða frá lánardrottnum sínum er yfirvaldið, sem ábyrgðist starfsemi bankans, siðferðilega ábyrgt.  Yfirvaldið þarf þó ekki að greiða skuldina i beinhörðum peningum heldur í glötuðu áliti, óvirðingu, vantrausti og smán.  Og það er dýrt, dýrara en þegar foreldrar bæta fyrir búðahnupl barna sinna.

Hriflungur (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 09:38

3 Smámynd: Skarfurinn

Þú átt nú ekki að reiðast Skotlandi né Englandi vegna gjörnings ráðamanna ríkjanna finnst mér. Allt sem Breska stjórnin gerði var að ábyrgjast sína þegna gagnvart því að Landsbankinn (Icesave) flytti alla peningana til íslands, mér finnst óþarfi að froðufella yfir því. Að sjálfsögðu verður að ábyrgjast eigur reikningseigenda líkt og hérlendis.

Skarfurinn, 7.11.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband